Sveitarstjórn, fundur nr 120

26.11.2020 15:30

Sveitarstjórn Hörgársveitar

120. fundur

Fundargerð

Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 kl.15:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í húsnæði félagsmiðstöðvar í heimavist Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, María Albína Tryggvadóttir og Jónas Þór Jónasson

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1. Fundargerð fræðslunefndar frá 17.11.2020

Fundargerðin lögð fram og þarfnast einn liður afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 16, erindi vegna skipulagsdags

Sveitarstjórn samþykkti að hafa auka skipulagsdag milli jóla og nýárs 2020 í leikskólanum Álfasteini.

2. Fundargerð félagsmála- og jafnréttisnefndar frá 19.11.2020

Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar frá 23.11.2020

Fundargerðin lögð fram og þarfnast tveir liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 1, erindi frá Hrauni í Öxnadal ehf. v. styrktarsamnings

Sveitarstjórn samþykkti að gera styrktarsamning við Hraun í Öxnadal ehf. vegna áranna 2021 og 2022 með 500.000,- kr. framlagi hvort ár.

b) Í lið 2, erindi frá Bernharð Haraldssyni v. styrks til útgáfu

Sveitarstjórn samþykkti að hafna erindinu.

4. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 24.11.2020

Fundargerðin lögð fram og þarfnast sjö liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 1, umhverfisstefna Hörgársveitar

Sveitarstjórn samþykkti að gengið verði til samninga við Sif Jóhannesdóttur sem verkefnisstjóra um gerð umhverfisstefnu.

b) Í lið 3, Glæsibær, erindi frá landeigendum

Erindi frá eigendum Glæsibæjar þar sem óskað er eftir að breytingum á fram-kvæmdaleyfi vegna efnistöku á svæði E12.

Sveitarstjórn samþykkti að framlengja gildistíma framkvæmaleyfis til 30.9.2024.

Sveitarstjórn samþykkti að hafna breytingu á 2. grein framkvæmdaleyfisins um heimild til að nýta efni utan íbúasvæði IB2 í Glæsibæ.

c) Í lið 4, lóðir við Reynihlíð og Víðihlíð

Sveitarstjórn samþykkti í samræmi við gr. 3.4 í reglum um lóðaúthlutanir að ganga til viðræðna við eftirtalda aðila um uppbyggingu á hluta þeirra lóða sem verða byggingahæfar í 2. áfanga Reynihlíðar/Víðihlíðar á næsta ári:

a)    Bögg ehf. - Jón Örvar Eiríksson húsasmíðameistara

b)    Hamra byggingarfélag ehf - Helga Snorrason húsasmíðameistara

c)    Reyni Örn Hannesson húsasmíðameistara

Sveitarstjórn samþykkti að gengið verði til viðræðna um lóðaúthlutanir á lóðum við Reynihlíð 17 og 19 við Bögg ehf,. Að rætt verði við Hamra byggingarfélag um úthlutun á lóðum við Víðihlíð. Í framhaldi af þeim viðræðum verði rætt við Reyni Örn Hannesson um hans erindi.

Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri vék af fundi undir þessum lið.

d) Í lið 5, Háls, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar

Sveitarstjórn samþykkti að skipulagsfulltrúa verði heimilt að gefa út framkvæmdaleyfi enda liggi fyrir jákvæð umsögn Minjastofnunar.

e) Í lið 6, Engimýri, deiliskipulag

Sveitarstjórn samþykkti að skipulagstillagan verði fullunnin í samræmi við athugasemdir skipulags- og byggingarfulltrúa og að svo breytt skipulagstillaga verði samþykkt í kynningarferli skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

f) Í lið 9, erindi frá HNE, umsögn vegna hundaræktar í Glæsibæ

Umsögn í framhaldi af grenndarkynningu sem framkvæmd var í samræmi við samþykkt á síðsta fundi nefndarinnar. Tvö erindi bárust í grenndarkynningu og er efni þeirra tilgreint í fundargerð nefndarinnar.

Sveitarstjórn samþykkti að sjónarmiðum sendenda verði komið á framfæri við leyfisveitanda (Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra).

g) Í lið 10, Akureyrarbær aðalskipulag – Holtahverfi kynning

Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd við skipulagstillöguna.

5. Fundargerð stjórnar SSNE frá 17. fundi.

Fundargerðirnar lagðar fram.

6. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 890. fundi

Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerðir stjórnar Norðurorku frá 250. og 251. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

8. Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 216. fundi

Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerðir stjórnar Minjasafnsins frá 16. og 17. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

10. Héraðsskjalsafnið, ársskýrsla 2019

Ársskýrslan lögð fram.

