Félagsmála og jafnréttisnefnd fundur nr. 19

25.04.2022 17:30

Félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar 

19. fundur 

Fundargerð

Mánudaginn 25. apríl 2022 kl. 17:30 kom félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Andrea R. Keel formaður og Kristbjörg María Bjarnadóttir í félagsmála- og jafnréttisnefnd og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Ingibjörg Stella Bjarnadóttir boðaði forföll.

Þetta gerðist:

1. Jafnlaunastefna Hörgársveitar

Lögð fram tillaga að uppfærslu á jafnlaunastefnu Hörgársveitar og fór nefndin yfir tillöguna.

Félags- og jafnréttisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að jafnlaunastefna Hörgársveitar verði samþykkt eins og hún liggur fyrir.riu

2. Rekstur málaflokksins

Farið var yfir stöðu málaflokksins 02 félagsþjónusta.

3. Sundlaug - félagsmiðstöð

Umræður um hvort hægt væri að endurskoða opnunartíma sundlaugar yfir vetrartímann til að tengja hann betur við opnunartíma félagsmiðstöðvar.

4. Leiguíbúðir

Umræða um hvort sveitarfélagið ætti að eiga íbúðir til útleigu eða hafa samvinnu við aðila um að auka framboð af leiguíbúðum í sveitarfélaginu.

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 18:50