Sveitarstjórn Hörgárbyggðar, fundur nr. 98

18.12.2006 20:00

Mánudaginn 18. desember 2006 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 9. fundar í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra.

Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1. Fundargerð stjórnar Íþróttamiðstöðvarinnar, 13. des. 2006

Fundargerðin frá 13. des. er í einum lið. Farið var yfir umsóknir um starf forstöðumanns Íþróttamiðstöðvarinnar. Helga og Árna var falið að vinna áfram að málinu í samráða við Arnarneshrepps og reyna að ganga frá ráðningu nýs forstöðumanns fyrir áramót. Fundargerðin var að öðru leyti afgreidd án athugasemda.

 

2. Fjárhagsáætlun Íþróttamiðstöðvarinnar fyrir árið 2007, síðari umræða

Engar breytingar hafa verið gerðar á tillögu að fjárhagsáætlun ÍMÞ fyrir árið 2007 frá fyrri umræðu.  Fjárhagsáætlun 2007 rædd og samþykkt samhljóða.  Skv. henni er gert ráð fyrir rekstrarframlagi Hörgárbyggðar að upphæð kr. 1.396 þús. kr.

 

3. Sparkvöllur, samningur við KSÍ

Lögð fram drög að samningi við Knattspyrnusamband Íslands um byggingu sparkvallar

Eftirfarandi bókun var samþykkt:

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög að samningi við Knattspyrnusamband Íslands um byggingu sparkvallar við Þelamerkurskóla á árinu 2007, sbr. samþykkt sveitarstjórnar 22. febrúar 2006 þar um.

 

4. Kennarar Þelamerkurskóla, styrkbeiðni

Bréf, ódagsett, frá fulltrúa kennara Þelamerkurskóla í SAM-skólaráði, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 160.000 sameiginlega frá Hörgárbyggð og Arnarneshreppi til ferðar SAM-skólanna til Porvoo í Finnlandi næstkomandi vor.

Eftirfarandi bókun var samþykkt:

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkir fyrir sitt leyti  að styrkja kennara ÞMS til fararinnar og veita þeim kr. 111.728 í ferðastyrk.

 

5. Fjárhagsáætlun Þelamerkurskóla fyrir árið 2007, síðari umræða

Lögð fram ný tillaga að fjárhagsáætlun Þelamerkurskóla fyrir árið 2007. Breytingarnar frá fyrri tillögu snúast í fyrsta lagi um að fella áætlun um útgjöld að samþykktu rekstrarframlagi sveitarfélaganna og í öðru lagi er gert ráð fyrir viðbótarframlagi vegna rekstrarleigu á tölvubúnaði. Framlag Hörgárbyggðar til ÞMS á árinu 2007 er áætlað kr. 60.517.000 og framlag Arnarneshrepps kr. 24.483.000. Samtals framlag sveitarfélaganna er því kr. 85.000.000. Fjárhagsáætlunin rædd og síðan afgreidd samhljóða.

 

6. Minkaveiðiátak 2007-2009, fjárþörf verkefnisins

Bréf, dags. 1. des. 2006, frá nefnd um aðgerðir gegn minkum, þar sem farið er þess á leit að sveitarfélagið taki þátt í þriggja ára tilraunaverkefni um útrýmingu minks, m.a. með því að leita leiða til þess að leysa umfram fjárþörf verkefnisins.

Eftirfarandi bókun var samþykkt:

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar  samþykkir að leggja fram kr. 350 þús. á ári til tilraunaverkefnis um útrýmingu minka. Framlagið er fyrir árin 2007, 2008 og 2009 og er óháð verðlagsbreytingum.

 

7. UMFÍ, heiðursráskrift að afmælisriti

Bréf, dags. 5. des. 2006, frá Ungmennafélagi Íslands, þar sem boðin heiðursáskrift á kr. 25.000 að 100 ára afmælisriti Ungmennafélags Íslands, sem kom mun út haustið 2007. Samþykkt samróma að kaupa nefnda heiðursáskrift.

 

8. Viðbygging leikskóla, kaup á eldhústækjum

Tilboð í eldhústæki fyrir viðbyggingu leikskólans gert af Þresti Sigurðssyni lagt fram og rætt. Þann 14. des. 2006 skoðuðu formaður leikskólanefndar, sveitarstjóri og leikskólastjóri eldhúsin á leikskólunum Hólmasól og Holtakoti á Akureyri. Á þeim fyrrnefnda eru tæki frá “Geira ehf.”

Eftirfarandi bókun var samþykkt:

Sveitarstjórn samþykkti að ganga að lægsta tilboðinu í eldhústæki og búnað þ.e. frá Geira ehf. Sveitarstjóra, formanni leikskólanefndar og leikskólastjóra falið að ganga til samninga við Geira ehf. á grundvelli tilboðsins.  

