Sveitarstjórn, fundur nr 106

26.09.2019 15:30

Sveitarstjórn Hörgársveitar

106. fundur

Fundargerð

Fimmtudaginn 25. september 2019 kl.15:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Jónas Þór Jónasson og María Albína Tryggvadóttir.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1. Uppbygging Glæsibæ – drög að viljayfirlýsingu

Lögð fram drög að viljayfirlýsingu. Ólafur Rúnar Ólafsson lögfræðingur sveitarfélagsins mætti á fundinn og fór yfir málin með sveitarstjórn.

Sveitarstjórn samþykkti eftir umræður á fundinum að málið verði unnið áfram og stefnt að því að tillaga að viljayfirlýsingu verði lögð fram á næsta fundi.

2. Lausaganga búfjár

Lagt fram minnisblað sem Ólafur Rúnar Ólafsson lögfræðingur sveitarfélagsins hefur tekið saman um málið og fór yfir með sveitarstjórn.

Sveitarstjórn samþykkti að unnar verði tillögur um hert skipulag á lausagöngu búfjár og þær verði kynntar íbúum og þeim gefinn kostur á að koma með athugasemdir, tillögur og umsagnir.

3. Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar frá 12.9.2019

Fundargerðin sem er í 5 liðum lögð fram.

4. Fundargerð fræðslunefndar frá 24.9.2019

Fundargerðin sem er í 6 liðum lögð fram og þarfnast 2 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar:

a)    Í 3.lið, stytting vinnuviku starfsmanna Álfasteins.

Sveitarstjórn samþykkti að fresta umræðu um styttingu vinnuviku þar til niðurstaða kjarasamninga liggur fyrir. 

b)    Í 4.lið, samráðsfundir starfsfólks Álfasteins.

Sveitarstjórn samþykkti að auka tíma til samráðsfunda um 8 tíma á ári.

5. Fundargerð byggingarnefndar frá 117. fundi

Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð stjórnar Hafnarsamlags frá 243. fundi

Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð aðalfundar SBE frá 17.9.2019

Fundargerðin lögð fram ásamt ársreikningi 2018.

8. Kosning fulltrúa í atvinnu- og menningarnefnd

Lagt fram erindi frá Bernharð Arnarsyni með afsögn úr nefndinni vegna brottflutnings úr sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn samþykkti að Líney Emma Jónsdóttir verði aðalmaður í atvinnu- og menningarnefnd og Sigríður Guðmundsdóttir verði varamaður.

9. Hitaveita í Hörgársveit, samstarf með Norðurorku

Lagt fram tilboð frá Eflu verkfræðistofu í vinnu við hagkvæmniathugun við lagningu hitaveitu víðar í sveitarfélaginu, en verkefnið er samstarfsverkefni Norðurorku og Hörgársveitar og verður unnið á fyrstu mánuðum næsta árs.

Sveitarstjórn samþykkti tilboðið.

10. Jafnlaunavottun

Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er varðar málið.  Rætt um tilhögun vinnu við vottunina sem þarf að ljúka fyrir 31. desember 2019.

Sveitarstjórn samþykkti að eiga samstarf við Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp og Svalbarðsstrandarhrepp um verkefnið og leita sameiginlegs tilboðs í það frá sérfræðingum og vottunaraðilum.

11. Húsnæðisáætlun Hörgársveitar, síðari umræða

Húsnæðisáætlun Hörgársveitar lögð fram og yfirfarin eftir breytingar frá fyrri umræðu

Sveitarstjórn samþykkti húsnæðisáætlun Hörgársveitar 2019-2027 og fól sveitarstjóra að kynna hana viðkomandi aðilum og á heimasíðu sveitarfélagsins.

12. Jarðgöng undir Tröllaskaga

Lagt fram erindi frá Ólafi Jónssyni á Akureyri þar sem hann lýsir áhuga sínum á því að komið verði á  laggirnar verkefnahópi sem myndi skoða möguleika á tvennum jarðgöngum, úr Hörgárdal í Skíðadal og þaðan yfir í Kolbeinsdal í Skagafirði.

Erindið lagt fram.

13. Reynihlíð 14-18, samningur um lóðir og byggingaframkvæmdir, viðauki

Lagður fram viðauki við samning frá 15.2.2019, er varðar breytingar á dagsetningum á greiðslum gatnagerðargjalda.

Sveitarstjórn samþykkti viðaukann.

14. Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2019

Lögð fram tillaga að viðauka 03 við fjárhagsáætlun 2019.

Sveitarstjórn samþykkti viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2019, sem hefur auðkennið 03/2019, og gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 51.451 þús.kr. og handbært fé í árslok verði 105.937 þús.kr.

15. Erindi Umhverfisstofnunar, tilnefning

Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar þar sem óskað er eftir að Hörgársveit tilnefni fulltrúa í starfshóp vegna gerðar stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir hverastrýtur í Eyjafirði.

Sveitarstjórn samþykkti að Axel Grettisson verði fulltrúi Hörgársveitar í starfshópnum.

16. Árshátíð félaganna í Hörgársveit, umsókn um styrk

Lagt fram erindi frá félögum í sveitarfélaginu þar sem óskað er eftir styrk til greiðslu húsaleigu á árshátíð félaganna.

Sveitarstjórn samþykkti erindið.

17. Fjárhagsáætlun 2020

Umræður um gerð fjárhagsáætlunar 2020.

18. Trúnaðarmál

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 19:45