Fjallskilanefnd, fundur nr. 25

27.05.2020 20:00

Fjallskilanefnd Hörgársveitar

25. fundur

Fundargerð

Miðvikudaginn 27. maí 2020 kl. 20:00 kom fjallskilanefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Jónas Þór Jónasson formaður, Sigríður Kristín Sverrisdóttir, Davíð Jónsson, Jósavin Gunnarsson og Arnar Ingi Tryggvason nefndarmenn og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Breytt skipan nefndarinnar, nýr formaður

Kynnt var var eftirfarand samþykkt í sveitarstjórn sem gerðar var 30.4.2020.

Sveitarstjórn samþykkti að skipa Sigríði Kristínu Sverrisdóttur aðalmann í fjallskilanefnd og Kristbjörgu Maríu Bjarnadóttur til vara, formaður nefndarinnar verði Jónas Þór Jónasson.

2. Tímasetning gangna haustið 2020 og fyrirkomulag fjallskila

Lögð fram samþykkt frá Dalvíkurbyggð um dagsetningar gangna þar haustið 2020. Fjallskilanefnd ræddi um tímasetningu gangna haustið 2020 og fyrirkomulag fjallskila.

Fjallskilanefnd samþykkti að fyrstu göngur haustið 2020 verði víðast hvar frá miðvikudeginum 9. september til sunnudagsins 13.september og að aðrar göngur verði víðast hvar viku síðar. Frávik frá þessum dagsetningum ef til koma, verða kynnt tímanlega. Dalvíkurbyggð verði kynntar þessar tímasetningar.

3. Umsóknir um heimild til uppreksturs annarra en eiganda viðkomandi lands

Lagður fram listi yfir framkomnar umsóknir um heimild til uppreksturs.

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 21:45