Sveitarstjórn, fundur nr 100

27.03.2019 15:30

Sveitarstjórn Hörgársveitar

100. fundur

Fundargerð

Miðvikudaginn 27. mars 2019 kl.15:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Jónas Þór Jónasson og María Albína Tryggvadóttir.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1. Fundargerð fræðslunefndar frá 26.3.2019

Fundargerðin sem er í 9 liðum lögð fram. Einn liður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í 5.lið, breytingar á skóladagatali leikskóla vegna framkvæmda

Tillaga um breytingu á skóladagatali vegna framkvæmda á þann hátt að lokað verði vegna sumarlokunar um hádegi föstudaginn 5. júlí og opnað verði aftur fimmtudaginn 8. ágúst.

Sveitarstjórn samþykkti breytinguna.

2. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 114. fundi

Fundargerðin lögð fram ásamt tillögu að gjaldskrá.

Sveitarstjórn samþykkti að fresta afgreiðslu gjaldskrár til næsta fundar.

3. Fundargerð fulltrúaráðsfundar Eyþings

Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerðir stjórnar Eyþings frá 317. og 318. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

5. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 231. fundi

Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð almannavarnarnnefndar Eyjafjarðar frá 20.3.2019

Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerðir aðalfundar og stjórnarfundar Flokkunar frá 13.3.2019

Fundargerðirnar lagðar fram ásamt ársreikningi Flokkunar 2018.

8. Aðalfundur Norðurorku hf.

Boðun á aðalfund Norðurorku hf. 5. apríl 2019 lögð fram.

Sveitarstjórn samþykkti að Axel Grettisson fari með umboð Hörgársveitar á fundinum.

9. Aukaaðalfundur Eyþings

Boðun á fundinn 9. apríl 2019 lögð fram.

10. Aðalfundur Moltu ehf

Boðun á fundinn 29. mars 2019 lögð fram

Sveitarstjórn samþykkti að Ásrún Árnadóttir fari með umboð Hörgársveitar á fundinum.

11. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, erindi v. fjárfestinga

Lögð fram tvö bréf frá nefndinni:

a) Til sveitarstjórna þar sem rætt er um almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi við lög og reglur og um fjárfestingu og eftirlit með framvindu á árinu 2019.

b) Til Hörgársveitar þar sem óskað er eftir upplýsingum um fjárfestingar á árinu 2019 og hvort einstaka fjárfestingar nemi hærri upphæðum en 20% af skatttekjum á árinu.

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra vegna upphæða einstakra fjárfestinga og hlutfall þeirra af skatttekjum sem í öllum tilfellum er undir 20% af áætluðum skatttekjum á árinu.

Sveitarstjórn samþykkti að senda nefndinni svar í samræmi við þær upplýsingar sem fram koma á minnisblaði sveitarstjóra.

12. Samningur við N4

Lögð fram drög að samningi við N4 um þáttagerð og markaðsmál.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

13. Bragholt, ljósleiðari

Lagt fram svar frá Tengi ehf. vegna kostnaðar við ljósleiðaratengingu að Bragholti.

Sveitarstjórn samþykkti að taka þátt í kostnaði við ljósleiðaratengingu í samræmi við tillögu frá Tengi ehf.

14. Ristarhlið á þjóðvegi 1 á Öxnadalsheiði

Lögð fram bókun frá Akrahreppi vegna áforma Vegagerðarinnar varðandi ristarhlið á þjóðvegi 1 á Öxnadalsheiði.

Sveitarstjórn samþykkti að taka undir þá bókun Akrahrepps að nauðsynlegt sé að hafa ristarhlið á þjóðvegi 1 á Öxnadalsheiði.

15. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, umsókn um rekstrarleyfi

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar og veitingasölu með áfengisveitingum að Skjaldarvík 2, Hörgársveit.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að rekstrarleyfið verði veitt.

16. UMSE umsókn um styrk

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir fjárstyrk til þess að standa straum að kostnaði við ársþing UMSE sem haldið var í Þelamerkurskóla 21. mars sl.

Sveitarstjórn samþykkti að veita UMSE styrk að upphæð kr. 30.000,-

17. Búnaðarsamband Eyjafjarðar, bókun

Lagt fram erindi þar sem kynnt er að aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar, haldinn í Hlíðarbæ þann 5. mars 2019 skori á allar bæjar- og sveitastjórnir í Eyjafirði að beita sér fyrir að mötuneyti grunn- og leikskóla á þeirra vegum noti sem mest af íslensku hráefni.

Sveitarstjórn samþykkti að taka undir bókunina og beinir henni til þeirra sem málið varðar.   

18. Glæsibær, skipulagsmál

Lögð fram fundargerð frá kynningarfundi ásamt fylgigögnum.

