Skipulags- og umhverfisnefnd fundur nr. 81

22.03.2022 16:00

Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar

81. fundur

Fundargerð

Þriðjudaginn 22. mars 2022 kl. 16:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Agnar Þór Magnússon, Jóhanna María Oddsdóttir (í fjarfundi), Ásgeir Már Andrésson og Inga Björk Svavarsdóttir í skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.

1. Moldhaugar/Skútar, aðal- og deiliskipulag

Lagðar fram athugasemdir sem bárust á kynningartímabili skipulagstillögu.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að skipulagsfulltrúi taka saman punkta sem bregðast þarf við áður en skipulagstillagan verður lögð fyrir nefndina til afgreiðslu.

2. Glæsibær/Hagabyggð, aðal- og deiliskipulag

Lagðar fram athugasemdir sem bárust á kynningartímabili skipulagstillagna.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrirvari um nábýli landbúnaðar og íbúðarbyggðar, sambærilegur og er í kafla 4.3. í greinargerð skipulagsbreytingar frá 2020, verði bætt við greinargerð aðalskipulags nú.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að svo breytt aðalskipulagstillaga og deiliskipulagstillaga verði auglýstar samkvæmt 31. og 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

3. Dalvíkurlína 2

Kynnt var vinna sem unnin hefur verið varðandi lagnaleiðina.

4. Akureyrarbær, umsagnarbeiðni vegna Móahverfis

Lagt fram erindi frá Akureyrarbæ þar sem óskað er umsagnar á tillögu að deiliskipulagi fyrir Móahverfi.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að minnt verði á mikilvægi þess að vegtengingar standist á, á sveitarfélagamörkum. Að öðru leyti verði ekki gerð athugasemd við tillöguna.

5. Umhverfisstefna, uppfærsla

Rætt um umhverfisstefnu sveitarfélagsins sem samþykkt var á síðasta ári og farið yfir aðgerðaráætlun sem fylgdi stefnunni og hún uppfærð.

6. Glæsibær, umsókn um breytingu á lóðarmörkum

Lagt fram erindi frá GLB17 ehf. um breytingu á lóðarmörkum lóðarinnar nr. L220435 til samræmis við meðfylgjandi mæliblað.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 19:05