Sveitarstjórn, fundur nr 102

30.04.2019 15:30

Sveitarstjórn Hörgársveitar

102. fundur

Fundargerð

Þriðjudaginn 30. apríl 2019 kl.15:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Jónas Þór Jónasson og María Albína Tryggvadóttir.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1. Ársreikningur Hörgársveitar 2018, fyrri umræða

Lagður fram ársreikningur fyrir árið 2018. Samkvæmt ársreikningnum urðu rekstrartekjur alls 638,8 millj. kr. og rekstrargjöld 608,3 millj. kr. á árinu 2018. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 5,4 millj. kr. 

Heildarrekstrarniðurstaða á árinu varð því jákvæð upp á 25,1 millj. kr.

Eigið fé í árslok er 637,4 millj. kr. Veltufé frá rekstri á árinu var 70,2 millj. kr.

Nettó fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum var 45,0 millj. kr. og skuldir og skuldbindingar lækkuðu um kr. 13,4 millj á árinu og eru skuldir í árslok 31,6% af tekjum. Handbært fé í árslok var 86,3 millj. kr. og jókst um 13,8 millj. kr. milli ára.

Rúnar Bjarnason frá PriceWaterhouseCoopers kom á fundinn, fór yfir ársreikninginn og svaraði fyrirspurnum um hann.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa ársreikningi Hörgársveitar fyrir árið 2018 til síðari umræðu.

2. Húsnæðisáætlun Hörgársveitar

Guðný Sverrisdóttir frá Ráðrík ehf mætti á fundinn og fór yfir vinnu við gerð húsnæðisáætlunar Hörgársveitar.

3. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 29.4.2019

Fundargerðin sem er í nítján liðum lögð fram ásamt fundargögnum. Fimmtán liðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í 1.lið,  aðalskipulag Hörgársveitar

Sveitarstjórn samþykkti að fram fari kynning á framlagðri skipulagslýsingu samkv. 1. málsgr. 30. greinar skipulagslaga nr.123/2010.

b) í 4 lið, Norðurorka, Hjalteyrarlögn umsókn um aðalskipulagsbreytingu

Sveitarstjórn samþykkti að framkvæmd verði óveruleg breyting á aðalskipulagi samkv.2. málsg. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 enda fellur breytingin að viðmiðum sem lýst er í gr. 4.8.3. í skipulagsreglugerð nr. 90 frá 2013.

c) í 5. lið, Ytri-Bakki, deiliskipulag

Sveitarstjórn samþykkti að skipulagsmörkum verði hnikað til svo að umrædd vegamót sem nefnd eru í athugasemd Vegagerðar lendi utan skipulagssvæðis, en með því móti verða breytingar á gatnamótunum seinna meir ekki skipulagsskyld framkvæmd.

Sveitarstjórn samþykkti að skipulagsfulltrúa verði falið að láta breyta skipulagstillögu eins og ofan greinir og fullnusta gildistöku skipulagsins samkv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Jón Þór Benediktsson vék af fundi undir þessum lið.

d) Í 6. lið, Syðra-Brekkukot, ósk um gerð deiliskipulags, skipulagslýsing

Sveitarstjórn samþykkti að fram fari kynning á skipulagslýsingu samkv. 2. málsgr. 40. greinar skipulagslaga nr.123/2010.

e) Í 8. lið, Syðri-Bakki, umsókn um breytingar á stærðum lóða

Sveitarstjórn samþykkti breytingu á stærð lóðanna með  l.nr.221588 og l.nr. 222186 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

f) Í 9. lið, Engimýri l.nr. 152435, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar

Sveitarsstjórn samþykkti að framkvæmdaleyfið verði veitt.  Mælst verði til þess að skógræktarsvæðið verði afgirt.

g) Í 10. lið, Norðurorka, umsókn um gerð deiliskipulags á vinnslusvæði við Hjalteyri

Sveitarstjórn samþykkti að heimild verði veitt til að deiliskipuleggja svæðið og að skipulagslýsing verði lögð fram.

