Sveitarstjórn, fundur nr 118

22.09.2020 15:30

Sveitarstjórn Hörgársveitar 

118. fundur

Fundargerð

Þriðjudaginn 22. september 2020 kl.15:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í húsnæði félagsmiðstöðvar í heimavist Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, María Albína Tryggvadóttir og Jónas Þór Jónasson

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1. Sóknaráætlun Norðurlands eystra

Starfsmenn SSNE, þau Elva Gunnlaugsdóttir og Baldvin Valdimarsson mættu á fundinn og fóru yfir sóknaráæltun Norðurlands eystra.

2. Fundargerðir fjallskilanefndar frá 1. og 21. september 2020

Fundargerðirnar lagðar fram.

3. Fundargerð rekstrar- og framkvæmdanefndar frá 8.9.2020

Fundargerðin lögð fram.  Farið yfir stöðu útsvarstekna. Jafnframt var lagt fram yfirlit frá forstöðumanni þjónustumiðstöðvar þar sem farið er yfir þau verkefni sem fram fóru á vegum sveitarfélagsins í sumar.

4. Flokkun Eyjafjarðar, fundargerðir frá 28.08.2020, ársreikningur 2019

Fundargerðirnar og ársreikningur 2019 lagðar fram.

5. Fundargerðir stjórnar SSNE frá 12. og 13. fundi.

Fundargerðirnar lagðar fram

6. Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 8.9.2020

Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfél. frá 886. fundi

Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð stjórnar Norðurorku 248. fundi

Fundargerðin er meðfylgjandi.

9. Jöfnunarsjóður svar v. kostnaðar við snjómokstur

Svarið lagt fram, en þar kemur fram að í ljósi tekjufalls jöfnunarsjóðs mun ekki verða veitt viðbótarframlag til að mæta auknum kostnaði við snjómokstur.

10. Aflið, styrkbeiðni

Erindið er lagt fram.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.

11. Erindi vegna lausugöngu búfjár

Erindið sem er frá Valdísi Ingibjörgu Jónsdóttur í Hraukbæjarkoti 2, lagt fram.  Þar er rætt um lausagöngu búfjár og lausagöngubann.

Sveitarstjórn þakkar erindið.

Sveitarstjórn samþykkti að óska eftir því við lögfræðing sveitarfélagsins að hann geri greinargerð með kostum og göllum lausagöngubanns sem lögð verði fyrir næsta sveitarstjórnarfund. 

12. Hótel Hjalteyri ósk um stækkun

Lagt fram erindi ásamt uppdrætti frá eigendum Hótel Hjalteyri þar sem óskað er eftir heimild til stækka þakbyggingu á núverandi húsnæði.

Sveitarstjórn samþykkti erindið.

13. Ós land D, vegur

Lagt fram erindi ásamt uppdrætti þar sem óskað er eftir samþykki fyrir umsókn til Vegagerðarinnar vegna lagningar vegar inná landið.

Sveitarsjórn samþykkti að gera ekki athugasemd við að malarvegur verði lagður í landi Óss land D (lnr. 223281) eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdrætti.

14. Skógrækt Ytri-Bægisá, umsögn

Fyrir fundinum liggur erindi frá Skipulagsstofnun dags. 2020-09-14 þar sem beðið er um umsögn á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 vegna áforma um skógrækt í landi Ytri-Bægisár II. Erindinu fylgir greinargerð frá Skógræktinni dags. 2020-08-13.

Sveitarstjórn telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni í fylgigögnum umsagnarbeiðninnar en bendir þó á að sökum nálægðar við þjóðveg 1 sé æskilegt að veita Vegagerðinni færi á að gefa umsögn um áformin. Sveitarstjórn bendir á að áformin séu háð framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins skv. 4 gr. reglugerðar um fram-kvæmdaleyfi nr. 772/2012. Með vísan til ákvæða í kafla 3.2.1 og 3.3.9 í greinargerð gildandi aðalskipulags telur sveitarstjórn að áformin samræmist markmiðum aðal-skipulags sveitarfélagsins.

15. Húsnæði heimavistar

Oddviti og sveitarstjóri fóru yfir málið í framhaldi af fundum sem þeir áttu með fulltrúum Húsnæðis og mannvirkjastofnunar, leigufélagsins Bríetar og Búfesti húsnæðissamvinnufélagi á Akureyri.

Sveitarstjórn samþykkti að áfram verði rætt við Búfesti um verkefnið.

16. Lækjarvellir, lóðamál

Rætt um innköllun lóðarinnar nr. 1 við Lækjarvelli og lagður fram tölvupóstur lögmanns sveitarfélagsins varðandi framgang þess máls.  Þá var rætt um lóðina nr. 2 við Lækjarvelli, skipulag og möguleika á uppbyggingu m.a. með tilliti til fráveitu.

Sveitarstjórn samþykkti að fá tillögu frá skipulagshönnuði um breytingu á lóð nr. 2 þar sem gert er ráð fyrir tveimur lóðum í stað þriggja, m.a. vegna fráveitumála.

Lögmanni falið að halda áfram með innköllun lóðarinnar Lækjarvellir 1.

17. Göngu- og hjólastígur

Oddviti og sveitarstjóri fóru yfir málið í framhaldi af fundi sem þeir áttu með fulltrúum Vegagerðarinnar þann 7.9.2020

Sveitarstjórn samþykkti að áfram verði unnið að málinu.

18. Hraun í Öxnadal ehf, aðalfundarboð

Fundarboðið lagt fram.

Sveitarstjórn samþykkti að Ásrún Árnadóttir verði fulltrúi Hörgársveitar á fundinum.

19. Trúnaðarmál

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl.  18:55