Fræðslunefnd, fundur nr. 35

26.05.2020 16:00

Fræðslunefnd Hörgársveitar

35. fundur

Fundargerð

Þriðjudaginn 26. maí 2020 kl.16:00 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn voru, María Albína Tryggvadóttir formaður, Eva María Ólafsdóttir og Garðar Lárusson (vm) fulltrúar í nefndinni og auk þeirra Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skólastjóri, Hulda Arnsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna Þelamerkurskóla, Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir fulltrúi foreldra Þelamerkurskóla, Hugrún Ósk Hermannsdóttir leikskólastjóri, Bára Björk Björnsdóttir sérkennslustjóri Álfasteins, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfasteini, Sigurbjörg Auðbjörnsdóttir fulltrúi foreldra Álfasteini og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 Þetta gerðist:

Sameiginleg málefni:

1. Skólastefna Hörgársveitar

Lögð fram lokadrög að skólastefnu Hörgársveitar.

Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að endurskoðuð skólastefna Hörgársveitar verði samþykkt.

2. Skóladagatöl Álfasteins og Þelamerkurskóla 2020-2021

Lagðar voru fram tillögur að skóladagatölum beggja skóla.

Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að skóladagatöl Þelamerkurskóla og leikskólans Álfasteins 2020-2021 verði samþykkt eins og þau liggja fyrir.

Málefni Álfasteins:

3. Skýrsla leikskólastjóra - börn og starfsfólk – haustið 2020

Fram kom hjá leikskólastjóra m.a. að veturinn hafi verið erilsamur. Sjö nýir starfsmenn voru við störf og 44 börn voru í leikskólanum í vetur, 22 á hvorri deild og var því leikskólinn fullsetinn. Miklar skipulagsbreytingar urðu í tengslum við covid-19 og starfsemin með öðruvísi hætti en vant er.  Í yfirliti yfir starfsmannahald kom m.a. fram að í haust verða 15 starfsmenn í 12,4 stöðugildum. Mikil fjölgun barna er framundan og gert er ráð fyrir að í mars 2021 verði börnin orðin 55.

4. Foreldrakönnun

Lagðar fram og farið yfir niðurstöður úr foreldrakönnun sem fram fór í desember 2019.  Niðurstöður eru í heildina mjög jákvæðar.

5. Sérkennslumál

Bára Björk Björnsdóttir sérkennslustjóri hjá Álfasteini fór yfir sérkennslumálin í leikskólanum en 11 börn hafa verið í sérkennslu hjá henni.

6. Framkvæmdir á lóð og byggingu

Farið var yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við lóð og byggingu við Álfastein en þær framkvæmdir eru að hefjast og byggingu á að skila fullfrágenginni í mars 2021.

7. 25 ára afmæli

Fram kom að Álfasteinn verður 25 ára 31. júlí n.k.

Málefni Þelamerkurskóla:

8. Skýrsla skólastjóra í lok skólaárs – covid-19 – lærdómur

Fram kom m.a. hjá skólastjóra að skólastarf féll óvenju oft niður í vetur vegna veðurs. Frá 16. mars var skólastarf algjörlega með breyttu sniði vegna covid-19.  Nýtt skipulag tók við með nýrri hópaskiptingu og skipuleggja varð skólaakstur með öðrum hætti.  Um það bil helmingur nemenda mættu þennan tíma í skólann og um helmingur voru heima í fjarnámi.  Skólastarfið í þessu umhverfi gekk mjög vel og má mjög margt læra af því. Frá 4. maí komu allir nemendur aftur í skólann og vegna þess hversu vel gekk með breytt skipulag var ákveðið að halda því að stórum hluta til út skólaárið.

9. Skólaslit í ljósi samkomubanns

Skólastjóri fór yfir með hvaða hætti skólaslit yrðu í vor. 

10. Næsta skólaár, ráðningarmál, fjöldi nemenda, fyrirkomulag

Skólastjóri skýrði frá því að tveir kennarar muni láta af störfum eftir þetta skólaár og búið er að ráða í aðra stöðuna og auglýst hefur verið eftir kennara í hina og verður ráðið í þá stöðu á næstu dögum.  Nemendur verða væntanlega álíka margir í haust og þeir voru í vetur. Lagt verður upp með að námshópar verði fimm í anda þess sem varð við breytinguna sem gerð var í lok þessa skólaárs.

11. Vistun grunnskólabarna utan skólatíma

Rætt um fyrirkomulag á vistun grunnskólabarna utan skólatíma næsta skólaár og lagt upp með að halda áfram samstarfi við Ungmennafélagið Smárann um slíka vistun.  Skólastjóri mun kanna þörf fyrir skólavistun.

12. Ytra mat Þelamerkurskóla

Kynnt var að ytra mat Þelamerkurskóla muni fara fram á vorönn 2021.

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 19:00