Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 23

12.09.2013 20:00

Fimmtudaginn 12. september 2013 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Hanna Rósa Sveinsdóttir, Anna Dóra Gunnarsdóttir, Birna Jóhannesdóttir, Jón Þór Benediktsson og Róbert Fanndal í skipulags- og umhverfisnefnd, svo og Ævar Ármannsson, tæknifræðingur, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Björg II, framkvæmdaleyfi efnistöku

Lögð fram endurnýjun, dags. 4. september 2013, á umsókn, dags. 10. maí 2011, frá GV-Gröfum ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku á Björgum II. Umsókninni fylgir framkvæmdalýsing og efnistökuáætlun. Mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar er lokið. Erindið var áður á dagskrá nefndarinnar 10. maí 2011. Hún afgreiddi það þá með því að leggja til við sveitarstjórn að gefið verði út framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í landi Bjarga II í samræmi við framlagða umsókn, þegar umhverfismat framkvæmdarinnar lægi fyrir.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku á Björgum II í samræmi við framkomna umsókn með þeim skilmálum að fylgt verði því fyrirkomulagi sem lýst er í matsskýrslu umhverfismats, að því viðbættu að kveðið verði á um halla á fláum við frágang framkvæmdasvæðisins.

 

2. Skútar/Moldhaugar, framkvæmdaleyfi efnistöku

Lögð fram umsókn, dags. 3. september 2013, frá Skútabergi ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku á Skútum/Moldhaugum. Umsókninni fylgir framkvæmdalýsing og efnistökuáætlun. Mati á umhverfisáhrif framkvæmdarinnar er lokið, sbr. 1. tölulið fundargerðar skipulags- og umhverfisnefndar 3. september 2013.

Meirihluti skipulags- og umhverfisnefndar samþykkti að leggja til við sveitarstjórn veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku á Skútum og landspildu úr landi Moldhauga í samræmi við framkomna umsókn með þeim skilmálum að fylgt verði því fyrirkomulagi sem lýst er á matsskýrslu umhverfismats.

Jón Þór Benediktsson óskaði að eftirfarandi yrði bókað:

„Með vísan til álits Skipulagsstofnunar frá 3. júlí 2013, þar sem fram kemur að áhrif af efnistöku á Moldhaugahálsi séu neikvæð og varanleg, greiði ég atkvæði gegn veitingu framkvæmdaleyfis fyrir slíka efnistöku til handa Skútabergi ehf.“

 

3. Opinn nefndarfundur, beiðni

Lagt fram tölvubréf, dags. 9. september 2013, frá Ólafi Valssyni, þar sem óskað er eftir að sá fundur skipulags- og umhverfisnefndar, sem fjalla mun um bréf Umhverfisstofnunar, dags. 16. ágúst 2013, um afstöðu til friðlýsingar Hólahóla og Hóladals, verði opinn sbr. Reglur um opna fundi nefnda, dags. 21. ágúst 2013.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að fundur/fundir þar sem afstaða til hugsanlegrar friðlýsingar Hólahóla og Hóladals verður rædd og afgreidd verði ekki opinn/opnir.

 

4. Glerárdalur, friðlýsing

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 9. september 2013, frá Umhverfisstofnun þar sem gerð er grein fyrir því að hafinn er undirbúningur að friðlýsingu á hluta Glerárdals sem fólkvangs. Um er að ræða svæði innan sveitarfélagsmarka Akureyrarbæjar.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 22:10.