Sveitarstjórn fór yfir fundargerð kynningarfundar fyrir aðal- og deiliskipulagstillögur á vinnslustigi skv. 2. mgr. 30 gr. og 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fundurinn fór fram í Hlíðarbæ þann 11. mars s.l. og mættu 24 fundargestir.

Sveitarstjórn samþykkti að í greinargerð aðalskipulags skuli bæta við klausu því til áréttunar að fyrirhugaðar skipulagsbreytingar skuli ekki þrengja að búrekstri á landbúnaðarlandi umhverfis skipulagssvæðið, og ef til hagsmunaárekstra komi milli landbúnaðar og starfsemi á skipulagssvæðinu muni sveitarfélagið ekki leggja íþyngjandi kvaðir á búrekstur í því sambandi.

Sveitarstjórn samþykkti ennfremur að samkomulag við landeigendur Glæsibæjar um aðkomu sveitarfélagsins að uppbyggingu og þjónustu við íbúðarsvæði skuli liggja fyrir áður en skipulagstillaga er afgreidd í sveitarstjórn að lokinni auglýsingu.

Sveitarstjórn samþykkti að aðalskipulagstillaga skuli send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga og að athugun lokinni skuli tillagan auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga.

Sveitarstjórn samþykkti að deiliskipulagstillaga skuli auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga.

19. Ytri-Bakki, deiliskipulag

Sveitarstjórn fór yfir umsagnir sem bárust á kynningartíma skipulagslýsingar deiliskipulags fyrir Ytri-Bakka sem lauk 12. mars s.l. Fyrir fundinum liggja einnig skipulagsgögn sem uppfærð voru að loknum kynningartíma með tilliti til innkominna umsagna.

Sveitarstjórn samþykkti að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

Jón Þór Benediktsson vék af fundi undir þessum lið.

20. Framkvæmdir við Lónsbakka

Farið var yfir stöðu mála er varðar framkvæmdir og samninga vegna nýrrar götu, lagnaleiða fyrir hitaveitu og fráveitu sem og stígagerð.

Sveitarstjórn samþykkti að vinna að lagningu göngu- og hjólastígs í sumar í samvinnu við Akureyrarbæ ofan á fyrirhugaða fráveitulögn Norðurorku í götustæði frá Lónsvegi að Sjafnargötu. Unnið verði að samningum til að tryggja lagnaleiðina og gerð stígsins.

Samningur um lóðir og byggingaframkvæmdir við Reynihlíð 2-12 við Bögg ehf lagður fram.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

21. Rekstur íþróttamiðstöðvar

Í framhaldi af samþykkt sveitarstjórnar frá síðasta fundi, sem færð var í trúnaðar-málabók, um að leggja niður starf forstöðumanns íþróttamannvirkja og endurskipuleggja rekstur og stjórnun hennar og samþykkt um að segja núverandi forstöðumanni upp störfum frá og með 28. febrúar 2019, var farið yfir framtíðarskipulag reksturs og stjórnunar íþróttamiðstöðvar.

22. Frumvarpsdrög og tillögur

Farið yfir ný framkomin frumvarpsdrög og tillögur sem gefið hafa tilefni til bókana hjá sveitarstjórnum.

a) Sveitarstjórn Hörgársveitar tekur heilshugar undir bókun stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga þar sem mótmælt er fyrirhuguðum skerðingum á fjárframlögum ríkisins til jöfnunarsjóðs á næstu árum.

b) Sveitarstjórn Hörgársveitar gerir athugasemdir við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingu á lögum um matvæli nr. 93/1995 sem hann kynnti þann 20. febrúar sl. og felur í sér heimild til þess að flytja inn ófryst kjöt og fersk egg frá öðrum löndum EES.
Eyjafjörður er blómlegt landbúnaðarhérað og fjöldi fólks og fyrirtækja byggir afkomu sína af landbúnaði ýmist með beinum hætti eða í tengdum þjónustugreinum. Með því að heimila innflutning þessara matvæla er verið að taka óafturkræfa áhættu á útbreiðslu baktería og fórna verndun búfjárstofna og lýðheilsusjónarmiðum. Því er skorað á stjórnvöld að endurskoða þær fyriráætlanir sem í frumvarpinu eru.

23. Syðri-Bakki, byggingareitur fyrir geymsluskemmu

Lagt fram erindi frá eiganda Syðri-Bakka ásamt uppdrætti.

Sveitarstjórn samþykkti byggingareit fyrir geymsluskemmu að Syðri-Bakka lnr.221588 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

24. Pálmholt, byggingareitur fyrir hlöðu

Lagt fram erindi frá eiganda Pálmholts ásamt uppdrætti.

Sveitarstjórn samþykkti byggingareit fyrir hlöðubyggingu Pálmholti lnr. 152340 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

25. Trúnaðarmál

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 19:10