Skipulags- og umhverfisnefnd fundur nr. 79

15.12.2021 10:00

Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar

79. fundur

 

Fundargerð

Miðvikudaginn 15. desember 2021 kl. 10:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Agnar Þór Magnússon, Jóhanna María Oddsdóttir, Ásgeir Már Andrésson og Inga Björk Svavarsdóttir í skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.

1. Moldhaugar/Skútar, aðal- og deiliskipulag

Lögð fram skipulagslýsing aðalskipulags sem auglýst hefur verið.  Lagðar fram deiliskipulagstillögur frá skipulagshöfundi. Nokkrar athugasemdir komu fram.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma athugasemdum á framfæri og málið verður tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar í janúar.

2. Lónsbakki/Dagsbrún, aðal- og deiliskipulag

Lagðar fram skipulagslýsingar sem auglýstar hafa verið. Þá voru lagðar fram athugasemdir og umsagnir sem borist hafa.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur áherslu á að auglýsing á skipulagslýsingu er upphaf skipulagsvinnu þar sem leitað er samráðs við íbúa og aðra hagsmunaaðila.  Nefndin tekur athugasemdir sem borist hafa til umfjöllunar og vinnur áfram að málinu með hliðsjón af þeim. Frekara samráð verður haft áfram við íbúa og hagsmunaaðila eins og skipulagslög áskilja.

3. Glæsibær/Hagabyggð, aðal- og deiliskipulag

Lögð fram skipulagslýsing aðal- og deiliskipulags.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4. Landsnet, erindi v. Dalvíkurlínu 2

Lagt fram erindi frá Landsneti þar sem lögð er fram skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Hörgársveitar vegna Dalvíkurlínu 2.  Lýsingin er sameiginleg fyrir Hörgársveit, Akureyri og Dalvíkurbyggð.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 30. Gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5. Norðurorka, umsókn um framkvæmdaleyfi

Lagt fram erindi frá Norðurorku þar sem óskað eftir framkvæmdaleyfi til að bora rannsóknarholur við utanverðan Eyjafjörð í Hörgársveit.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfið verði veitt. Jafnframt bendir nefndin á vænlegan kost til borunar rannsóknarholu í innanverðum Hörgárdal á Laugareyri.

6. Þéttbýlið Lónsbakka, umferðamerkingar

Rætt um umferðamerkingar í þéttbýlinu við Lónsbakka.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að sett verði biðskyldumerki þar sem við á í þéttbýlinu við Lónsbakka.  Jafnframt verði settar niður gangabrautarmerkingar þar sem það á við.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 12:10