Skipulags- og umhverfisnefnd fundur nr. 85

20.09.2022 08:30

Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar

85. fundur

Fundargerð

Þriðjudaginn 20. septembar 2022 kl. 08:30 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Agnar Þór Magnússon varaformaður, Sunna María Jónasdóttir, Ásrún Árnadóttir og Bjarki Brynjólfsson í skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.

1. Dalvíkurlína 2

Lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að vísa skipulagstillögu á vinnslustigi í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2. Moldhaugar/Skútar, aðal- og deiliskipulag

Tillaga að breytingu á aðal- og deiliskipulagi.  Lögð fram umhverfisskýrsla vegna deiliskipulagstillögu.

Skipulags- og umhvefisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að tímasettri aðgerðaáætlun skuli bætt við deiliskipulagstillöguna.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að vísa aðal- og svo breyttri deiliskipulagstillögu vegna Moldhaugnaháls í auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3. Glæsibær 3, umsókn um byggingareit

Gunnar Eyfjörð Ómarsson leggur fram beiðni um samþykki við byggingarreit fyrir aðstöðuhús/geymslu á lóðinni Glæsibæ 2. Erindinu fylgja ítarlegri gögn en lögð voru fram með samskonar erindi sem afgreitt var á síðasta fundi nefndarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að fresta afgreiðslu meðan frekari gagna er aflað.

4. Geirhildargarðar land, umsókn um stöðuleyfi

Lögð fram skýrsla um staðbundið hættumat frá Veðurstofunni.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að byggingarreitur fyrir stöðuhýsi í Geirhildargörðum verði samþykktur.

Ásrún Árnadóttir vék af fundi undir þessum lið.

5. Ásláksstaðir umsókn um byggingarreit

Lögð fram umsókn um byggingarreit fyrir stöðuhýsi.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að byggingareitur fyrir stöðuhýsi verði samþykktur.

6. Efnistaka á svæði 9 í Hörgá, umsókn um framkvæmdaleyfi

G.V. gröfur sækja um framkvæmdaleyfi vegna 100.000 rúmmetra efnistöku á svæði E9 í Hörgá á tímabilinu 1. október 2022 til 31. desember 2023.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

7. Sólbakki, umsókn um byggingarreit

Piltur og stúlka ehf. kt. 510118-0730 sækir um samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir 100 fm sumarbústað á landeigninni Sólbakka úr landi Ytri-Bakka. Erindinu fylgir uppdráttur dags. 19.09.2022.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við byggingaráformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili telst erindið samþykkt.

Jón Þór Benediktsson vék af fundi undir þessum lið.

8. Hagabyggð 2. áf. gatnagerð, umsókn um framkvæmdaleyfi

Ólafur Aðalgeirsson óskar f.h. GLB 17 ehf. eftir framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar og fráveitu í öðrum áfanga Hagabyggðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt, enda liggi fyrir tilskildar teikningar, samstarfssamningur við sveitarfélagið og gildistaka skipulags áður en framkvæmdaleyfi er gefið út.

9. Lónsbakki, umferðamerkingar ofl

Skipulag á Lónsbakka rýnt með það í huga að auka og bæta yfirborðsmerkingar, setja upp skilti t.d um gangbrautir, merkja botnlanga í Skógarhlíð er varðar umferðarhraða og húsnúmer. Rætt um uppsetningu á ruslatunnum á Lónsbakka og Hjalteyri. Sett verði upp merki við þjóðveg 1 er varðar merkingu á  þéttbýlinu Lónsbakka og Álfasteini.

10. Gatnamót þjóðvegar 1 við Álfastein

Umræður um vegbætur við leikskóla sem áttu að framkvæmast í sumar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að Vegagerðinni verði send ítrekun um að vegbætur verði gerðar nú þegar á þjóðvegi 1 við leikskólann Álfastein. Jafnframt verði þéttbýlisskilti við þjóðveg 1 færð til samræmis við sveitarfélagamörk.

11. Göngu- og hjólastígur

Umræður um hugsanlega legu stígsins.

12. Litli-Dunhagi, lokun námu

Umræður um efnisflutninga þar sem fram kom að verið er að fjarlægja efni til að loka námunni samanber bókun nefndarinnar frá 21. júní 2022.

13. Búðargata 9 Hjalteyri

Umræður um tafir á framkvæmdum.

14. Umhverfisstefna

Aðgerðaráætlun – fjárhagsáætlun 2023.

Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir því við sveitarstjórn að í fjárhagsáætlun 2023 verði gert ráð fyrir fjármagni til þess að uppfylla betur aðgerðaráætlun í umhverfismálum.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl.  11:50