Sveitarstjórn, fundur nr 105

22.08.2019 16:00

Sveitarstjórn Hörgársveitar

105. fundur

Fundargerð

Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 kl.16:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Jónas Þór Jónasson og María Albína Tryggvadóttir.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

Vignir Sigurðsson og Eydís Ösp Eyþórsdóttir mættu á fundinn og tóku sæti Ásrúnar Árnadóttur og Jóns Þórs Benediktssonar.

1. Samningar um skólaakstur 2019-2021

Lagðir fram samningar um skólaakstur 2019-2021 sem byggja á niðurstöðu útboðs.

Sveitarstjórn vill árétta að tryggt verði að auk þess sem bifreiðarstjórar hafi tilskilin leyfi og vera reyndir ökumenn hafi þeir hreint sakavottorð.

Jafnframt lagður fram listi sem sveitarstjórn barst með nöfnum 12 foreldra varðandi málið.

Sveitarstjórn samþykkti samningana.

Ásrún Árnadóttir og Jón Þór Benediktsson komu til fundar og véku Vignir Sigurðsson og Eydís Ösp Eyþórsdóttir af fundi.

2.  Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 20.8.2019

Fundargerðin sem er í fimmtán liðum lögð fram ásamt fundargögnum. 12 liðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í 1.lið, Glæsibær, skipulag

Farið var yfir stöðu mála eftir fund með landeigendum. Lögð fram til kynningar, drög að minnisblaði um þróun og uppbyggingu í landi Glæsibæjar.

Sveitarstjórn  samþykkti að áfram verði unnið að samningum við landeigendur um uppbyggingu og þjónustu.  Lögð verði áhersla á að aðalskipulagsbreyting verði í tveimur aðskildum áföngum með vísan til umsagnar svæðisskipulagsnefndar og Skipulags-stofnunar.

b) Í 2.lið, Bitra, erindi vegna landskipta

Lagt fram erindi ásamt uppdrætti þar sem óskað er eftir heimild til að stofna lóðir út úr Bitru, lnr.152462.

Sveitarstjórn samþykkti að heimila samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti að:

a)    Stækka lóð nr. 179822 úr 3.330 m2 í 7.133 m2 sem fái nafnið Bitra 4

b)    Stofna nýja lóð að stærð 5.359 m2 sem fái nafnið Bitra 5

c)     Stofna nýja lóð að stærð 7.144 m2 sem fái nafnið Bitra 3.

Bent er á að reglugerð um eldishús nr. 520/2015 setur byggingarheimildum skorður á umræddri landareign.

c) Í 3.lið, Skógar, erindi vegna landskipta

Lagt fram erindi ásamt uppdrætti þar sem óskað er eftir heimild til að stofna nýjar lóðir út úr Skógum, lnr.152536.

Sveitarstjórn samþykkti að heimila samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti að:

a)    Stofna nýja lóð að stærð 5.206 m2 sem fái nafnið Skógar 2.

b)    Stofna nýja lóð að stærð 7.752 m2 sem fái nafnið Heiðarlundur, en fer fram á að kvaðir um aðkomu og lagnaleiðir verði þinglýstar á umlykjandi land samhliða stofnun.

d) Í 4.lið, efnistaka úr Hörgá, erindi vegna skilamála í framkvæmdaleyfi

Lagt fram erindi frá Þverá golf ehf, þar sem sótt er um breytingu á framkvæmdaleyfi vegna efnistöku á svæði 9 í Hörgá. Sótt er um heimild til að moka úr áreyrum á lokunartímabili sem stendur til 30. september.  Jafnframt er lögð fram umsögn Veiðifélags Hörgár frá 6. ágúst 2019 og umsögn Fiskistofu dags.19. ágúst 2019.

Sveitarstjórn samþykkti að hafna umsókninni.

e) Í 6.lið,Arnarholtsvegur 7 og 9, umsóknir um lóðir

Sveitarstjórn samþykkti að ganga til samninga við Jón Ólafsson kt. 251160-2529 um úthlutun frístundahúsalóðanna nr. 7 og 9 við Arnarholtsveg. 

f) Í 7.lið, byggingarleyfi, hugmyndir um breytingar á skipulagi afgreiðslu leyfa

Farið yfir hugmyndir sem eru uppi um breytingu á skipulagi.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í hugmyndir um breytingu á afgreiðslu leyfa og samþykkti að vinna að málinu þannig að innleiða megi nýtt fyrirkomulag um áramót.

g) Í 9.lið,Akureyrarbær, beiðni um umsögn

Lögð fram beiðni um umsögn á tillögu að breytingum við Glerárskóla, Akureyri.

Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd við breytinguna.

h) Í 10.lið,Ytri-Bakki skemma, erindi um afmörkun lóðar

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir að heimila byggingarreit undir skemmu í landi Ytri-Bakka lnr. 186558 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Sveitarstjórn samþykkti erindið.

Jón Þór Benediktsson vék af fundi undir þessum lið.

i) Í 12.lið,Moldhaugar, skemma, skipulagsbreyting

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir breytingu á gildandi deiliskipulagi athafnasvæðis á Moldhaugnahálsi. Óskað er eftir að byggingarreitur fyrir skemmu verði fluttur ca. 200m til austurs, byggingarmagn aukið úr 1.000 í 1.200 fm. og umfang byggingareits verði 24x50 metrar í stað 20x50 m.

