Fjallskilanefnd, fundur nr. 21

12.07.2018 16:15

Fimmtudaginn 12. júlí 2018 kl. 16:15 kom fjallskilanefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Þór Jónsteinsson formaður, Jónas Þór Jónasson, Davíð Jónsson, Jósavin Gunnarsson og Arnar Ingi Tryggvason nefndarmenn og Snorri Finnlaugsson, sveitar-stjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Erindisbréf nefndarinnar
Lagt fram til kynningar erindisbréf fjallskilanefndar og fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð.

Þar sem tveir nefndarmenn eru úr Arnarnesdeild samþykkti fjallskilanefnd, í samræmi við erindisbréf nefndarinnar, að Davíð Jónsson beri ábyrgð á framkvæmd fjallskila í þeirri deild.

2. Tímasetning gangna haustið 2018

Fjallskilanefnd samþykkti tímasetningu gangna haustið 2018.

Fjallskilanefnd samþykkti að fyrstu göngur haustið 2018 verði víðast hvar frá miðvikudeginum 12. september til sunnudagsins 16. september og að aðrar göngur verði víðast hvar viku síðar.  Frávik frá þessum dagsetningum ef til koma, verða kynnt tímanlega.

3. Álagning gangnadagsverka

Rætt um fyrirkomulag á gerð draga að fjallskilaboðum.

Fjallskilanefnd samþykkti að gerð draga að fjallskilaboðum fari fram á skrifstofu sveitarfélagsins í samráði við nefndarmenn.

4. Undanþágur frá fjallskilum

Fjallskilanefnd samþykkti að þeir sem hafa allt sitt fé í sauðheldum girðingum allt sumarið, geti sótt um til fjallskilanefndar að vera undanþegnir fjallskilum.

5. Viðhald fjárrétta

Rætt um stöðu mála varðandi ásigkomulag og viðhald fjárrétta.

Fjallskilanefnd samþykkti að nefndarmaður viðkomandi deildar fari yfir ástand hverrar réttar með verkstjóra þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins.

6. Önnur mál er varðar fjallskil og gangnamál

Lagt fram erindi Adel lögmönnum f.h. Valdimars Gunnarsson er varðar athugasemd við fjallskilamál í Arnarnesdeild.

Fjallskilanefnd samþykkti að fela formanni og sveitarstjóra að leita lögfræði ráðgjafar í málinu og leggja álit fram á næsta fundi nefndarinnar.

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 18:50