Fjallskilanefnd, fundur nr. 1 - 2008

13.06.2008 20:00

Föstudagskvöldið 13. júní 2008 kom fjallskilanefnd Hörgárbyggðar saman til fundar á Staðarbakka. Mættir eru: Guðmundur Skúlason, Aðalsteinn H Hreinsson, Stefán L Karlsson og Helgi Steinsson oddviti.

 

Eftirfarandi bókað á fundinum:

 

1.      Skrifað undir fundargerð síðasta fundar.

 

2.      Fjallskilastjóri lagði fram afrit af bréfi dagsettu 4. desember 2007, undirritað af Þóroddi Sveinssyni og afrit af svarbréfi sveitarstjórnar til hans dagsettu 7. desember 2007. Bréf þessi varða álagningu gangnadagsverka haustið 2007 og greiðslu fyrir þau. Efnislegri afgreiðslu frestað.

 

3.      Fjallskilanefnd fagnar erindi sveitarstjórnar til Vegagerðarinnar um að þjóðvegur eitt í Öxnadal verði girtur af þannig að heftur verði aðgangur búfjár að veginum. Nefndin skorar á Vegagerðina að bregðast jákvætt við þessu erindi.

 

4.      Þórustaðarétt skilarétt fyrir Glæsibæjardeild er orðin mjög léleg og óvíst um stöðuleyfi fyrir hana þar sem hún stendur nú. Því fer fjallskilanefnd þess á leit við sveitarstjórn að boðað verði til fundar með fjáreigendum í Glæsibæjardeild til að ræða framtíð skilaréttar og annara rétta í deildinni.

 

5.      Tímasetning gangna haustið 2008 rædd. Ákveðið var að höfðu samráði við nágrannasveitarfélög að flýta göngum í Hörgárbyggð um eina viku. Fyrstu göngur verða því í Hörgárbyggð, frá miðvikudeginum 10. september til sunnudagsins 14. september. Aðrar göngur verða svo viku síðar.

 

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 23:26.