Sveitarstjórn, fundur nr 107

31.10.2019 15:30

Sveitarstjórn Hörgársveitar

107. fundur

Fundargerð

Fimmtudaginn 31. október 2019 kl.15:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla. 

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Jónas Þór Jónasson og María Albína Tryggvadóttir.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist: 

1. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 29.10.2019

Fundargerðin sem er í tólf liðum lögð fram ásamt fylgigögnum. 9 liðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í 1.lið, aðalskipulagsbreyting, skipulagslýsing

Sveitarstjórn samþykkti að unnin verði breytingartillaga á grundvelli umsagna sem tekur til efnistökuskilmála í Hörgá, efnistöku á Hlöðum, íbúaspár, fráveitu frá Lónsbakka, skógræktarsvæða og breytinga er varðar Hörgárdalsveg og að tillögunni verði vísað í lögformlegt kynningar- og auglýsingarferli skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

b) Í 2.lið, Hjalteyrarlögn, umsókn Norðurorku um framkvæmdaleyfi

Sveitarstjórn samþykkti að framkvæmdaleyfið verði veitt.

c) Í 3.lið, Ós umsókn um stöðuleyfi fyrir gám samkvæmt uppdrætti

Sveitarstjórn samþykkti að stöðuleyfið verði veitt.

d) Í 4.lið, Garðshorn umsókn um heimild fyrir byggingareit samkvæmt uppdrætti

Sveitarstjórn samþykkti erindið.

e) Í 5.lið, Hörgárdalsvegur, erindi frá Vegagerðinni vegna reiðvegar

Sveitarstjórn samþykkti að með aðalskipulagsbreytingu verði gert ráð fyrir reiðvegi samhliða væntanlegu vegstæði, austan vegar.

f) Í 6.lið, Lækjarvellir 7, ósk um breytingu á deiliskipulagi

Sveitarstjórn samþykkti erindið og að unnin verði breytingartillaga á grunvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Breytingin telst óveruleg með hliðsjón af viðmiðum í gr. 5.8.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og skal breytingartillögunni því vísað í grenndarkynningu. Samþykktin er skilyrt við það að bæði húsin sem tilgreind eru í umsókn verði reist samtímis og að breytingin verði ekki fordæmisgefandi fyrir aðrar lóðir á skipulagssvæðinu.

g) Í 7.lið, kaffihús Hjalteyri, erindi þar sem sótt er um að skipulagsskilmálum lóðarinnar verði breytt þannig að hægt verði að breyta húsnæðinu úr atvinnuhúsnæði yfir í íbúðarhúsnæði.

Sveitarstjórn samþykkti að hafna erindinu.

h) Í 9.lið, umhverfisstefna Hörgársveitar

Sveitarstjórn samþykkti að fela skipulags- og umhverfisnefnd gerð umhverfisstefnu fyrir Hörgársveit.

i) Í 10.lið, söfnun á lífrænum úrgangi

Sveitarstjórn samþykkti að stefnt verði að söfnun á lifrænum úrgangi jafnhliða sorpsöfnun með áherslu á söfnun í þéttbýli sem fyrstu skref.

2. Fundargerð Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar frá 8.10.2019

Fundargerðin lögð fram ásamt drögum að samkomulagi um sameiningu. Sveitarstjórn samþykkti sameiningu Almannavarnanefnda Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslu. Einnig samþykkti sveitarstjórnin fyrir sitt leyti árgjald vegna 2020, kr. 190,- pr. íbúa.

3. Fundargerð Norðurorku frá 11.9.2019

Fundargerðin lögð fram.

4. Jafnlaunavottun tilboð

Lögð fram tilboð frá fjórum aðilum í ráðgjöf vegna jafnlaunavottunar og launagreiningar annars vegar og úttekta og vottunar hinsvegar.

Sveitarstjórn samþykkti að taka tilboði frá Attentus í ráðgjöf vegna jafnlaunavottunar og launagreiningar og frá Versa vottun vegna úttekta og vottunar.

5. Landsnet, stofnun verkefnaráðs, tilnefning fulltrúa

Lagt fram erindi frá Landsnet þar sem óskað er eftir tilnefningu Hörgársveitar í verkefnaráð vegna Blöndulínu 3.

Sveitarstjórn samþykkti að Ásrún Árnadóttir og Jónas Þór Jónasson verði fulltrúar Hörgársveitar í verkefnaráðinu.

6. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, umsókn um rekstrarleyfi, Lónsbakki

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gististað án veitinga að Lónsá.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að rekstrarleyfið verði veitt.

7. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, umsókn um rekstrarleyfi, Engimýri lll

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir

gististað með veitingum en þó ekki áfengisveitingum, að Engimýri lll.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að rekstrarleyfið verði veitt.

8. Fjárhagsáætlun 2020 -2023, fyrri umræða

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2020 og yfirlit rekstraráætlana fyrir árin 2020-2023.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun áranna 2020-2023 til síðari umræðu.

9. Engimýri 2, ósk um umsögn vegna umsóknar um lögbýlisrétt

Lagt fram erindi ásamt fylgigögnum.

Sveitarstjórn samþykkti að Hörgársveit fallist á lögbýlisskráningu að Engimýri 2, landnúmer 197155 fyrir sitt leyti.

10. Trúnaðarmál

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 17:45