Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 72

05.05.2021 16:00

Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar

72. fundur

Fundargerð

Þriðjudaginn 4. maí 2021 kl. 16:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í fjarfundi.

Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Jóhanna María Oddsdóttir, Agnar Þór Magnússon, Ásgeir Már Andrésson og Inga Björk Svavarsdóttir í skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.

1. Umhverfisstefna Hörgársveitar

Á fundinn mætti Sif Jóhannesdóttir verkefnisstjóri og var áfram unnið að gerð umhverfisstefnu sveitarfélagsins.  Ákveðið að hafa kynningarfund fyrir íbúa, þriðjudaginn 25. maí n.k.

2. Umferðarhraði, erindi til lögreglustjóra og Vegagerðarinnar

Umræður varðandi niðurtöku hámarkshraða á þjóðvegi 1 við þéttbýlið Lónsbakka. Í umferðarlögum kemur fram að lögreglustjóri ákvarði hraðatakmarkanir í þéttbýli að fengnum tillögum sveitarstjórnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að leita eftir því við lögreglustjóra og Vegagerðina að umferðahraði á þjóðvegi 1 við þéttbýlið Lónsbakka frá þéttbýlismörkum við Dvergastein að norðan og að Lónsá að sunnan verði færður niður í 50 km/klst.  Jafnframt verði því beint til Vegagerðarinnar að hámarkshraði verði færður niður í 70 km/klst. við gatnamót Hlíðarvegar 818.

3. Akureyrarbær, Kollagerðishagi skipulagslýsing, umsögn

Lagt fram fram erindi frá Akureyrarbæ þar sem óskað er umsagnar á skipulagslýsingu deiliskipulags Kollagerðishaga.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að óska eftir fundi með skipulagsyfirvöldum á Akureyri til að ræða mögulega snertifleti í skipulagi sveitarfélaganna þegar til deiliskipulags á svæðinu kemur.

Þá samþykkti nefndin að fela skipulagsfulltrúa að senda umsögn er varðar blágrænar ofanvatnslausnir og ásýnd byggðar.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 18:10