Sveitarstjórn, fundur nr 116

12.06.2020 14:00

Sveitarstjórn Hörgársveitar

116. fundur

Fundargerð

Föstudaginn 12. júní 2020 kl.14:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, María Albína Tryggvadóttir og Jónas Þór Jónasson

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1. Tíu ára afmæli Hörgársveitar

Hörgársveit varð til við sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar 12. júní 2010 og því á sveitarfélagið Hörgársveit 10 ára afmæli í dag, föstudaginn 12. júní 2020.

Sveitarstjórn samþykkir í tilefni af 10 ára afmæli Hörgársveitar að sveitarfélagið hefji nú þegar undirbúning að því að gerður verði göngu- og hjólastígur frá Lónsbakka að Þelamerkurskóla, með samvinnu við Vegagerðina og Norðurorku og með breytingu á skipulagi og fleira.

2.Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 9.6.2020

Fundargerðin lögð fram og er í 11 liðum og þurfa 8 mál afgreiðslu sveitarstjórnar:

a) Í lið 1, Arnarnes, umsókn um skráningu lóðar

Sveitarstjórn samþykkti að heimild verði veitt til að skrá 9.621 fm lóð út úr landi Arnarness L-152294 samkv.meðfylgjandi uppdrætti. Lóðin fái heitið Arnarnes lóð 8.

b) í lið 2, umsókn um lóðir Hjalteyri

Lögð fram umsókn ásamt fylgigögnum þar sem sótt er um tvær samlyggjandi lóðir á Hjalteyri við hlið kaffihúss.

Sveitarstjórn hafnar umsókninni þar sem fyrirhuguð bygging sem umsækjandi hyggst byggja á lóðinni samræmist ekki fyrirliggjandi deiliskipulagi sjá kafla 3.1.1. í greinargerð deiliskipulags.

c) í lið 3, umsókn um lóðina Búðagötu 6, Hjalteyri

Sveitarstjórn samþykkti að úthluta lóðinni nr. 6 við Búðagötu á Hjalteyri til Lene Zachariassen kt. 240661-7649 og Páls Rúnars Pálssonar kt. 131261-3309.

d) í lið 5,  Syðri-Reistará, umsókn um skráningu lóða

Sveitarstjórn samþykkti að heimild verði veitt til að skrá tvær lóðir út úr landi Syðri-Reistarár L152345 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.  Lóðirnar fái heitið Syðri-Reistará 3 og Syðri-Reistará 6.  Bent er á að ekki er heimilt að standi fleiri en 3 einbýlishús á hverri jörð stærri en 25 ha. Ef um fleiri einbýlishús er að ræða þarf að deiliskipuleggja svæðið.

Sveitarstjórn samþykkti byggingarreit fyrir viðbyggingu við núverandi íbúðarhús samkvæmt meðfylgjndi uppdrætti.

e) í lið 6, skógrækt í landi Hallfríðarstaða, umsögn vegna matskyldufyrirspurnar

Sveitarstjórn samþykkti að þar sem kynntar fyrirætlanir um skógrækt í landi Hallfríðarstaða samrýmist aðalskipulagi sveitarfélagsins þurfi þær ekki í umhverfismat.

f) í lið 7,  Brekkuhús 3 a, breyting

Sveitarstjórn samþykkti erindið þar sem áform um byggingu svala við húsið stangist ekki á við fyrirliggjandi deiliskipulag.

g) í lið 8, Glæsibær, framkvæmdaleyfi

Sveitarstjórn samþykkti að heimilt verði að veita framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku til eigin nota í landi Glæsibæjar á skilgreindu námusvæði fyrir allt að 25.000 m3 frá dagsetningu staðfestingar á aðalskipulagsbreytingu vegna Glæsibæjar til 30. júní 2021.

Sveitarstjórn samþykkti að heimilt verði að veita framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð og lagnavinnu þegar aðal- og deiliskipulag vegna Glæsibæjar hefur fengið staðfestingu og samþykkt hönnunargögn og undirritaðir samningar við Hörgársveit um uppbyggingu og þjónustu liggja fyrir.

h) í lið 9, Eyrarbakki Hjalteyri, ósk um breytingar á skipulagi

Sveitarstjórn samþykkti að heimild verði veitt til gerðar deiliskipulags og umsækjendum verði veitt heimild til að láta vinna tilheyrandi breytingu á aðalskipulagi á sinn kostnað í samvinnu við sveitarfélagið. Bent er á að nú þegar liggur fyrir leyfi fyrir einu einbýlishúsi á landinu.

3. Fundargerð rekstar- og framkvæmdanefndar frá 9.6.2020

Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerðir stjórnar SSNE frá 8. 9. og 10 fundi.

Fundargerðirnar lagðar fram.

5. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 8.5.2020

Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 5.5. 8.5. og 13.5. 2020

Fundargerðirnar lagðar fram.

7. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Samorku vegna fráveitumála

Erindið lagt fram.

8. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, umsókn um rekstrarleyfi fyrirgististað að  Engimýri III

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gististað með áfengisveitingum að Engimýri III í Hörgársveit.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að rekstrarleyfið verði veitt.

9. Efri-Rauðilækur umsókn um breytingu á skráningu

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild til að breyta skráningu sumarhúss í íbúðarhús að Efri-Rauðalæk nr. 2557866.

Sveitarstjórn samþykkti erindið fyrir sitt leyti.

10. Álfasteinn viðbygging, verksamningur

Lagður fram verksamningur við ÁK-smíði ehf. kt. 450404-2840 vegna viðbyggingar við leikskólann Álfastein.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

11. Sorphirða og förgun úrgangs, samningur

Lögð fram drög að tímabundnum samningi til 30.6.2021 við Terra norðurland ehf kt. 481287-1039.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

12.Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2020

Lögð fram tillaga að viðauka 02 við fjárhagsáætlun 2020.

Sveitarstjórn samþykkti viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2020, sem hefur auðkennið 02/2020, og gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 11.398 þús.kr. og handbært fé í árslok verði 33.560 þús.kr.

13. Kjörskrá vegna forsetakosninga

Lögð fram kjörskrá fyrir Hörgársveit vegna forsetakosninga 27. júní 2020.

Sveitarstjórn samþykkti framlagða kjörskrá. Sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga 27.júní nk.  í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

14. Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar frá 11.6.2020

Fundargerðin lögð fram ásamt fundargerð frá fundi með sveitarstjórum aðildarsveitar-félaganna en þar var m.a. kynnt kostnaðaráætlun fyrir skólaveturinn 2020-2021 sem og ársreikingur skólans 2019.

15.  Erindi frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Erindið lagt fram en þar óskar ráðherra eftir umsögn sveitarfélagsins er varðar það hvort rétt sé að takmarka eða banna fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í sjókvíum í Eyjafirði innan línu sem dregin verði frá Siglunesi að Bjarnarfjalli.

Sveitarstjórn Hörgársveitar lýsir þeirri skoðun sinni að banna skuli fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í sjókvíum í Eyjafirði innan línu sem dregin verði frá Siglunesi að Bjarnarfjalli. Sveitarstjórn Hörgársveitar bendir á að í Eyjafirði eru friðlýstar náttúruminjar sem eru einstakar á heimsmælikvarða. Jafnframt skorar sveitarstjórn á stjórnvöld að unnið verði strandsvæðaskipulag af öllum firðinum með aðkomu allra sveitarfélaga við fjörðinn.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 15:20