h) Í 11. lið,  Meltunga l.nr. 224563, umsókn um byggingarreit

Sveitartjórn samþykkti að heimila byggingarreitinn samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti enda verði aflað viðeigandi undanþága vegna fjarlægðarmarka.

i) Í 12. lið,  Björg, umsókn um byggingarreit

Sveitarstjórn samþykkti að heimila byggingareitinn fyrir gestahús samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

j) Í 13. lið,  Umsókn um heimild til skottsölu á Hjalteyri

Sveitarstjórn samþykkti að heimildin verði veitt enda verði starfsemin í sátt við aðra þjónustu sem fyrir er á svæðinu.

k) Í 14. lið, Skógarhlíð 13, frávik frá deiliskipulagi

Sveitarstjórn samþykkti að fallist verði á það frávik frá deiliskipulagi sem fram kemur í erindi sendanda á grundvelli gr. 5.8.4. í skipulagsreglugerð 90/2013.

l) Í 15. lið, Reynihlíð 15, umsókn um lóð

Sveitarstjórn samþykkti í samræmi við gr. 3.2 í reglum um lóðaúthlutanir að ganga til samninga við Bögg ehf um uppbyggingu á lóðinni nr.15 við Reynihlíð.

m) Í 16. lið, Akureyrarbær, kynning á aðalskipulagsbreytingu Krossaneshaga

Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd við breytinguna.

n) Í 17. lið,  Syðri-Bakki, umsókn um byggingarreit fyrir gróðurhús

Sveitarstjórn samþykkti erindið.

o) Í 18. lið, umsókn um lóð á Hjalteyri fyrir „Bátahúsið“

Sveitarstjórn samþykkti að gengið verði til viðræðna við umsækjendur, Samúel Björnsson og Örnu Einarsdóttur um lóðina.

4. Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar frá 17.4.2019

Fundargerðin sem er í sjö liðum lögð fram ásamt fundargögnum. Einn liður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í 4.lið, erindi frá Verksmiðjunni Hjalteyri, styrktarsamningur

Sveitarstjórn samþykkti að gerður verði eins árs samningur við Verksmiðjuna fyrir árið 2019 með styrk að upphæð kr. 500.000,-.

5. Fundargerðir skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafj. frá fundum 125,126 og 127.

Fundargerðirnar lagðar fram.

6. Hafnarsamlag Norðurlands, aðalfundarboð

Fundarboðið lagt fram.

Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri verði fulltrúi Hörgársveitar á fundinum.

7. Forsætisráðuneyti, fundarboð um málefni þjóðlendna

Fundarboðið lagt fram.

Sveitarstjórn samþykkti að Axel Grettisson og Jónas Þór Jónasson verði fulltrúar Hörgársveitar á fundinum.

8. Samband íslenskra sveitarfélaga, erindi um opinber innkaup

Erindið lagt fram.

9. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, umsókn um rekstrarleyfi

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar og veitingasölu þó ekki áfengisveitingum að Engimýri III, Hörgársveit.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að rekstrarleyfið verði veitt.

10. Hlíðarbær, fyrirspurn um kaup

RM Askja, félagsskapur á Akureyri hefur lýst yfir áhuga á viðræðum um kaup á Hlíðarbæ sem félagsheimili.

Sveitarstjórn samþykkti að fara í viðræður um málið.

11. Aðstaða við íþróttavöll

Ungmennafélagið Smárinn hefur lýst yfir áhuga á að komið verði upp húsi við íþróttavöllinn fyrir áhöld og tæki.

Sveitarstjórn samþykkti að koma upp aðstöðuhúsi við íþróttavöllinn.  Kostnaði verði mætt með lækkun á handbæru fé.

12. Gásakaupstaður ses, aðalfundarboð.

Fundarboðið lagt fram.

Sveitarstjórn samþykkti að Vignir Sigurðsson verði fulltrúi Hörgársveitar á fundinum.

13. Trúnaðarmál

 Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 19:00