Félagsmála- og jafnréttisnefnd, fundur nr. 2

11.11.2010 20:00


Fimmtudaginn 11. nóvember 2010 kl. 20:00 kom félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörg-ársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Elisabeth J. Zitterbart, Jóhanna M. Oddsdóttir, Sigmar Bragason, Sunna H. Jóhannesdóttir og Unnar Eiríksson í félagsmála- og jafnréttisnefnd og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Jafnréttisáætlun fyrir Hörgársveit 2010-2014

Lögð fram drög að jafnréttisáætlun 2010-2014 fyrir Hörgársveit, sbr. 3. lið fundargerðar nefndarinnar fá 27. september 2010.

Farið var yfir drögin og gerðar á þeim nokkrar breytingar.

Félagsmála- og jafnréttisnefnd samþykkti fyrir sitt leyti framlögð drög að jafnréttisáætlun 2010-2014 fyrir Hörgársveit með áorðnum breytingum og leggur til við sveitarstjórn að þau verði tekin sem fyrst til afgreiðslu.

 

2. Drög að samningi um þjónustu við fatlaða

Lögð fram til kynningar drög að samningi um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða.

 

3. Fjárhagsrammi nefndarinnar fyrir árið 2011

Lögð fram drög að fjárhagsramma félagsmála- og jafnréttisnefndar fyrir árið 2011.

Umræður urðu um drögin.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 22:20.