Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 28

04.03.2014 20:00

Þriðjudaginn 4. mars 2014 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Hanna Rósa Sveinsdóttir, Anna Dóra Gunnarsdóttir, Birna Jóhannesdóttir, Jón Þór Benediktsson og Róbert Fanndal í skipulags- og umhverfisnefnd og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Dysnes, drög að deiliskipulagstillögu

Lögð fram drög að að deiliskipulagstillögu fyrir hafnarsvæði, athafnasvæði og iðnaðarsvæði á Dysnesi. Drögin eru í þremur hlutum: (1) uppdráttur, (2) skýringaruppdráttur, (3) greinargerð.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að kynna beri framlögð drög að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæði, athafnasvæði og iðnaðarsvæði á Dysnesi á íbúafundi.

 

2. Blöndulína 3, fyrirspurn

Lagt fram bréf, dags. 19. febrúar 2014, frá Landsneti þar sem óskað er eftir upplýsingum er niðurstöðu viðkomandi sveitarfélaga um skipulagsmál á línuleið Blöndulínu 3 í kjölfar fundar um málið sem var haldinn 21. ágúst 2013.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi bréfi Landsnets verði svarað með vísan til þess að leitað hafi verið eftir heimild ráðherra til að fresta þeim ákvæðum í aðalskipulagi sveitarfélagsins sem varða Blöndulínu 3.

Hanna Rósa Sveinsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

 

3. Svæði 505 í náttúruminjaskrá, umsögn um lagfæringu á misræmi í afmörkun

Lagt fram bréf, dags. 18. febrúar 2014, frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins um drög að breytingu á textalýsingu á svæði 505 í náttúruminjaskrá.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að af hálfu sveitarfélagsins verði ekki gerð athugasemd við þau drög að lagfæringu á í misræmi á afmörkun svæðis 505 í náttúruminjaskrá, sem fram koma í fyrirliggjandi gögnum.

 

4. Þátttaka í samráðsvettvangi vegna mótunar landsskipulagsstefnu 2015-2026

Lagt fram bréf, dags. 20. janúar 2014, frá Skipulagsstofnun þar sem boðið er til þátttöku í samráðsvettvangi vegna mótunar landsskipulagsstefnu 2015-2026.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að sveitarfélagið taki þátt í mótun landsskipulagsstefnu 2015-2026, ef því sem tök eru á.

 

5. Meðhöndlun á seyru, fyrirspurn um fyrirkomulag

Lagt fram tölvubréf, dags. 17. febrúar 2014, frá Flokkun Eyjafjörður ehf., þar sem spurst er fyrir um hvort áhugi er hjá aðildarsveitarfélögunum að standa sameiginlega að meðhöndlun á seyru.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að lýst verði yfir vilja sveitarfélagsins til að eiga aðild að sameiginlegu fyrirkomulagi sveitarfélaganna í Eyjafirði á meðhöndlun seyru.

 

6. Akureyrarbær, kynning á tillögum að breytingu á aðalskipulagi

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 30. janúar 2014, frá Akureyrarbæ þar sem gerð er grein fyrir að til kynningar séu tvær skipulagsáætlanir hjá Akureyrarkaupstað, þ.e. aðalskipulagsbreyting vegna virkjunar á Glerárdal og aðalskipulagsbreyting vegna miðbæjar Akureyrar.

 

7. Akureyrarbær, kynning á tillögu að breytingu á aðalskipulagi og tillögum að deiliskipulagsáætlunum

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 12. febrúar 2014, frá Akureyrarbæ þar sem gerð er grein fyrir að til kynningar séu fjórar skipulagsáætlanir hjá Akureyrarkaupstað, þ.e. aðalskipulagsbreyting vegna miðbæjar Akureyrar og deiliskipulagstillögur vegna virkjunar á Glerárdal, haga í Naustahverfi og miðbæjar Akureyrar og  aðalskipulagsbreyting vegna haga í Naustahverfi vegna virkjunar á Glerárdal.

 

8. Akureyrarbær, tilkynning um auglýsingu á aðalskipulagi vegna miðbæjar

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 25. febrúar 2014, frá Akureyrarbæ sem er tilkynning um auglýsingu á aðalskipulagi Akureyrar vegna miðbæjar.

 

9. Akureyrarbær, tilkynning um auglýsingu á aðalskipulagi vegna virkjunar á Glerárdal

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 25. febrúar 2014, frá Akureyrarbæ sem er tilkynning um auglýsingu á aðalskipulagi Akureyrar vegna virkjunar á Glerárdal.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 21:15.