Sveitarstjórn, fundur nr 115

28.05.2020 15:30

Sveitarstjórn Hörgársveitar

115. fundur

Fundargerð

Fimmtudaginn 28. maí 2020 kl.15:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, María Albína Tryggvadóttir og Jónas Þór Jónasson

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1. Ársreikningur Hörgársveitar 2019, síðari umræða

Lagður fram ársreikningur fyrir árið 2019 en hann var til fyrri umræðu í sveitarstjórn 26. mars 2020. Þá var lögð fram endurskoðunarskýrsla, ásamt staðfestingarbréfi. 

Samkvæmt ársreikningi 2019 urðu rekstrartekjur alls 764,8 millj. kr. og rekstrargjöld 697,3 millj. kr. á árinu 2019. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 5,1 millj. kr.  Heildarrekstrarniðurstaða á árinu varð því jákvæð upp á 62,4 millj. kr.

Eigið fé í árslok er 740,3 millj. kr. Veltufé frá rekstri á árinu var 80,4 millj. kr.

Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum var 114,9 millj. kr. og skuldir og skuldbindingar hækkuðu um kr. 31,3 millj á árinu og eru skuldir í árslok 30,7% af tekjum. Handbært fé í árslok var 117,4 millj. kr. og jókst um 31,2 millj. kr. milli ára.

Aðalheiður Eiríksdóttir og Rúnar Bjarnason endurskoðandi frá PriceWaterhouseCoopers komu á fundinn, fóru yfir ársreikninginn og svörðu fyrirspurnum um hann.

Sveitarstjórn samþykkti ársreikning Hörgársveitar fyrir árið 2019 og staðfesti hann með undirritun sinni.

2. Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar frá 19.5.2020

Fundargerðin lögð fram ásamt fylgigögnum og þarfnast 4 mál afgreiðslu sveitar-stjórnar.

a) Í 3. lið, sæludagurinn

Sveitarstjórn samþykkti tillögu nefndarinnar um að sæludagurinn verði ekki haldinn í ár. Stefnt verði að því hann verði haldinn að nýju á árinu 2021.

b) Í 6. lið Amtsmannssetrið á Möðruvöllum

Sveitarstjórn samþykkti að gerður verði samningur við Amtsmannssetrið vegna ársins 2020 með fjárstyrk að upphæð kr. 350.000,- enda liggi fyrir ársuppgjör 2019 ásamt aðalfundargerð.

c) Í 7. lið Verksmiðjan Hjalteyri

Sveitarstjórn samþykkti að gerður verði samningur við Verksmiðjuna vegna ársins 2020 með fjárstyrk að upphæð kr. 500.000,- enda liggi fyrir ársuppgjör 2019 ásamt aðalfundargerð.

d) Í 8. lið Hjalteyri ehf – verkefni

Hjalteyri ehf boðaði nefndina og sveitarstjórn til kynningarfundar þar sem kynnt voru áform um aukna starfsemi á Hjalteyri.  Lögð fram tvö erindi frá Hjalteyri ehf til sveitarstjórnar er málið varðar ásamt tillögum að útfærslu á verkefninu.

Sveitarstjórn lýsir vilja sínum til þess að vinna með félaginu að framgangi verkefnisins, og gefa út viljayfirlýsingu um slíkt samstarf ef þurfa þykir.

3. Fundargerð fræðslunefndar frá 26.5.2020

Fundargerðin lögð fram ásamt fylgigögnum og þarfnast 2 mál afgreiðslu sveitar-stjórnar.

a) Í 1. lið skólastefna Hörgársveitar

Lögð fram lokadrög að skólastefnu Hörgársveitar og þakkar sveitarstjórn fræðslunefnd og skólastjórnendum fyrir góða vinnu.

Sveitarstjórn samþykkti skólastefnu Hörgársveitar og felur sveitarstjóra að sjá til þess að hún fái almenna kynningu.

b) Í 2. lið skóladagatöl Álfasteins og Þelamerkurskóla 2020-2021

Lagðar voru fram tillögur að skóladagatölum beggja skóla.

Sveitarstjórn samþykkti skóladagatöl Þelamerkurskóla og leikskólans Álfasteins 2020-2021 eins og þau liggja fyrir.

4. Fundargerð fjallskilanefndar frá 27.5.2020

Fundargerðin lögð fram ásamt fylgigögnum og þarfnast 1 liður afgreiðslu sveitar-stjórnar.

a)  Í 3. lið umsóknir um heimild til uppreksturs annarra en eiganda viðk. lands

Lagður fram listi yfir framkomnar umsóknir um heimild til uppreksturs.

