Fræðslunefnd, fundur nr. 2

09.11.2010 17:00

Þriðjudaginn 9. nóvember 2010 kl. 17:00 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í matsal Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn voru:

Axel Grettisson, Garðar Lárusson, Líney Diðriksdóttir, Stefanía Steinsdóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir í fræðslunefnd og auk þess Hugrún Ósk Hermannsdóttir, leik-skólastjóri, Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri, Helga Jónsdóttir, fulltrúi foreldra leik-skólabarna, Jón Þór Benediktsson, fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Hulda Arnsteins-dóttir, fulltrúi grunnskólakennara, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Fjárhagsrammi nefndarinnar fyrir árið 2011

Lögð fram drög að fjárhagsramma fræðslunefndar fyrir árið 2011. Þá voru kynnt frumdrög að fjárhagsáætlun ársins 2011á sviði fræðslu- og uppeldismála.

Umræður urðu um drögin.

 

2. Þelamerkurskóli, gjaldskrá mötuneytis

Lagðar fram upplýsingar um áhrif hugsanlegs systkinaafsláttar af mötuneytis-gjöldum, sbr. fundargerð síðasta fundar fræðslunefndar.

Þá var rætt um mötuneytisgjald skólans, sem er 450 kr. á dag fyrir hvern nemanda.

Fræðslunefndin samþykkti að beina því til sveitarstjórnar að mötuneytisgjald í Þelamerkurskóla verði óbreytt á yfirstandandi skólaári og jafnframt að sveitarstjórn móti stefnu um afslátt af mötuneytisgjöldum skólans.

 

3. Álfasteinn, sumarlokun 2011

Rætt um tímasetningu sumarlokunar á Álfasteini 2011.

Fræðslunefndin samþykkti að leggja til að sumarlokun leikskólans 2011 verði fjórar vikur, jafnframt því að kannaðar verði leiðir til takmarka þann kostnað sem mun væntanlega hljótast af þeim viðbótarafleysingum sem leiðir af styttri sumarlokun en nú er.

 

4. Skólastefna sveitarfélagins

Rætt um hvernig staðið að gerð skólastefnu fyrir sveitarfélagið.

Ákveðið var að óska eftir að sveitarstjórnin skipi stýrihóp til að annast gerð skólastefnunnar.

 

5. Álfasteinn, umsókn um vottun sem heilsuleikskóli

Tekið fyrir að nýju hvort Álfasteini sæki um vottun sem heilsuleikskóla, sbr. fundargerð síðasta fundar fræðslunefndar. Í samræmi við ákvörðun þess fundar hefur verið leitað eftir áliti foreldrafélags leikskólans um málið, sem líst vel á að það verði gert, sbr. fund stjórnar foreldrafélagsins 1. september 2010 og kynningarfund foreldra 28. október 2010.

Fræðslunefndin samþykkti að sótt verði um ofangreinda vottun.

 

6. Álfasteinn, ársskýrsla skólaársins 2009-2010

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Álfasteins fyrir skólaárið 2009-2010.

 

Að loknum fundarstörfum skoðaðu fundarmenn nýjan tölvukost Þelamerkurskóla.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 19:20.