Sveitarstjórn Hörgárbyggðar, fundur nr. 96

20.11.2006 19:30

Mánudaginn 20. nóvember 2006 kl. 19:30 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 7. fundar  í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra.

Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1. Heimsókn í viðbyggingu Álfasteins

Byrjað var á því að skoða byggingaframkvæmdir á Álfasteins kl. 19:30.

     

2. Endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2006

Lögð var fram tillaga vegna endurskoðunar á fjárhagsáætlun Hörgárbyggðar 2006. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2006 og leggja fyrir næsta fund.

 

3. Sorphirða, gjaldskrá fyrir árið 2007

Eftirfarandi gjaldskrá var samþykkt:

a)  Fyrirtæki  kr. 4,50 pr. kg. án vsk

b)  Hver íbúð kr. 12.000

c)  Að auki hvert það lögbýli þar sem stundaður er búskapur kr. 6.000                                             

 

4. Hlutafélag um jarðgerðarstöð

Bréf, dags. 3. nóv. 2006, frá Sigmundi Ófeigssyni um fyrirhugað hlutafélag um byggingu og rekstur jarðgerðarstöðvar.

Eftirfarandi bókun var samþykkt:

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkir að beita sér fyrir því að meginhluti lífræns úrgangs sem til fellur í sveitarfélaginu næstu 8-10 ár verði meðhöndlaður í fyrirhugaðri jarðgerðarstöð. Ennfremur samþykkir sveitarstjórn Hörgárbyggðar að taka jákvætt í að eiga beina aðild að hlutafélaginu og óskar jafnframt eftir að eiga fulltrúa í undirbúningshópi vegna stofnunar félagsins.

 

5.  Vindás, ljósastaurar við heimreið

Bréf, dags. 7. nóv. 2006, frá Jóhanni Olsen og Hjördísi Stefánsdóttur um niðurtöku ljósastaura við heimreiðin að Vindási. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræðuna á fundinum.

 

6.  Sparisjóður Norðlendinga, stofnfjáraukning

Bréf, dags. 19. okt. 2006, frá stjórn Sparisjóðs Norðlendinga um stofnfjáraukningu í sjóðnum, sbr. 10. lið í fundargerð sveitarstjórnar 16. ágúst 2006.

Eftirfarandi bókun var samþykkt:

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkir að nýta að fullu forkaupsrétt að þeirri stofnfjáraukningu, sem samþykkt var á aðalfundi sjóðsins 27. apríl 2005, sem er alls 20 hlutir að kaupverði kr. 1.272.740.

 

7. Svæðisskipulag Eyjafjarðar 1998-2018, tilnefning tveggja fulltrúa í samvinnunefnd

Meðf. er bréf, dags. 18. okt. 2006, frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar um endurskoðun svæðisskipulags Eyjafjarðar 1998-2018, sbr. 7. lið í fundargerð sveitarstjórnar 5. sept. 2006. Óskað er eftir tilnefningu á tveimur fulltrúum í samvinnunefnd um gerð svæðisskipulags, sbr. 4. mgr. 12. gr. skipulags- og byggingarlaga.

Eftirtaldir aðilar voru tilnefndir fyrir hönd Hörgárbyggðar. Sveitarstjóri og oddviti voru kosnir sem aðalmenn en Birna Jóhannesdóttir og Árni Arnsteinsson til vara.

 

8. Snjómokstur, samningur um Skógarhlíðarhverfi og verklagsreglur um framkvæmd vetrarþjónustu á helmingamokstursvegum

Lagt fram afrit af samningi, dags. 25. okt. 2006, við G. Hjálmarsson hf. um snjómokstur í Skógarhlíðarhverfi og afrit af verklagsreglum, dags. 31. okt. 2006, um framkvæmd vetrarþjónustu á helmingamokstursvegum í Hörgárbyggð. Sveitarstjóra var falið að ganga frá samkomulagi við tilgreinda aðila um að Barkárvegur, Staðarbakkavegur og Eyrarvíkurvegur verði mokaðir þegar þurfa þykir.

 

9. Garnaveikibólusetning og hundahreinsun, tilboð

Lagt fram tilboð, dags. 23. okt. 2006, frá Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar ehf. um garnaveikibólusetningu á líflömbum og hundahreinsun 2006, með vsk. Garnaveikibólusetning, komugjald á bæ kr. 1.970, bólusetning pr. lamb kr. 130, lyf pr. lamb kr. 95. Hundahreinsun þar sem verið er að garnaveikibólusetja kr. 1.800 óháð fjölda hunda. Hundahreinsun án bólusetningavinnu kr. 2.500, lyf fyrir hvern 10. kg. hund kr.  356 og kr. 1.300 ef óskað er eftir að hundur sé örmerktur. Aksturskostnaður deilist hlutfallslega milli bæja. Sveitarstjórn ákvað að taka framangreindu tilboði frá Dýrey ehf. Sveitarsjóður borgar komugjald og lyf fyrir garnaveikibólusetningu.

 

10. Gistiskáli að Lónsá, umsögn um endurnýjun leyfis

Bréf, dags. 2. nóv. 2006, frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn um endurnýjun leyfis til að reka gistiskála að Lónsá.

Eftirfarandi bókun var samþykkt:

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Ásbjörns Á. Valgeirssonar um leyfi til reksturs gistiskála að Lónsá í Hörgárbyggð.

 

11. Byggðarmerki, ákvörðun um gerð

Fram kom að Jóhann H. Jónsson, teiknari, er reiðubúinn að ganga frá merki fyrir Hörgárbyggð fyrir tilgreinda fjárhæð. Sveitarstjóri leggur til að samið verið við hann um að fullmóta merki fyrir Hörgárbyggð og var það einróma samþykkt.

