Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 69

22.02.2021 16:00

Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar

69. fundur

Fundargerð 

Mánudaginn 22. febrúar 2021 kl. 16:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í húsnæði félagsmiðstöðvar í heimavist Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Jóhanna María Oddsdóttir (á fjarfundi), Agnar Þór Magnússon, Ásgeir Már Andrésson (á fjarfundi) og Inga Björk Svavarsdóttir í skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar (á fjarfundi) og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.

1. Umhverfisstefna Hörgársveitar

Á fundinn mætti Sif Jóhannesdóttir verkefnisstjóri og var áfram unnið að gerð umhverfisstefnu sveitarfélagsins.

2. Hjalteyri, deiliskipulag

Rætt um breytingar á deiliskipulagi á Hjalteyri og lögð fram tillaga skipulagshönnuðar. Tillagan gerir ráð fyrir fjórum einbýlishúsalóðum gengt kaffihúsi í stað þriggja í gildandi deiliskipulagi, niðurfellingu bundinnar byggignarlínu á umræddum lóðum, hliðrun Hjalteyrarbrautar til suðurs, hliðrun götutengingar Búðagötu til vesturs auk breytinga á lóðarmörkum og byggingarreit kaffihúsalóðar og minniháttar hliðrun sjóvarnargarðs. Í breytingunni felst að þeim hluta verslunar- og þjónustusvæðis VÞ1 sem liggur sunnar Hjalteyrarbrautar er breytt í íbúðarsvæði.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að ofangreind skipulagsbreyting verði samþykkt á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, enda víkur breytingartillagan að óverulegu leyti frá nýtingu, nýtingarhlutfalli, útliti og formi svæðisins. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að breytingartillögunni verði vísað í grenndarkynningu skv. 44. gr. laganna, heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við breytinguna og að breytingin teljist samþykkt ef ekki koma fram andmæli í grenndarkynningu.

3. Lóðir við Reynihlíð

Farið var yfir erindi sem borist hafa um lóðir og viðræður við umsækendur.

4. Lónsbakki, deiliskipulag

Umræður um breytingu á deiliskipulagi við Reynihlíð og lagt fram breytingarblað frá skipulagshönnuði. Í skipulagsbreytingunni felst að heimilt verði að byggja 5 íbúða raðhús alls 650 fm í stað 4 íbúða raðhús alls 600 fm á lóðunum Reynihlíð 17 og 19, sem og að heimilt verði að byggja 4 íbúða einnar hæðar raðhús alls 500 fm í stað 4 íbúða tveggja hæða raðhús alls 840 fm á lóðunum Reynihlíð 21 og 23. Breytingin telst óveruleg skv. viðmiðum í gr. 5.8.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði fyrrgreind breyting á deiliskipulagi Lónsbakkahverfis á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að fallið verði frá grenndarkynningu á grundvelli 3. gr. 44. gr. skipulagslaga.

5. Lækjarvellir, deiliskipulag

Umræður um deiliskipulag og lóðir.

6. Gásaeyri, deiliskipulag

Auglýsingartímabili skipulagstillögu fyrir minjastaðinn á Gásaeyri var milli 9. nóvember til 21. desember 2020 og bárust þrjú erindi vegna tillögunnar. Nefndin fjallar um innkomin erindi í þeirri röð sem á eftir fer:

  1. erindi, sendandi Umhverfsstofnun.

Athugasemd a): Sendandi bendir á mikilvægi þess að í deiliskipulaginu sé fjallað sé um hlutverk vinnuvegar sem sýndur er á skipulagsuppdrætti.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að umfjöllun um hlutverk vinnuvegarins sé bætt við greiargerð deiliskipulags.

Athugasemd b): Sendandi bendir á að skv. 32. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 sé sveitarstjórn heimilt að kveða í skipulagi á um að tilteknir vegir skuli færðir inn á vegaskrá.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar.

  1. erindi, sendandi Vegagerðin

Athugasemd a): Sendandi bendir á að gera megi ráð fyrir að óskað verði eftir því seinna meir að aðkomusvæði verði færður inn á vegaskrá og því fer sendandi fram á að veghelgunarsvæði (15 m frá vegmiðju) sé fært inn á skipulagsuppdrátt.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að veghelgunarsvæði akvega á skipulagssvæði sé merkt inn á skipulagsuppdrátt.

Athugasemd b): Sendandi bendir á að vegna umferðaröryggis þurfi að breyta gatnamótum vinnuslóða þannig að þau verði því sem næst hornrétt á aðkomuveg.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að gatnamótum vinnuvegar og aðkomuvegar verði breytt þannig að aðfallshorn vinnuvegarins sé nærri 90 gráður.

  1. erindi, sendandi Norðurorka

Sendandi gerir ekki athugasemd við auglýsta deiliskipulagstillögu.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að svo breytt deiliskipulagstillaga verði samþykkt samkvæmt þriðju málsgrein 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

7. Fagranes, skógrækt

Lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun um ákvöðrun um matskyldu, en þar kemur fram að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Lagt fram til kynningar.

8. Ytri-Bægisá 2, skógrækt

Lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi Ytri-Bægisár 2.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði að gefa út framkvæmdaleyfi vegna skógræktar að Ytri-Bægisá 2.

9. Syðri-Bægisá, umsókn um afmörkun lóðar

Lagt fram erindi frá eiganda Syðri-Bægisár Lnr.152447 þar sem sótt er um afmörkun lóðar og byggingarreits fyrir einbýlishús samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti og fái lóðin nafnið Syðri-Bægisá 3.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í grenndarkynningu á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við erindið og að það teljist samþykkt ef ekki koma fram andmæli í grenndarkynningu.

10. Mið-Samtún, umsókn um afmörkun byggingarreits

Lögð fram umsókn ásamt uppdrætti þar sem sótt er um afmörkun byggingareits í landi Mið-Samtúns Lnr 152512.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í grenndarkynningu á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við erindið og að það teljist samþykkt ef ekki koma fram andmæli í grenndarkynningu.

Inga Björk Svavarsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

11. Mið-Samtún, umsókn um framlengingu stöðuleyfis

Lögð fram umsókn þar sem óskað er eftir framlengingu stöðuleyfis vegna fimm gámaeininga sem veitt var stöðuleyfi til 12 mánaða sumarið 2019.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að veitt verði stöðuleyfi til 12 mánaða frá 1. mars 2021.

Inga Björk Svavarsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

12. Skútar, deiliskipulagsuppdráttur

Lögð fram tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi fyrir starfssvæði Skútabergs að Skútum. Tillagan gerir ráð fyrir aukinni starfsemi á skipulagssvæðinu frá því sem gert er ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi. Tillagan er lögð fram til kynningar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að halda sérstakan vinnufund til að fjalla um þau áform sem fram koma í skipulagstillögunni.

13. Lækjarvellir 9 og 11, breyting á deiliskipulagi.

Fyrir fundinum liggur breytingarblað vegna breyttra lóðarmarka lóðanna Lækjarvalla 9 og 11, en lóðarmörkin eru löguð að eignarhaldi lands þannig að Lækjarvellir 9 minnkar úr 4200 fm í 3097 fm. Samskonar tillaga var samþykkt á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 2019-06-18 en fyrir fórst að auglýsa gildistöku breytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda innan 12 mánaða.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að ofangreind breyting á deiliskipulagi Lækjarvalla sé samþykkt á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur að breytingin teljist óveruleg sbr. gr. 5.8.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu á grundvelli 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 19:25