Skipulags- og umhverfisnefnd fundur nr. 80

26.01.2022 16:00

Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar

80. fundur

Fundargerð

Miðvikudaginn 26. janúar 2022 kl. 16:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Agnar Þór Magnússon, Jóhanna María Oddsdóttir, Ásgeir Már Andrésson og Inga Björk Svavarsdóttir í skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.

1. Moldhaugar/Skútar, aðal- og deiliskipulag

Kynningartímabili skipulagslýsingar fyrir breytingu á aðalskipulagi vegna framkvæmdaáforma á Moldhaugnahálsi lauk þann 3. janúar sl. og bárust níu erindi á kynningartímabili lýsingarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að unnin verði aðalskipulagstillaga með hliðsjón af athugasemdum sem bárust vegna skipulagslýsingarinnar og að tillagan verði kynnt fyrir almenningi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða kynningunni fari fram kynning á drögum að endurskoðuðu deiliskipulagi skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga, enda liggi fyrir drög að endurskoðuðu deiliskipulagi þar sem brugðist hefur verið við athugasemdum sem fram komu á fundi skipulags- og umhverfisnefndar í desember 2021. Haldinn verði almennur kynningarfundur um miðjan febrúar 2022.

2. Glæsibær/Hagabyggð, aðal- og deiliskipulag

Kynningartímabili skipulagslýsingar vegna breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi fyrir annan áfanga Hagabyggðar í Glæsibæjarlandi lauk þann 12. janúar sl. og bárust sex erindi á kynningartímabili lýsingarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að unnin verði aðalskipulagstillaga með hliðsjón af athugasemdum sem bárust vegna skipulagslýsingarinnar.

3. Dalvíkurlína 2, skipulagslýsing

Kynningartímabili skipulagslýsingar fyrir breytingu á aðalskipulagi vegna Dalvíkurlínu 2 lauk þann 19. janúar sl. og bárust 12 erindi á kynningartímabili lýsingarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að unnin verði aðalskipulagstillaga með hliðsjón af athugasemdum sem bárust vegna skipulagslýsingarinnar og að hún sé kynnt fyrir almenningi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4. Leikskólalóð, tillaga að deiliskipulagi

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Lónsbakkahverfis sem felur í sér að lóð leikskólans Álfasteins er stækkuð, byggingarreitur leikskólabygginga stækkaður og bílastæðum við leikskólann fjölgað.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að skipulagstillagan teljist óveruleg breyting með hliðsjónum af viðmiðum sem fram koma í gr. 5.8.2. í skipulagsgreinargerð nr. 90/2013 og leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að fallið verði frá grenndarkynningu erindisins á grundvelli 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5. Hjalteyri, afmörkun lóða

Lögð fram hugmynd að afmörkun lóða fyrir radíóstöð og fiskeldishús úr Verslunarlóðinni á Hjalteyri (L152373) sem Guðmundur H. Gunnarsson hefur unnið að beiðni sveitarfélagsins. Auk þess er lögð fram tillaga að afmörkun lóðar fyrir sumarbústaðinn Kárastaði úr Verslunarlóðinni.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrrgreindar lóðir verði skráðar í Þjóðskrá í samræmi við fyrirliggjandi tillögu að afmörkun. Nefndin leggur einnig til við sveitarstjórn að skráðar verði lóðir við Búðargötu í samræmi við gildandi deiliskipulag. Nefndin leggur til að fyrrgreindar lóðir verði að skráningu lokinni leigðar til eigenda hlutaðeigandi húsa.

6. Mið-Samtún, afmörkun lóðar

Lagt fram erindi ásamt uppdrætti frá eiganda Mið-Samtúns þar sem óskað er eftir afmörkun lóðar fyrir íbúðarhús á bújörðinni. Erindinu fylgir uppdráttur frá Búnaðarsamandi Eyjafjarðar dags. 04.01.2022.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt enda liggi fyrir skriflegt samþykki eigenda aðliggjandi landeigna vegna lóðarmarka sem sýnd eru á uppdrættinum og kvöð um aðkomu og lagnaleiðir verði þinglýst á umliggjandi land samhliða stofnun lóðar.

7. Reynihlíð 20-26, skipulag bygginga

Lögð fram hugmynd að fjögurra íbúða raðhúsum á lóðunum Reynihlíð 20-26 en í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir þriggja íbúða raðhúsum á tveimur hæðum á lóðunum.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagshöfundi að vinna breytingarblað deiliskipulags.

8. Skipulag sorphirðu til framtíðar

Lögð fram ný lög um meðhöndlun úrgangs ofl. Jafnframt var lögð fram fundargerð samráðsfundar sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu um úrgangsmál. Umræður urðu um breytingar á lögum og reglum og skipulag sorphirðu til framtíðar í samræmi við þær.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að haldið verði áfram samstarfi við nágrannasveitarfélögin um skipulag úrgangsmála.

9. Umhverfisstefna, uppfærsla

Rætt um umhverfisstefnu sveitarfélagsins sem samþykkt var á síðasta ári sem og aðgerðaráætlun sem fylgdi stefnunni. Ákveðið að vinna að uppfærslu verkefna á næsta fundi.

10. Blöndulína 3, kynning á umhverfismatsskýrslu

Rætt um kynningu sem Landsnet hélt um vinnu við umhverfismatsskýrslu sem nú hefur verið send til Skipulagsstofnunar.  Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir skýrslunni frá Skipulagsstofnun til yfirferðar og koma með tillögu að umsögn sem komið verði á framfæri við Skipulagsstofnun.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 19:05