Fræðslunefnd, fundur nr. 6

06.12.2011 16:30

Þriðjudaginn 6. desember 2011 kl. 16:30 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla, matsal.

 

Fundarmenn voru: Axel Grettisson, Garðar Lárusson, Líney Diðriksdóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir nefndarmenn og auk þess Hugrún Ósk Hermannsdóttir, leikskólastjóri, Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri, Bára Björk Björnsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Andrea Keel, fulltrúi foreldra leikskólabarna, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

Málefni Þelamerkurskóla:

 

1. Reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum

Lögð fram til kynningar reglugerð ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum, nr. 1040/2011.

 

2. Skýrsla um brunavarnir

Lögð fram til kynningar skýrsla frá eldvarnaeftirliti, dags. 1. september 2011. Einnig voru lögð fram drög að verkáætlun sem gerð hefur verið á grundvelli skýrslunnar.

 

3. Eftirlitsskýrsla vinnueftirlits

Gerð var grein fyrir eftirlitsskýrslu vinnueftirlits sem borist hefur og viðbrögðum við henni.

 

4. Úttekt á grunnskólastarfi

Lagt fram tölvubréf, dags. 25. nóvember 2011, frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem greint er frá auglýsingu um úttektir á leik- og grunnskólum.

Fræðslunefnd samþykkti að Þelamerkurskóli taki þátt í gerð viðmiðana um gæði í skólastarfi fyrir ytra mat á grunnskólum og að skólinn sæki um að eiga kost á stofnanaúttekt sbr. lög nr. 91/2008.

 

Sameiginleg málefni:

 

5. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2012, drög

Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun fræðslu- og uppeldismála fyrir árið 2012.

 

6. Íbúafundur um skólastefnu

Rætt um að halda íbúafund um skólastefnu þann 14. janúar 2012.

Fræðslunefnd samþykkti að 14. janúar 2012 verði haldinn íbúafundur til að móta drög að skólastefnu sveitarfélagsins og fól stýrihópi um gerð skólastefnu að undirbúa fundinn.

 

Málefni Álfasteins:

 

7. Yfirvinna vegna fundahalda, uppsögn

Rætt um þá yfirvinnu sem fellur til vegna starfsmannafunda, sem verið hafa síðdegis, eftir að skólastarfi lýkur.

Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að sagt verði upp yfirvinnu á Álfasteini sem nemur 24-26 klst. á hvern starfsmann á ársgrundvelli.

 

8. Leikskóladvöl barns með lögheimili utan sveitarfélagsins

Rætt um heimild fyrir leikskóladvöl barns sem á lögheimili utan sveitarfélagsins án framlags frá lögheimilissveitarfélaginu, á þeirri forsendu að annað foreldri barnsins eigi lögheimili í sveitarfélaginu.

Fræðslunefnd samþykkti að leikskólastjóra sé heimilt að veita barni leikskóladvöl þó að það eigi lögheimili utan sveitarfélagsins, svo fremi að foreldri þess eigi lögheimili innan þess og hafi forræði yfir barninu.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 18:40