Sveitarstjórn samþykkti minniháttar deiliskipulagsbreytingu sbr. 1.og 2.  málsgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og fallið verði frá grenndarkynningu á grundvelli 3. málsgr. 44 gr. sömu laga. Lagður verði fram uppfærður uppdráttur.

j) Í 13.lið, Blöndulína 3

Rætt var um vinnu við skipulagslega meðferð á legu á Blöndulínu 3 og skipun starfshóps.

Sveitarstjórn samþykkti að óska eftir að Landsnet komi sem fyrst á opinn kynningarfund í sveitarfélaginu þar sem kynnt verði fyrirhuguð vinna á nýju umhverfismati vegna Blöndulínu 3.

k) Í 14.lið, Akureyrarbær, beiðni um umsögn, Krossaneshagi

Lögð fram beiðni um umsögn á tillögu að breytingum Krossaneshaga, Akureyri.

Sveitarstjórn samþykkti að koma á framfæri áhyggjum af mengun frá væntanlegu iðnaðarsvæði og nálægð þess við friðlýstan fólkvang í Krossanesborgum.

l) Í 15.lið, Garðshorn Þelamörk, umsókn um stöðuleyfi

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir tímabundnu stöðuleyfi fyrir 40 fm. sumarhús á hlaðinu í Garðshorni.

Sveitarstjórn samþykkti erindið og byggingarfulltrúa falið að gefa út stöðuleyfi.

3.  Fundargerð fjallskilanefndar frá 19.8.2019

Fundargerðin sem er í fimm liðum lögð fram. Einn liður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í 5.lið, lausaganga búfjár

Umræður um lausagöngu búfjár í sveitarfélaginu og ágang búfjár í heimalandi annarra.

4. Fundargerð byggingarnefndar frá 116. fundi

Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð stjórnar AFE frá 237. fundi

Fundargerðin lögð fram.

6. Norðurorka, fundargerð frá 236. fundi

Fundargerðin lögð fram.

7. Norðurorka, beiðni um ábyrgð vegna lána

Erindið lagt fram, en þar er beiðni um einfalda ábyrgð vegna láns Norðurorku ehf hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

Sveitarfélagið Hörgársveit samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga með útgreiðslufjárhæð allt að kr. 800.000.000. Sem skiptist í 100.000.000 íslenskra króna (ISK) og 5.000.000 evra (EUR) til 15 ára, í samræmi við skilmála að lánstilboði sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Eignarhlutur Hörgársveitar í Norðurorku hf. er 0,80% og er hlutdeild sveitarfélagsins í þessari ábyrgð því kr. 6.400.000. Er lánið tekið til fjármögnunar á verkefnum félagsins í fráveitu og hitaveitu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Snorra Finnlaugssyni, sveitarstjóra Hörgársveitar, kt. 210260-3829, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hörgársveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

8. Erindi vegna viðbragða við tilkynningum frá Þjóðskrá vegna breytinga á staðfangi

Erindin lögð fram.

Sveitarstjórn samþykkti hvert og eitt staðfang sem óskað er eftir samkvæmt framlögðum lista og koma þeim upplýsingum til Þjóðskrár Íslands.

9. Þingsályktunartillaga um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga og aukalandsþing

Þingsályktuunartillagan lögð fram, en hún er nú í samráðsgátt stjórnvalda.

Sveitarstjórn Hörgársveitar mótmælir hugmyndum um lögþvingaðar sameiningar sveitarfélaga og hvetur Ríkisstjórn og Alþingi til að virða lýðræðislegan rétt íbúa til að eiga val um það með kosningarétti sínum hvernig best er að haga sveitarfélagaskipan á hverju svæði.  Sameining sveitarfélaga getur verið valkostur en meginatriði er að hún verði á grundvelli ákvörðunar íbúanna sjálfra.

10. Póst- og fjarskiptastofnun, bréf vegna afléttingar alþjónustukvaða

Bréfið lagt fram.

11. Hlíðarbær, drög að kaupsamningi

Kaupsamningurinn lagður fram ásamt söluyfirliti.  Kaupandi er Regla musterisriddara kt. 691282-0749 sem ætla að nýta eignina sem félagsheimili og verður hægt að leigja fyrir viðburði eins og verið hefur.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

12. Hraun í Öxnadal ehf, aðalfundarboð

Fundarboðið lagt fram.

Sveitarstjórn samþykkti að Vignir Sigurðsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.

13. Bragholt, minnisblað vegna hitaveitu

Minnisblað frá Norðurorku varðandi kostnað við lagningu hitaveitu að Bragholti lagt fram.

Sveitarstjórn samþykkti að hafna aðkomu sveitarfélagsinns að verkinu.

14. Rekstraryfirlit 1. jan. – 30. júní 2019 ásamt yfirliti yfir kostnað framkvæmda

Yfirlitin lögð fram.

15. Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2019

Lögð fram tillaga að viðauka 02 við fjárhagsáætlun 2019.

Sveitarstjórn samþykkti viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2019, sem hefur auðkennið 02/2019, og gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 51.451 þús.kr. og handbært fé í árslok verði 65.937 þús.kr.

16. Fjárhagsáætlun 2020, vinnutilhögun

Lagt fram yfirlit yfir vinnutilhögun vegna vinnu við gerðar fjárhagsáætlunar 2020.

17. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, umsókn um rekstrarleyfi Björgum

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir

gististað án veitinga, að Björgum I.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að rekstrarleyfið verði veitt.

18. Trúnaðarmál

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl.  19:50