Sveitarstjórn, fundur nr 119

29.10.2020 15:30

Sveitarstjórn Hörgársveitar 

119. fundur

Fundargerð

Fimmtudaginn 29. október 2020 kl.15:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í húsnæði félagsmiðstöðvar í heimavist Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, María Albína Tryggvadóttir og Jónas Þór Jónasson

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 28.10.2020

Fundargerðin lögð fram og þarfnast 10 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 1, aðalskipulagsbreytingar

Sveitarstjórn samþykkti að lausn fyrirhugaðs skógræktarlands úr landbúnaðarnotum skuli fara fram án tafar skv. bókun á 64. fundi skipulags- og umhverfisnefndar og ef ekki reynist unnt að leiða það mál til lykta skuli hlutaðeigandi skógræktarsvæði fellt út úr skipulagstillögunni svo hægt sé að fullnusta gildistöku hennar. Sveitarstjórn felur  skipulagsfulltrúa að annast úrlausn málsins á þennan hátt.

b) Í lið 2, malarnámur og efnistaka, framkvæmdaleyfi

Sveitarstjórn samþykkti að settar verði reglur um árlegt eftirlit með efnistöku og um-gengni á efnistökusvæðum. Eftirlitsgjald verði sett í gjaldskrá fyrir framkvæmdaleyfi.

c) Í lið 5, Bitrugerði umsókn um afmörkun lóðar

Sveitarstjórn samþykkti að heimila afmörkun 4.157 fm lóðar í landi Bitrugerðis Lnr.152463 , enda verði byggingarreitur staðsettur þannig að krafa skipulagsreglugerðar um 50 m fjarlægð íbúðarhúss frá vegi verði uppfyllt.

Jónas Þór Jónasson vék af fundi undir þessum lið.

d) Í lið 6, Akureyrarbær stígakerfi umsögn

Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að ekki sé gert ráð fyrir tengingu við gönguleið meðfram Hlíðarvegi (vegnr. 818) auk þess sem ekki sé gert ráð fyrir tengingu við reiðleið og gönguleið meðfram ströndinni við Brávelli í auglýstri skipulagstillögu. Sveitarstjórn samþykkti að ábendingu þess efnis að huga skuli að samræmi við samgöngukerfi við sveitarfélagsmörk verði komið til skipulagsyfirvalda Akureyrarbæjar.

e) í lið 7, Norðurorka, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna jarðvegsskipta á Hjalteyri.

Sveitarstjórn samþykkti erindið.

f) Í lið 8, Fagranes skógrækt, tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að kynntar fyrirætlanir um skógrækt í landi Fagraness samrýmist markmiðum aðalskipulags sveitarfélagsins en bendir á að þar sem svæðið liggur að öðrum skógræktarsvæðum er heildarumfang skógræktar á svæðinu komið langt umfram þá 200 ha sem eru til viðmiðunar varðandi matsskyldu. Sveitarstjórn samþykkti að umsögn þess efnis verði send Skipulagsstofnun.

g) Í lið 10, Skútaberg umsókn um stöðuleyfi v. vatnstanka

Sveitarstjórn samþykkti að fresta afgreiðslu málsins.

h) Í lið 11, Gáseyri, skipulagstillaga til auglýsingar

Sveitarstjórn samþykkti  að vísa skipulagstillögunni í auglýsingarferli skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

i) Í lið 12, erindi frá HNE, umsögn vegna hundaræktar í Glæsibæ

Sveitarstjórn samþykkti að áður en umsögn er gefin verði starfsumsóknin grenndarkynnt.

j) Í lið 13, Lækjarvellir 2  ný útfærsla á uppskiptingu lóðarinnar

Sveitarstjórn samþykkti að fram fari breyting á deiliskipulagi Lækjarvalla skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn telur sýnt að breytingin varði ekki hagsmuni annarra aðila en sveitarfélagsins sjálfs og eiganda lóðarinnar og samþykkti að fallið verði frá grenndarkynningu á grundvelli 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

2. Fundargerð rekstrar- og framkvæmdanefndar frá 20.10.2020

Fundargerðin lögð fram. 

3. Fundargerðir stjórnar SSNE frá 14. og 15. fundi.

Fundargerðirnar lagðar fram.