Rædd var ósk leikskólastjóra um að ráðning fasts afleysingastarfsmanns verði útvíkkuð þannig að hann sjái um frágang í eldhúsi. Það þýðir vinnutíma til kl. 13 í stað kl. 12. Undanfarnar vikur hefur þessi vinna verið að talsverðu leyti unnin í yfirvinnu. Samþykkt var að verða við beiðni leikskólastjórans.

 

9. Gásaverkefnið, samningur við Minjasafnið og tilnefning í Gásanefnd

Í dag, mánudaginn 18. des. 2006, var undirritað samkomulag milli Hörgárbyggðar, Akureyrarbæjar og Minjasafnsins á Akureyri um uppbyggingu á Gásum, sbr. fundargerð sveitarstjórnar 18. okt. 2006.  Þar er m.a. gert ráð fyrir að sett verði á fót Gásanefnd til að hafa umsjón með verkefninu. Hörgárbyggð mun eiga einn fulltrúa í nefndinni.

Þá voru lögð fram drög að samningi Hörgárbyggðar við Minjasafnið um verkefnastjórn Gásaverkefnisins. Fyrirliggjandi drög að samningi milla Hörgárbyggðar og Minjasafnsins voru rædd og  síðan samþykkt. Sveitarstjóra var falið að undirrita samninginn fyrir hönd Hörgárbyggðar. Fulltrúi í Gásanefndina f.h. Hörgárbyggðar var kosinn Jóhanna María Oddsdóttir. Guðný Árnmarsdóttir var kosin til vara.

 

10. Fjárhagsáætlun sveitarsjóðs, eignasjóðs og fráveitu fyrir árið 2007, síðari umræða

Bréf, dags 7. des. 2006, frá félagsmálaráðneytinu, þar sem minnt er á ákvæði sveitarstjórnarlaga um skil á fjárhagsáætlunum og þriggja ára áætlunum.

Lögð fram tillaga að breytingum á áður framlögðum drögum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2007. Tillagan var rædd og að því loknu voru fjárhagsáætlanir aðalsjóðs, eignasjóðs og fráveitu Hörgárbyggðar fyrir árið 2007 samþykktar með heildarrekstrarniðurstöðu upp á kr. 12.764.000 og fjárfestingu, skv. lista, að upphæð kr. 20.396.000. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir reiknuðum afskriftum að upphæð kr. 7.987.000 og afborgunum langtímalána að upphæð kr. 2.765.000, þannig að lækkun á handbæru fé verður kr. 2.410.000.-

 

11. Skjalavistun sveitarfélagsins

Lögð fram greinargerð um fyrirkomulag á skjalavistun sveitarfélagsins, sbr. fundargerð sveitarstjórnar 5. sept. 2006. Skv. greinargerðinni er ekki gert ráð fyrir að keypt verði sérstakt skjalavistunarkerfi fyrir tölvur, heldur byggt á fyrirkomulagi í skjalavistun, sem komið var á árið 2004.

Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með hvernig fyrirhugað er að gera skjalavistun sveitarfélagsins aðgengilega.

 

12. Hlíðarbær, samningur um loftnet

Lögð fram drög að samningi við Íslandsmiðil ehf. um aðstöðu fyrir móttöku- og sendingarbúnað í Hlíðarbæ fyrir stafrænt sjónvarp. Búnaðurinn hefur þegar verið settur upp.

Sveitarstjóra falið að ganga frá samninginn.

 

13. Fundargerð stjórnar búfjáreftirlits á svæði 18, 27. nóv. 2006

Lögð fram fundargerð stjórnar búfjáreftirlitsnefndar á svæði 18 frá 27. nóv. 2006. Þar kemur fram að kostnaður Hörgárbyggðar af búfjáreftirlitinu á árinu 2007 er áætlaður kr. 430.454. Fundargerðin er í þremur liðum og var hún afgreidd án athugasemda.

 

14. Fundargerð samvinnunefndar um svæðisskipulag, 11. des. 2006

Fundargerðin hefur ekki borist, en á fundi sínum samþykkti nefndin að leggja til við sveitarfélögin að gildandi svæðisskipulag verði tímabundið fellt úr gildi, en jafnframt að strax verði hafist handa við að gera nýtt svæðisskipulag fyrir Eyjafjörð, sem verði mun einfaldara en það sem nú gildir.

Eftirfarandi bókun var samþykkt:

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkir fyrir sitt leyti að gildandi svæðisskipulag verði tímabundið fellt úr gildi og að jafnframt verði hafist handa við gerð nýs svæðisskipulags sem fjalli m.a. um samgöngumál, stofnlagnir og sameiginleg umhverfismál héraðsins.

 

15. Fundargerðir þjónustuhóps aldraðra, 30. ágúst, 1. nóv. og 8. nóv. 2006

Fundargerðir þjónustuhóps aldraðra í umdæmi Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri frá 30. ágúst, 1. nóv. og 8. nóv. 2006 voru lagðar fram til kynningar.

 

16. Trúnaðarmál

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 23:25.