 

12. Eyþing, ályktun um samstarf í markaðs- og ferðamálum

Lagt fram bréf, dags. 18. okt. 2006, þar sem fram kemur ályktun aðalfundar Eyþings um samstarf í markaðs- og ferðamálum. Þar segir að ferðaþjónusta sé einn af burðarásum atvinnulífsins á svæðinu og hvatt er til áframhaldandi samstöðu meðal sveitarfélaganna um samstarf í markaðs- og ferðamálum.

Lagt fram til kynningar.

 

13.  Skógræktarfélag Íslands, ályktun um skógrækt í skipulagsáætlunum

Lagt fram bréf, dags. 25. okt. 2006, frá Skógræktarfélagi Íslands með ályktun síðasta aðalfundar Skógræktarfélagsins, þar sem sveitarfélög eru hvött til að ætla skógrækt aukið vægi í aðal- og deiliskipulagsáætlunum sínum.

Lagt fram til kynningar.

 

14. Samningur við HA um ráðgjafarþjónustu við leikskóla, uppsögn

Leikskólanefnd fjallaði á fundi sínum 16. ágúst 2006 um samning við Háskólann á Akureyri frá árinu 2002 um ráðgjafarþjónusta á sviði stjórnar og reksturs, fræðslufunda o.fl. og taldi að endurskoða ætti hvernig þeim málum verði háttað.

Eftirfarandi bókun var samþykkt:

Sveitarstjórn samþykkir að samningi við Háskólann á Akureyri, dags. 16. des. 2002, um ráðgjafarþjónustu við leikskólann Álfastein verði sagt upp.

 

15. Stígamót, beiðni um styrk

Bréf, dags. 19. okt. 2006, frá Stígamótum þar sem óskað er eftir fjárstuðningi.

Samþykkt að veita kr. 25.000 í styrk.

 

16. Vímulaus æska, beiðni um styrk

Tölvupóstur, dags. 8. nóv. 2006, frá Vímulausri æsku, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi.

Hafnað.

 

17. Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi, endurnýjun samnings

Bréf, dags. 30. okt. 2006, frá stjórn Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi þar sem farið er fram á að gildandi samningur við skrifstofuna verði endurnýjaður til næstu þriggja ára. Gjald fyrir nefnda þjónustu er kr. 600 pr. íbúa á ári. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkti að endurnýja samninginn til næstu þriggja ára.

 

18. Yfirlýsing um breytta eigandaskráningu vegna sameiningar

Bréf, dags. 24. okt. 2006, frá Fasteignamati ríkisins þar sem fram kemur að í sumum tilvikum hefur láðst að þinglýsa yfirlýsingu um breytingu á eiganda fasteigna vegna sameiningar sveitarfélaga. Lagður fram listi yfir eignir sem eru þinglýstar eignir Glæsibæjarhrepps og Öxnadalshrepps.  

Sveitarstjórn samþykkti að tilgreindar eignir sem áður voru í eigu Glæsibæjarhrepps og Öxnadalshrepps verði þinglýstar sem eign Hörgárbyggðar og undirritaði yfirlýsingu til þinglýsingar þar að lútandi.

 

19. Fundargerð félagsmála- og jafnréttisnefndar, 24. okt. 2006

Fundargerðin er í þremur liðum. Fundargerðin afgreidd án athugasemda.

 

20.  Fundargerð byggingarnefndar, 24. október 2006

Fundargerðin er í ellefu liðum. Mál nr. 11 í henni varðar Hörgárbyggð, þ.e. erindi Hreins H. Jósavinssonar um byggingu garðhús  í Gloppu Öxnadal. Fundargerðin afgreidd án athugasemda.

 

21. Fundargerð húsnefndar félagsheimilanna, 25. okt. 2006

Fundargerðin er í einum lið. Ákveðið var að leita tilboða í loftræstikerfi og stefna að því að það verði komið í notkun fyrir þorrablótin.  Fundargerðin afgreidd að öðru leiti án athugasemda.

 

22. Fundargerð bókasafnsnefndar, 1. nóv. 2006

Fundargerðin er í sex liðum. Fundargerðin afgreidd án athugasemda

 

23. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar, 8. nóv. 2006

Fundargerðin er í fjórum liðum. Í lið eitt í fundargerðinni er komið inn á að mikilvægi þess að til staðar sé samstarfsvettvangur Hörgárbyggðar og Akureyrarbæjar um skipulagsmál á sveitarfélagsmörkum. Leggur nefndin til við sveitarstjórn að hún beiti sér fyrir stofnun starfshóps sveitarfélaganna um skipulagsmál.

Eftirfarandi bókun var samþykkt:

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar telur mikilvægt að til sé samstarfsvettvangur milli Akureyrarbæjar og Hörgárbyggðar um skipulagsmál á sveitarfélagsmörkum og óskar því eftir að Akureyrarbæ komi að stofnun slíks starfshóps og tilnefni þar aðila til setu,  sem hefur með skipulagsmál að gera hjá Akureyrarbæ.  

Fundargerðin að öðru leyti afgreidd án athugasemda.

 

24. Fundargerð leikskólanefndar, 8. nóv. 2006

Fundargerðin er í sjö liðum. Fundargerðin rædd og afgreidd án athugasemda.

 

25. Fundargerðir heilbrigðisnefndar, 29. sept. og 11. okt. 2006

Fundargerðin 29. sept. er í sjö liðum og fundargerðin 11. okt. er í ellefu liðum. Þar kemur fram að búið er að samþykkta einkavatnsveitu í Brakanda. Fundargerðirnar aðgreiddar án athugasemda.

 

26. Fundargerð héraðsráðs, 11. okt. 2006

Fundargerðin er í sjö liðum. Lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 00:18