Sveitarstjórn, fundur nr. 11

09.03.2011 20:00

Miðvikudaginn 9. mars 2011 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Þór Helgason, Helgi Bjarni Steinsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.

 

Þetta gerðist:

 

1. Fundargerðir samvinnunefndar um svæðisskipulag, 17. janúar og 7. febrúar 2011

Fyrri fundargerðin er í þremur liðum og sú síðari er í fjórum liðum.

Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

2. Þelamerkurskóli, útboð skólaaksturs

Umræður fóru fram um útboð á skólaakstri í Þelamerkurskóla fyrir skólaárin 2011-2012 og 2012-2013.

Sveitarstjórn samþykkti að skólaakstur í Þelamerkurskóla fyrir skólaárin 2011-2012 og 2012-2013 verði boðinn út skv. fyrirliggjandi verklýsingu og að tilboðsfrestur verði til 7. apríl 2011.

 

3. Þelamerkurskóli, gerð deiliskipulags

Lögð fram greinargerð frá Ómari Ívarssyni hjá X2 hönnun - skipulag ehf. um gerð deiliskipulags fyrir skólasvæðið, sbr. fundargerð sveitarstjórnarfundar 16. febrúar 2011, 2. dagskrárliður.

Sveitarstjórn samþykkti að samið verði við X2 hönnun - skipulag ehf. um gerð deiliskipulags fyrir svæðið umhverfis Þelamerkurskóla á grundvelli framlagðrar greinargerðar um málið.

 

4. Grund, landskipti

Með vísan til samþykktar sveitarstjórnar 16. febrúar 2011 varðandi ósk um viðræður um kaup á jörðinni Grund voru lögð fram drög að landskiptagerð jarðarinnar, sbr. IV. kafla jarðalaga nr. 81/2004 og afstöðumynd sem sýnir fyrirhugaða skiptingu jarðarinnar.

Sveitarstjórn samþykkti að jörðinni Grund verði skipt um Ólafsfjarðarveg í tvo hluta, sbr. framlögð drög að landskiptagerð.

 

5. Orkusjóður, styrkveiting til jarðhitaleitar

Bréf, dags. 21. febrúar 2011, frá Orkusjóði, þar sem gerð er grein fyrir styrkveitingu frá Orkuráði að fjárhæð 5 millj. kr. til jarðhitaleitar í Hörgárdal og Öxnadal. Þá var lagt fram bréf, dags. 8. mars 2011, frá Norðurorku hf. þar sem lýst er vilja til samstarfs við Hörgársveit um málið.

Sveitarstjórn samþykkti að gerður verði samningur við Norðurorku hf. um jarðhitarannsóknir í Hörgárdal og Öxnadal á grundvelli framlagðra bréfa frá Orkusjóði og Norðurorku hf.

 

6. Syðri-Bakki, verðmat

Tölvubréf, dags. 21. febrúar 2011, frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu þar sem brugðist er við samþykkt sveitarstjórnar frá 17. nóvember 2010 um verðmat Syðri-Bakka.

Sveitarstjórn samþykkti að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.

 

7. Ós, leiga lands

Bréf, dags. 19. febrúar 2011, frá Þórði Þórðarsyni þar sem óskað er eftir viðræðum um leigu á landspildu úr landi Óss.

Sveitarstjórn samþykkti að hafna erindinu.

 

8. Reglur um greiðslur vegna vistunar í heimahúsum

Lögð fram drög að reglum um greiðslur vegna vistunar barna í heimahúsum. Reglunum er ætlað að leysa af hólmi (1) afgreiðslur sveitarstjórnar á umsóknum um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og (2) reglur um “barnastyrki” sem giltu í Arnarneshreppi.

Sveitarstjórn samþykkti framlagðar reglur um greiðslur vegna vistunar barna i heimahúsum.

 

9. Jónasarlundur

Bréf, dags. 23. febrúar 2011, frá Þorsteini Rútssyni, um málefni Jónasarlunds í Öxnadal, þar sem m.a. er vakin athygli á að kosning í stjórn lundsins hefur ekki farið fram frá upphafi kjörtímabils sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn samþykkti að kjósa Þorstein Rútsson, Sigríði Svavarsdóttur og Helga Þór Helgason í stjórn Jónasarlunds á yfirstandandi kjörtímabili.

 

10. Gásakaupstaður ses., aðalfundarboð

Lagt fram aðalfundarboð Gásakaupstaðar ses. Aðalfundurinn verður haldinn 30. mars 2011.

Sveitarstjórn samþykkti að Guðmundur Sigvaldason fari með umboð Hörgársveitar á aðalfundi Gásakaupstaðar ses. 30. mars 2011.

 

11. Norðurorka hf., aðalfundarboð

Lagt fram aðalfundarboð Norðurorku hf. Aðalfundurinn verður haldinn 18. mars 2011.

Sveitarstjórn samþykkti að Hanna Rósa Sveinsdóttir fari með umboð Hörgársveitar á aðalfundi Norðurorku hf. 18. mars 2011.

 

12. Málefni tónlistarskóla í landinu

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 11. febrúar 2011, frá Félagi tónlistarskólakennara o.fl. með ályktun mótmælafundarins “Samstaða um framhald tónlistarskólanna”.

 

13. Félag leikskólakennara, þróun leikskólastarfs

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 22. febrúar 2011, frá Félagi leikskólakennara þar sem lýst er þungum áhyggjum af þróun leikskólastarfs vegns gríðarlegs niðurskurðar.

 

14. Lánasjóður sveitarfélaga, auglýsing eftir framboðum í stjórn

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 23. febrúar 2011, frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðsins.

 

15. Umboðsmaður barna, um niðurskurð sem bitnar börnum

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 2. mars 2011, frá Umboðsmanni barna þar sem lýst er verulegum áhyggjum “af þeim niðurskurði sem átt hefur sér stað og er fyrirhugaður hjá sveitarfélögum landsins”.

 

16. Umhverfisstofnun, lok minkaveiðiátaks

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 7. mars 2011, frá Umhverfisstofnun um lok minkaveiðiátaks sem stóð yfir í Eyjafirði og á Snæfellsnesi á árinu 2007-2010.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 23:00.