Sveitarstjórn, fundur nr 108

28.11.2019 16:00

Sveitarstjórn Hörgársveitar

108. fundur

Fundargerð

Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 kl.16:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Jónas Þór Jónasson og María Albína Tryggvadóttir.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1. Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar frá 20.11.2019

Fundargerðin lögð fram og þarfnast tveir liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) í 2. lið. Sveitarstjórn samykkir að gerður verði styrktarsamningur 2019-2020 að upphæð kr. 400.000, - á ári við Menningarfélagið Hraun í Öxnadal.

b) í 3. lið:Sveitarstjórn samþykkti að fulltrúi nefndarinnar og sveitarstjórnar ásamt sveitarstjóra fundi með fulltrúum Leikfélags Hörgdæla vegna framkvæmda- og viðhaldskostnaðar á félagsheimili félagsins að Melum.

2. Fundargerð félagsmála- og jafnréttisnefndar frá 25.11.2019

Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð fræðslunefndar frá 26.11.2019

Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð rekstrar- og framkvæmdanefndar frá 19.11.2019

Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð byggingarnefndar frá 8.11.2019

Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð HNE frá 6.11.2019

Fundargerðin lögð fram.

7. Byggingarfulltrúi Eyjafjarðar, útgáfa byggingarleyfa

Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi mætti á fundinn og kynnti hugmyndir að breytingum á málsmeðferð við útgáfu byggingarleyfa.

Fyrri umræða um tillögu að samþykkt um niðurfellingu sameiginlegrar byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis og samþykktar um afgreiðslur nefndarinnar

1. gr.

Sameiginleg byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis skal lögð niður.

2 gr.

Samþykkt um afgreiðslur sameiginlegrar byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis, birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 17. apríl 2013, nr. 420/2013, skal felld niður.

3. gr.

Samþykkt þessi tekur gildi þegar öll samstarfssveitarfélögin hafa samþykkt hana og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa tillögunni til síðari umræðu.

8. Skipurit sveitarfélagsins

Lögð fram tillaga að skipuriti fyrir Hörgársveit.

Sveitarstjórn samþykkti skipuritið.

9. Húsnæði heimavistar, viljayfirlýsing

Lögð fram viljayfirlýsing sem undirrituð hefur verið af félags- og barnamálaráðherra og sveitarstjóra þar sem lýst er vilja til samstarfs við að breyta húsnæði í heimavist Þelamerkurskóla í hagkvæmt íbúðarhúsnæði.  Einnig kemur þar fram að Íbúðalánasjóður hefur veitt þriggja milljón króna hönnunarstyrk í verkefnið.

Sveitarstjórn samþykkti að ganga til samninga við Íbúðalánasjóð um frekari framgang málsins.

10. Skipulag sorphirðu, samningar

Lagðar fram tillögur að fyrirkomulagi á söfnun lífræns úrgangs sem og samningar um sorphirðu sem í gildi eru.

Sveitarstjórn samþykkti að taka upp söfnun lífræns úrgangs samkvæmt tillögunni í þéttbýlinu Lónsbakka frá og með 15.desember 2019.

Sveitarstjórn samþykkti að segja upp samningi um sorphirðu í Hörgársveit dags. 27.10.2009 og samningi við sömu aðila um móttöku, umhleðslu og akstur úrgangs til urðunar auk móttöku og meðhöndlunar endurvinnsluefna dags. 28.02.2011, frá og með 30.11.2019 þannig að þeim ljúki 31. maí 2020 samkvæmt ákvæðum þeirra.

11. Félagsmála- og jafnréttisnefnd, skipun eins aðalmanns

Skipun aðalmanns í nefndina fyrir Sigmar Ara Valdimarsson sem fluttur er úr sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn samþykkti að skipa Ingibjörgu Stellu Bjarnadóttur sem aðalmann í félagsmála- og jafnréttisnefnd og Ástu Júlíu Aðalsteinsdóttur til vara.

12. Glæsibær, viljayfirlýsing

Lögð voru fram drög að viljayfirlýsingu sem fjallar um með hvaða hætti stefnt er að því að ljúka skipulagsmálum í landi Glæsibæjar vegna íbúabyggðar og efnistökusvæðis á vormánuðum 2020.

