Fræðslunefnd, fundur nr. 93

16.08.2018 16:00

Fimmtudaginn 16. ágúst 2018 kl.16:00 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn voru, María Albína Tryggvadóttir, Vignir Sigurðsson og Eva María Ólafsdóttir fulltrúar í nefndinni og auk þeirra Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skólastjóri, Hulda Arnsteindóttir fulltrúi starfsmanna Þelamerkurskóla, Jón Þór Benediktsson fulltrúi foreldra grunnskóla, Hugrún Ósk Hermannsdóttir, leikskólastjóri, Stella Sverrisdóttir fulltrúi starfsmanna Álfasteini, Sigurbjörg Auðbjörnsdóttir fulltrúi foreldra Álfasteini og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

Sameiginleg málefni:

1. Erindisbréf nefndarinnar – fundartímar

Lagt fram erindisbréf fræðslunefndar og rætt um fundartíma nefndarinnar.

Fræðslunefnd samþykkti að reglulegir fundardagar nefndarinnar verði á þriðjudögum kl. 15:00 eða 16:00. Jafnframt mælir nefndin með því við sveitarstjórn að í erindisbréfinu verði gerðar lagfæringar er varðar fjölda fulltrúa í nefndinni.

2. Barnafjöldi í árgöngum. Skipulag leikskóla- og grunnskólamála næstu árin.

Lögð fram gögn er varðar fjölda barna á skólaaldri í hverjum árgangi.  Þar kemur m.a. fram að fjöldi barna á leikskólaaldri geti orðið allt að 44 börn á næsta ári en á grunnskólaaldri 62.  Umræður fóru fram um hvaða valkostir eru í þeirri stöðu að rými vantar fyrir leikskólabörn strax á næsta ári.

Fræðslunefnd samþykkti að beina því til sveitarstjórnar að strax verði hugað að því að skapa rými á Álfasteini til að hægt verði að mæta fyrirsjáanlegri þörf.

3. Almenningsbókasafn

Rætt var um aðgang íbúa Hörgársveitar að almenningsbókasafni.

Fræðslunefnd samþykkti að beina því til sveitarstjórnar að kannað verði með samning við Akureyrarbæ varðandi hagkvæmari möguleika á aðgengi íbúa Hörgársveitar að Amtsbókasafninu á Akureyri.

Málefni Þelamerkurskóla:

4. Skýrsla skólastjóra við upphaf skólaárs

Skólastjóri fór yfir stöðuna í upphafi skólaárs er varðar fjölda nemenda,hópaskiptingar, starfsmannahald og fleira.  Fram kom m.a. að nemendafjöldi í upphafi skólaárs eru 73 nemendur í þremur námshópum. Tveir umsjónarkennarar eru með hverjum námshópi. Starfsmenn verða 17, 13 kennarar, 2 skólaliðar og 2 starfsmenn í mötuneyti, auk stuðningsfulltrúa í tímabundnu starfi.  

5. Skipulag skólaaksturs

Farið var yfir skipulag skólaaksturs í vetur.

6. Skólaráð

Skólastjóri fór yfir stöðuna varðandi skólaráð og sagðist ætla að koma ráðinu á sem fyrst.

7. Gjöf til skólans

Þann 21. júlí s.l. færði fyrirtækið Tölvutek, Þelamerkurskóla 25 Acer tölvur að gjöf.

Fræðslunefnd færir Tölvutek bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf og færir skólanum hamingjuóskir með tölvurnar.

Málefni Álfasteins:

8. Skýrsla leikskólastjóra við upphaf skólaárs

Leikskólastjóri fór yfir stöðuna er varðar fjölda barna, starfsmannahald og fleira.  Fram kom m.a. að fjöldi barna í vetur verður 34 börn í 5 árgöngum auk þriggja barna í skóladvöl. Seldir tímar eru 260 á dag. Starfsmenn eru alls 10, 8 á deild auk leikskólastjóra og starfsmanns í eldhúsi.  Fagmenntun er sú sama og verið hefur um 90%.

9. Persónuverndarmál

Rætt var um þær breytingar sem orðið hafa með nýjum persónuverndarlögum í leik- og grunnskóla.

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 17:50