Sveitarstjórn fundur nr. 130

28.10.2021 15:30

Sveitarstjórn Hörgársveitar

130. fundur

Fundargerð

Fimmtudaginn 28. október 2021 kl.15:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundarmenn:  Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, María Albína Tryggvadóttir og Jónas Þór Jónasson.

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 26.10.2021

Fundargerðin er í 8 liðum og þarfnast 5 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 2, Hagabyggð, framhald skipulags

Sveitarstjórn samþykkti, með hliðsjón af núverandi stöðu framkvæmda á íbúðarsvæðinu og því að úthlutun lóða er langt á veg komin í áfanga eitt af tveimur, að landeiganda verði heimilað að vinna deiliskipulag fyrir annan áfanga íbúðarbyggðar í landi Glæsibæjar skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkt einnig að hefja vinnu við aðalskipulagsbreytingu þar sem íbúðarsvæðið í Glæsibæ verði stækkað um 13 lóðir, enda verði byggingarheimildum í fyrsta áfanga svæðisins fækkað um eina lóð og þannig tryggt að heildarfjöldi lóða verði 30 eins og lagt var upp með.

b) Í lið 3, Rarik umsókn v. Lækjarvalla

Sveitarstjórn samþykkti að fram fari breyting á deiliskipulagi Lækjarvalla á þann hátt að lóð fyrir spenni verði bætt á skipulagið austan við Lækjarvelli 3-5. Sveitarstjórn telur að breytingin teljist óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn telur að málið varði ekki hagsmuni annarra en umsækjenda og sveitarfélagsins og því skuli fallið frá gerð grenndarkynningar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

c) Í lið 4, sameining Auðna og Bakka

Sveitarstjórn samþykkti lóð fyrir kirkju og kirkjugarð Bakkakirkju samkvæmt framlögðum hnitsettum uppdrætti.

d) Í lið 7, deiliskipulag Lónsbakka, lýsing aðal- og deiliskipulag

Sveitarstjórn samþykkti að fela skipulagsfulltrúa að yfirfara lýsingarnar og auglýsa þær.

e) Í lið 8, þéttbýlið Lónsbakka

Sveitarstjórn samþykkti að farið verði í að skoða úrbætur í þeim málum sem bárust skipulags- og umhverfisnefnd.

2. Fundargerðir afgreiðslufunda SBE frá 29. og 30. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

3. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 901. fundi

Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerðir stjórnar SSNE frá 23. til 30. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

5. Fundargerðir stjórnar Norðurorku frá 264. 265. og 266 fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

6. Samband ísl. sveitarfélaga, þátttaka og framlög til stafræns samstarfs

Erindið lagt fram.

7. Sveitarstjórnarráðuneyti, erindi vegna ritunar fundargerða

Erindið lagt fram.

8. Sveitarstjórnarráðuneyti, erindi vegna reikningsskila sveitarfélaga

Erindið lagt fram. 

9. Samband ísl. sveitarfélaga, viðmiðunartafla fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum

Lagt fram.

10. Skógræktarfélag Eyfirðinga, erindi vegna snjótroðarakaupa

Sveitarstjórn samþykkti að styrkja kaupin um kr. 650.000,-

11. Þelamerkurskóli, samningur vegna hönnunar á endurbótum

Lögð fram drög að samningi við AVH ehf.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

12. Skipulags- og umhverfisnefnd, kosning varamanns

Kosning varamanns fyrir Bernharð Arnarsson vegna brottflutnings hans úr sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn samþykkti að Ásrún Árnadóttir verði varamaður í skipulags- og umhverfisnefnd til loka kjörtímabilsins.

13. Vegagerðin, bakkavarnir við Öxnadalsá

Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna áríðandi bakkavarna við Öxnadalsá.  Umsókninni fylgir umsögn Fiskistofu.

Sveitarstjórn samþykkti að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi vegna verkefnisins í samræmi við umsókn og framlögð gögn.

14. Samningur um Hafnarsamlag Norðurlands bs.

Lagður fram uppfærður samningur um Hafnarsamlag Norðurlands.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn.

15. Útkomuspá 2021

Lögð fram útkomuspá rekstrar og sjóðsstreymis fyrir árið 2021.

16. Fjárhagsáætlun 2022, fyrri umræða

Tillaga að fjárhagsáætlun lögð fram og rædd.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa tillögunni til síðari umræðu.

17. Trúnaðarmál

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 18:30