Fræðslunefnd fundur nr. 42

06.09.2022 16:00

Fræðslunefnd Hörgársveitar

42. fundur

Fundargerð

Þriðjudaginn 6. september 2022 kl.16:00 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í heilsuleikskólanum Álfasteini.

Fundarmenn voru, Jóhanna María Oddsdóttir formaður, Ásgeir Már Andrésson og Sigurbjörg L Auðbjörnsdóttir fulltrúar í nefndinni og auk þeirra Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skólastjóri, Hugrún Ósk Hermannsdóttir leikskólastjóri, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfasteini, Eva Hilmarsdóttir fulltrúi foreldra Álfasteini, Margrét Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna Þelamerkurskóla, Jón Þór Benediktsson fulltrúi foreldra Þelamerkurskóla og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

Sameiginleg málefni:

1. Erindisbréf nefndarinnar og fundartímar

Lagt fram erindisbréf fræðslunefndar og rætt um fundartíma nefndarinnar.

Fræðslunefnd samþykkti að fundardagar nefndarinnar verði að jafnaði á þriðjudögum kl. 16:15. Stefnt verði að þremur fundum á hvorri önn og oftar ef þurfa þykir.

2. Kynning á nýjum lögum um samþætta þjónustu í þágu barna

Ragnheiður Lilja kynnti hvernig nýjum lögum um samþætta þjónustu í þágu barna er ætlað að virka er varðar samvinnu og samræmingu milli hinna ýmsu aðila til að tryggja velferð barna.  Meðal annars var farið yfir til hvers er ætlast af hverjum aðila til að samþætting verði tryggð.

3. Stoðþjónusta

Rætt var um þá stoðþjónustu sem sveitarfélagið kaupir í dag af Akureyrarbæ í fræðslu- og velferðarmálum og hvort rétt væri að skoða aðra valkosti eins og t.d. samstarf við önnur sveitarfélög um sameiginlega skóla- og velferðarþjónustu. 

Málefni Þelamerkurskóla:

4. Skýrsla skólastjóra

Fram kom meðal annars að starfið í haust hafi farið mjög vel af stað. Starfsmenn eru 20 í 17,6 stöðugildum.  Nemendur eru nú 76 en verða væntanlega 78 á næstunni.  Kynnt var samstarfsverkefni samskólanna sem nefnist Deiglan. Þá kynnti skólastjóri ýmis samstarfsverkefni sem framundan eru í vetur.

5. Framkvæmdir og þróun í nemendafjölda

Skólastjóri fór yfir áætlun um fjölgun nemenda á næstu árum, en gert er ráð fyrir talsverðri fjölgun strax frá hausti 2023. Farið var yfir þær framkvæmdir sem í gangi eru við tengibyggingu og hvað er framundan er varðar endurbyggingu heimavistarálmu.

6. Skóladagatal 2022-2023, lítilsháttar breyting kynnt

Skólastjóri kynnti lítilsháttar breytingar á skóladagatali sem sveitarstjórn hefur samþykkt er varðar árshátíð skólans, vorferðarlag og skólaslit.

7. Starfsáætlun lögð fram til samþykktar

Skólastjóri lagði fram starfsáætlun Þelamerkurskóla 2022-2023 og lýsir nefndin ánægju með hana.

Fræðslunefnd samþykkti starfsáætlun Þelamerkurskóla 2022-2023.

8. Undanþága frá skólasókn vegna íþróttaæfinga hjá 1.-4. bekk

Skólastjóri kynnti hvernig og með hvaða hætti er staðið að undanþágu vegna skólasóknar.

Málefni Álfasteins:

9. Haustið – Fjöldi barna og starfsmanna

Fram kom í máli leikskólastjóra að fjölþætt starf hefur gengið vel í haust.  Börnin eru 65 núna í september og verða 68 um áramót. Starfsmenn eru 22 í 20,92 stöðugildum. 

10. Mannaráðningar

Leikskólastjóri fór yfir stöðu starfsmannamála og stöðuna er varðar ráðningar starfsfólks, en erfiðlega hefur gengið að ráða starfsfólk til starfa.

11. Innramatsskýrsla 2021 til 2022

Leikskólastjóri lagði fram ítarlega innramatsskýrslu Álfasteins 2021-2022 og fóru fram umræður um hana.

12. Reglur um launalaust leyfi

Umræður um reglur um launalaust leyfi.

Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að reglur um launalaust leyfi verði endurskoðaðar með tilliti til lengdar á leyfum.

13. Reglur um inntökur barna – endurskoðun

Rætt um reglurnar í framhaldi af umræðum á fyrri fundum nefndarinnar.

Formanni og leikskólastjóra falið að koma með tillögur að breytingum.

14. Gjaldskrármál

Rætt um þörf á endurskoðun gjaldskrár og innheimtureglna. 

15. Starfsmannafundir

Rætt um fyrirkomulag starfsmannafunda. Nefndin telur ekki þörf á breytingum.

16. Leikskólalóðin skoðuð

Fundarmenn fóru og skoðuðu leikskólalóðina og þær breytingar og endurbætur sem þar hafa verið gerðar.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 19:15