Fræðslunefnd, fundur nr. 18

10.03.2015 15:30

Þriðjudaginn 10. mars 2015 kl. 15:30 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla, matsal.

 

Fundarmenn voru Axel Grettisson, Ásrún Árnadóttir og María Albína Tryggvadóttir fulltrúar í nefndinni og auk þeirra Eva María Ólafsdóttir fulltrúi foreldra grunnskóla, Andrea R. Keel, fulltrúi foreldra leikskólabarna, Hugrún Ósk Hermannsdóttir, leikskólastjóri, Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfasteins, Jónína Sverrisdóttir fulltrúi starfsmanna Þelamerkurskóla og Snorri Finnlaugsson, verðandi sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

Málefni Álfasteins:

 

1. Heimasíða

Rætt um nýtt vefumsjónarkerfi fyrir heimasíðu leikskólans. Áætlaður kostnaður er 53.182 kr., sem greiðist í upphafi og er fyrir þrjú ár.

Fræðslunefnd samþykkti að skoðað verði að samræma útlit heimasíðna grunnskóla, leikskóla og sveitarfélagsins og gera einn heildarsamning þar um.

 

2. Innra mat

Rætt um að nýta svonefndan Skólapúls til að gera foreldrakönnun, sem hluta af innra mati leikskólans.

Fræðslunefnd samþykkti að nota áfram svipuð kerfi og notuð hefur verið við foreldrakannanir.

 

3. Samningur um ráðgjafarþjónustu við leikskóla

Rætt um endurskoðun á meðf. samningi við Akureyrarbæ  um ráðgjafarþjónustu við leikskólann, þ.m.t. að inn í hann verði tekin þátttaka í stjórnendanámskeiðum hjá Akureyrarbæ.

Fræðslunefnd samþykkti að ekki verði óskað eftir breytingum á samningnum en þátttaka í stjórnunarnámskeiðum hjá Akureyrarbæ verði ákveðin í hvert skipti fyrir sig.

 

4. Sumarnámskeið

Rætt um sumarnámskeið fyrir 1.-4. bekk nk. sumar.

 

Sameiginleg málefni:

 

5.  Starfsáætlanir grunnskóla og leikskóla skólaárið 2015-2016

Lögð fram drög að starfsáætlunum leikskóla og grunnskóla fyrir skólaárið 2015-2016.

Lagt fram til kynningar.

 

 

Málefni Þelamerkurskóla:

 

6. Stækkun anddyris o.fl., lokaúttektargerð

Lögð fram til kynningar lokaúttektargerð fyrir verkið „Stækkun anddyris o.fl.“, dags. 27. febrúar 2015.

Lagt fram.

  

7.  Eldvarnarskýrsla

Lögð fram eldvarnarskýrsla fyrir Þelamerkurskóla, dags. 12. janúar 2015, og greinargerð um viðbrögð við henni.

Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að unnið verði að viðbröðum við fyrirliggjandi eldvarnarskýrslu í samræmi við framlagða greinargerð og tilboð sem fyrir liggja.

 

8. Framkvæmdir

Rætt um næsta áfanga í framkvæmdum við skólann, sem miði að því að losa heimavistarálmuna úr rekstri skólans og hugmyndir um að koma skrifstofu sveitarfélagsins fyrir í tengibyggingu.

Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að unnið verði áfram að málinu í samræmi við fyrirliggjandi hugmyndir, enda liggi fyrir viðunandi lausnir er varðar húsnæði fyrir þá starfsemi skólans sem er í heimavistarálmu og tengibyggingu og aðgengi innan skólahúsnæðisins.

 

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl.  17:50