Sveitarstjórn, fundur nr 112

16.03.2020 13:00

Sveitarstjórn Hörgársveitar

112. fundur

Fundargerð

Mánudaginn 16. mars 2020 kl.13:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti (í gegnum fjarfundarbúnað), Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, María Albína Tryggvadóttir og Jónas Þór Jónasson

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1. Takmörkun á starfi leik- og grunnskóla vegna farsóttar

Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skólastjóri Þelamerkurskóla og Hugrún Ósk Hermannsdóttir leikskólastjóri Álfasteins mættu á fundinn og lögðu fram aðgerðaráætlanir leik- og grunnskóla vegna starfsemi skólanna næstu daga og vikur.  Aðgerðaráætlanirnar eru í samræmi við auglýsingu frá Heilbrigðisráðherra frá 13.3.2020 um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar.

Áætlanirnar ræddar og yfirfarnar.

Sveitarstjórn samþykkti aðgerðaráætlanirnar og að þær verði kynntar nemendum og foreldrum.

2. Skipulag annarrar starfsemi sveitarfélagsins í samkomubanni

Rætt var með hvaða hætti hægt væri að halda skipulagi á annari starfsemi sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkti að tónlistarkennsla falli niður í þessari viku.  Skoðað verði hvort hægt verði að halda tónlistarkennslu áfram eftir það í breyttu formi.  Sundlaug og útleiga á íþróttasal verði opin að óbreyttu með aðgerðaráætlun um þær takmarkanir sem felast í samkomubanni. Skrifstofu sveitarfélagsins verði lokað og þjónusta hennar fari alfarið í gegnum síma og tölvupóst. Skipulag heimaþjónustu og starfsemi þjónustumiðstöðvar verði takmarkaðar í takt við fyrirmæli yfirvalda um takmarkanir á starfsemi.

Þá samþykkti sveitarstjórn að öllum nefndarfundum á vegum sveitarfélagsins verði frestað um óákveðinn tíma og næsti fundur sveitarstjórnar verði mögulega haldinn í  gegnum fjarfundarbúnað.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl.  14:50