11. Stytting vinnuvikunnar

Lagt fram minnisblað um stöðu mála er varðar tillögur um fyrirkomulag á styttingu á vinnutíma í deildum sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkti að áfram verði unnið að málinu í samræmi við þær tillögur sem ræddar voru á fundinum.

12. Reykjavíkurflugvöllur, umsögn

Lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar sem lögð hefur verið fram á Alþingi.

Gott og öruggt aðgengi að höfuðborginni og þeirri þjónustu sem þar er, skiptir alla landsmenn máli.  Sveitarstjórn Hörgársveitar mælir því með samþykkt tillögunnar, enda eðlilegt að landsmenn fái allir að hafa skoðun á framtíð Reykjavíkurflugvallar. 

13. Fjárhagsáætlun 2020, viðauki 04/2020

Lögð fram tillaga að viðauka 04 við fjárhagsáætlun 2020.

Sveitarstjórn samþykkti viðauka 04 við fjárhagsáætlun ársins 2020 sem gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 398 þús.kr. og handbært fé í árslok verði 36.295 þús.kr. 

14. Gjaldskrár 2021

a) Rætt um álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2021.

Sveitarstjórn samþykkti að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2021 verði óbreytt 14,52%.

b) Rætt um álagningarreglur fasteignagjalda fyrir árið 2021 og drög að afsláttarreglum fasteignaskatts vegna elli- og örorkulífeyrisþega.

Sveitarstjórn samþykkti að álagningarhlutfall fasteignaskatts fyrir árið 2021 skv. a-lið verði 0,40%, skv. b-lið 1,32% og skv. c-lið 1,40% af fasteignamati.

Þá samþykkti sveitarstjórn að 2. gr. gjaldskrár fráveitna í Hörgársveit verði þannig að holræsagjald fráveitu á Hjalteyri og á skipulögðum atvinnusvæðum verði 0,18% af fasteignamati og ennfremur að vatnsgjald Vatnsveitu Hjalteyrar verði kr. 13.015,- á hverja íbúð og hvert frístundahús.  Rotþróargjöld verði eftir stærðum rotþróa.

Fráveitugjald og vatnsgjald í þéttbýlinu við Lónsbakka verði samkvæmt gjaldskrá Norðurorku.

Sorphirðugjald heimila verði kr. 59.700,- sorphirðugjald frístundahúsa verði kr. 18.600,- enda sé þjónusta þar ekki veitt á vetrum, sorphirðugjald vegna búrekstrar verði 115,- kr. fyrir hverja sauðkind, 650,- kr. fyrir hvern nautgrip, 465,- kr. fyrir hvert hross og 635,- kr. fyrir hvert svín.

Framlögð drög að reglum um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti voru samþykkt af sveitarstjórn. Þær gera ráð fyrir að tekjumörk afsláttar fyrir einstaklinga verði í þrepum frá kr. 3.685.000,- til kr. 5.585.000,- og fyrir samskattaða í þrepum frá kr. 5.415.000,- til kr. 7.435.000,-.

c) Rætt um aðrar gjaldskrár fyrir árið 2021

Sveitarstjórn samþykkti að frá 1. janúar 2021 kosti hver klst. frá kl. 08:00-16:00 í vistun í Álfasteini 3.985- kr. á mánuði og hver klst. fyrir kl. 08:00 og eftir kl. 16:00 kosti kr. 7.175,- . Fullt fæði í leikskóla kosti 8.800,- kr. á mánuði. Afsláttarreglur í leikskóla verði óbreyttar frá árinu 2020.

Mötuneytisgjald í Þelamerkurskóla verði 730,- kr. á dag. Aðrar gjaldskrár fyrir útleigu á húsnæði og húsbúnaði í Þelamerkurskóla hækki í samræmi við áætlaðar hækkanir í fjárhagsáætlun 2021 sem eru um 2,7% milli áranna 2020 og 2021.

Sveitarstjórn samþykkti að á árinu 2021 verði stakt gjald fyrir fullorðinn í sund kr. 1.000,-. og kr. 300,- fyrir börn. Aðrar hækkanir á gjaldskrá íþróttamiðstöðvar verði um 2,7% milli áranna 2020 og 2021. Þá samþykkti sveitarstjórn að á árinu 2021 eigi íbúar sveitarfélagsins og fastráðnir starfsmenn sveitarfélagsins kost á sundkorti án greiðslu, með sama hætti og á árinu 2020.

Sveitarstjórn samþykkti að styrkur til niðurgreiðslu þátttökugjalda barna 5 til 16 ára í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi verði kr. 42.500,- fyrir árið 2021.

15. Fjárhagsáætlun 2021-2024

Tillaga að rekstraráætlun 2021-2024 lögð fram og vísað til síðari umræðu um fjárhagsáætlun.

16. Trúnaðarmál

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl.  19:10