4. Fundargerð stjórnar AFE frá 7.10.2020

Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfél. frá 887. 888. og 889. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

6. Fundargerðir afgreiðslufunda SBE frá 31.8. og 5.10.2020

Fundargerðirnar lagðar fram.

7. Fundargerðir heilbrigðisnefndar frá 213. 214. og 215. fundi ásamt fjárhagsáætlun 2021

Fundargerðirnar og fjárhagsáætlunin lögð fram.

8. Frestir vegna fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2021

Lagt fram bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem kynntir eru mögulegir frestir vegna fjárhagsáætlunar.

9. Kabbameinsfélag Akureyrar og nágrenni, beiðni um fjárstyrk

Lagt fram bréf þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við starfsemi félagsins.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

10. N4, bréf varðandi þjónustu fyrirtækisins

Lagt fram bréf þar sem þjónusta fyrirtækisins við sveitarfélög er kynnt.

11. Húsnæði heimavistar

Umræður í kjölfar fundar oddvita og sveitarstjóra með forsvarsmanni Búfesti hsf.

12. Lausaganga búfjár

Á fundinni mættu Ólafur Rúnar Ólafsson lögmaður sveitarfélagsins og Birgir Örn Guðmundsson lögmaður frá Lögmannsstofu Norðurlands og fóru þeir yfir málið og lögðu fram minnisblað um kosti og galla lausagöngubanns.

Sveitarstjórn samþykkti að gerð verði tillaga að nýrri samþykkt um búfjárhald í Hörgársveit þar sem lausagöngubann verði ákvarðað á ákveðnum svæðum í sveitarfélaginu.

13. Lækjarvellir 1, lóðamál

Lagt fram bréf frá lögfræðingi lóðarhafa. Ólafur Rúnar fór yfir málið og þau álitaefni sem fram hafa komið.

Sveitarstjórn samþykkti að sveitarstjóri í samráði lögmann sveitarfélagsins gangi eftir skuldbindingum og geri skriflegan tímasettan samning um framkvæmdir á lóðinni eins og lagt er til í bréfi lögmanns lóðarhafa.  Samningurinn komi til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

14. Bréf frá oddvita Akrahepps vegna riðusmita ofl.

Lagt fram bréf frá oddvita Akrahrepps þar sem rætt er um ýmis samstarfsmál sveitarfélaganna tveggja. Þá er í bréfinu rætt um  riðusmit sem upp hafa komið í sauðfé.  Fulltrúar sveitarfélagsins hafa átt fund með héraðsdýralækni varðandi riðusmit í Tröllaskagahólfi og áfram verður fylgst grannt með málinu.

15. Fjárhagsáætlun 2021, fyrri umræða

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2021.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun til síðari umræðu.

16. Erindi frá SAF og FHG– beiðni um niðurfellingu á fasteignagjöldum

Lagt fram erindi frá samtökum í ferðarþjónustu sem sent var SSNE en framsent þaðan til sveitarfélaganna á svæðinu.

Sveitarstjórn Hörgársveitar bendir á að Hörgársveit sem og öðrum sveitarfélögum er þröngur stakkur sniðinn. Fasteignagjöld eru hluti af lögbundnum tekjum sveitarfélaga sbr. lög nr. 4/1995 og samgöngu- og sveitarstjórnarráðneytið fer með málefni sveitarfélaga, þar með talin tekjustofna og fjármál sveitarfélaga. Sveitarfélög hafa því lítið svigrúm til að bregðast við og heimild til frestunar greiðslu fasteignagjalda eða önnur breyting á greiðslu fasteignagjalda, fer í gegnum Alþingi, líkt og heimild til frestunar greiðslu fasteignargjalda sem samþykkt var á Alþingi 30. mars síðastliðinn.
Sveitarstjórn Hörgársveitar beinir Samtökum ferðaþjónustunnar og Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og erindi þeirra því til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis.
Um leið vill sveitarstjórn Hörgársveitar árétta að staða sveitarfélagsins eins og annarra sveitarfélaga er þröng og hugmyndir um breytingar á greiðslu fasteignagjalda verði ekki ræddar án aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga og tillit tekið til áhrifa á rekstur þeirra.
Ljóst er að sveitarfélög hvorki geta né mega afsala sér lögboðnum tekjustofnum, enda yrði þá að mæta því með öðrum tekjum sem ekki blasa við nú.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl.  20:50