Sveitarstjórn samþykkti viljayfirlýsinguna með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

13. Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2019

Lögð fram tillaga að viðauka 04 við fjárhagsáætlun 2019.

Sveitarstjórn samþykkti viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2019, sem hefur auðkennið 04/2019, og gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 63.840 þús.kr. og handbært fé í árslok verði 121.642 þús.kr.

14. Gjaldskrár 2020

a) Rætt um álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2020.

Sveitarstjórn samþykkti að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2020 verði óbreytt 14,52%.

b) Rætt um álagningarreglur fasteignagjalda fyrir árið 2020 og drög að afsláttarreglum fasteignaskatts vegna elli- og örorkulífeyrisþega.

Sveitarstjórn samþykkti að álagningarhlutfall fasteignaskatts fyrir árið 2020 skv. a-lið verði 0,40%, skv. b-lið 1,32% og skv. c-lið 1,40% af fasteignamati.

Þá samþykkti sveitarstjórn að 2. gr. gjaldskrár fráveitna í Hörgársveit verði þannig að holræsagjald fráveitu á Hjalteyri og á skipulögðum atvinnusvæðum verði 0,18% og ennfremur að vatnsgjald Vatnsveitu Hjalteyrar verði kr. 12.670,- á hverja íbúð og hvert frístundahús.  Rotþróargjöld verði eftir stærðum rotþróa.

Fráveitugjald og vatnsgjald í þéttbýlinu við Lónsbakka verði samkvæmt gjaldskrá Norðurorku.

Sorphirðugjald heimila verði kr. 58.100,- sorphirðugjald frístundahúsa verði kr. 18.100,- enda sé þjónusta þar ekki veitt á vetrum, sorphirðugjald vegna búrekstrar verði 110,- kr. fyrir hverja sauðkind, 630,- kr. fyrir hvern nautgrip, 450,- kr. fyrir hvert hross og 615,- kr. fyrir hvert svín.

Framlögð drög að reglum um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti voru samþykkt af sveitarstjórn. Þær gera ráð fyrir að tekjumörk afsláttar fyrir einstaklinga verði í þrepum frá kr. 3.525.000,- til kr. 5.343.000,- og fyrir samskattaða í þrepum frá kr. 5.181.000,- til kr. 7.113.000,-.

c) Rætt um aðrar gjaldskrár fyrir árið 2020

Sveitarstjórn samþykkti að frá 1. janúar 2020 kosti hver klst. í vistun í Álfasteini 3.880- kr. á mánuði og að fullt fæði í leikskóla kosti 8.575,- kr. á mánuði.

Afsláttarreglur í leikskóla verði:

Námsmannaafsláttur                                                  25%

Systkinaafsláttur (2. barn)                                          30%

Systkinaafsláttur (3. barn)                                          60%

Systkinaafsláttur (4. barn)                                         100%

Afsláttur einstæðra foreldra                                        50%

Mötuneytisgjald í Þelamerkurskóla verði 710,- kr. á dag. Aðrar gjaldskrár fyrir útleigu á húsnæði og húsbúnaði í Þelamerkurskóla hækki í samræmi við áætlaðar hækkanir í fjárhagsáætlun 2020 sem eru að hámarki 2,5% milli áranna 2019 og 2020.

Sveitarstjórn samþykkti að á árinu 2020 verði stakt gjald fyrir fullorðinn í sund kr. 975,-. Aðrar breytingar verði ekki á gjaldskrá íþróttamiðstöðvar. Þá samþykkti sveitarstjórn að á árinu 2020 eigi íbúar sveitarfélagsins og fastráðnir starfsmenn sveitarfélagsins kost á sundkorti án greiðslu, með sama hætti og á árinu 2019.

Sveitarstjórn samþykkti að styrkur til niðurgreiðslu þátttökugjalda barna 5 til 16 ára í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi verði kr. 40.000,- fyrir árið 2020.

15. Trúnaðarmál

 

 Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 20:15