Sveitarstjórn samþykkti að veita leyfi fyrir hagagöngu til eins árs á grundvelli    fyrirliggjandi umsókna enda liggi fyrir samþykki viðkomandi landeiganda. Þá liggi fyrir mat fulltrúa Landgræðslu ríkisins á þoli hlutaðeigandi jarða.

5. Fundargerð aðalfundar SBE - samþykktarbreyting

Fundargerðin lögð fram sem og tillaga að viðauka við samþykktir embættisins.

Sveitarstjórn samþykkti viðauka við samþykktir embættisins sbr. fundarlið nr. 3.

6. Fundargerðir stjórnar SSNE frá 6.5.2020 og fundar með þingmönnum og sveitarstjórum frá 15.5.2020

Fundargerðirnar lagðar fram.

7. Fundargerð aðalfundar AFE frá 20.5.2020

Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð aðalfundar Hafnarsamlags Norðurlands frá 13.5.2020

Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 8.5. og 20.5. 2020

Fundargerðirnar lagðar fram.

10. Sambandi íslenskra sveitarfélaga, yfirlit um aðgerðir vegna covid-19

Yfirlitið lagt fram.

11. Lánasjóður sveitarfélaga, aðalfundarboð

Aðalfundarboðið lagt fram.

12. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um fjárhagsstöðu sveitar-félaga

Erindið lagt fram.

13. Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

Erindið lagt fram.

14. Fiskeldi í Eyjafirði

Lögð fram erindi sem borist hafa og málið varða:

a)    Frá 20 ferðaþjónstuaðilum við Eyjafjörð þar sem fiskeldi í Eyjafirði er mótmælt.

b)    Frá 119 landeigendum við Eyjafjörð og í Þingeyjarsveit þar sem fiskeldi í sjókvíum í Eyjafirði er mótmælt.

c)     Frá Veiðifélagi Fnjóskár og Stangveiðifélaginu Flúðum fyrir hönd veiðifélaga við Eyjafjörð og nágrenni þar sem fiskeldi í Eyjafirði er mótmælt.

d)    Frá SSNE þar sem kynntar eru bréfaskriftir við Hafrannsóknarstofnun vegna málsins.

e)    Frá Fjallabyggð þar sem kynnt er bókun bæjarráðs vegna málsins.

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi líkt og margir aðrir firðir. Sveitarstjórn Hörgársveitar bendir á að í Eyjafirði eru friðlýstar náttúruminjar sem eru einstakar á heimsmælikvarða. Jafnframt skorar sveitarstjórn á stjórnvöld að unnið verði strandsvæðaskipulag af öllum firðinum með aðkomu allra sveitarfélaga við fjörðinn.

15. Samningur um refaveiðar

Lögð fram drög að samningi við Umhverfisstofnun varðandi refaveiðar í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

16. Erindi frá ábúanda í Baldursheimi

Erindið sem fjallar um fjallsgirðingar lagt fram.

Sveitarstjórn samþykkti að leita lausna með landeigendum með aðkomu sveitarfélagsins.

17. Erindi frá íbúa í Engimýri

Erindið sem fjallar um girðingamál, snjómokstur, vegamál og úrgangsmál lagt fram.

Sveitarstjórn samþykkti að sveitarstjóri svari erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

18. Erindi frá íbúa í Birkihlíð 1

Erindið sem fjallar um frágang á lóðamörkum, hávaða frá umferð og snjósöfnunar-svæði lagt fram.

Sveitarstjórn samþykkti að þau verkefni sem um er rætt verði framkvæmd í samræmi við samþykkt deiliskipulag.

19. Erindi frá íbúum í Birkihlíð 3

Erindið sem fjallar um lóðamál vegna framkvæmda lagt fram.

Sveitarstjórn samþykkti að áfram verði fylgst með stöðu jarðvegs með mælingum eins og gert hefur verið.  Unnið verði að því í sumar að drena jarðveg ofan Skógarhlíðar til að minnka jarðvatn á svæðinu.

20. Rekstur og framkvæmdir

Farið yfir stöðu rekstrar og framkvæmda.  Lagt fram yfirlit yfir niðurstöðu útboðs vegna verklegra framkvæmda við gerð viðbyggingar við leikskólann Álfastein.

Sveitarstjórn samþykkti að ganga til samninga við lægstbjóðanda ÁK-smíði ehf. um verkið.

21. Trúnaðarmál

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 19:10