Fjallskilanefnd fundur nr. 31

03.11.2021 20:00

Fjallskilanefnd Hörgársveitar

31. fundur 

Fundargerð 

Miðvikudaginn 3. nóvember 2021 kl. 20:00 kom fjallskilanefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu Hörgársveitar í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Jónas Þór Jónasson formaður, Jósavin Gunnarsson, Sigríður Kristín Sverrisdóttir, Davíð Jónsson og Arnar Ingi Tryggvason nefndarmenn og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Framkvæmd gangna og rétta 2021

Farið var yfir tilhögun ganga og rétta.

2. Samningur við Akrahrepp varðandi fjallskil

Kynnt var að í samræmi við samþykkt nefndarinnar frá síðasta fundi, hefði samningi við Akrahrepp varðandi fjallskil verið sagt upp og tekur uppsögnin gildi 1.júlí 2022.

Fjallskilanefnd samþykkti að farið verði í viðræður við Skagfirðinga fljótlega á næsta ári með það að markmiði að samstarfi verði komið á fyrir fjallskil haustið 2022.  Nefndin fundi í byrjun næsta árs til að undirbúa viðræður.

3. Fjárhagsáætlun 2022 er varðar fjallskil, réttir og girðingar

Lögð var fram og kynnt fjárhagsáætlun 2022 er varðar fjallskilamál.

4. Undanþágur frá fjallskilum

Rætt um framkvæmd varðandi undanþágur frá fjallskilum.

Fjallskilanefnd leggur til við sveitarstjórn að reglur um undanþágur frá fjallskilum verði endurskoðaðar þar sem of mörg dæmi eru um að fé hafi ekki verið haldið í fjárheldum girðingum eins og reglur gera ráð fyrir.

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl.  22:40