Sveitarstjórn Hörgárbyggðar, fundur nr. 71

10.05.2005 20:00

Þriðjudaginn 10. maí 2005 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 66. fundar í húsi ferðaþjónustunnar í Engimýri.

Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson, ásamt sveitarstjóra Helg A. Erlingsdóttur. Engir áheyrnarfulltrúar mættu.

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

Endurskoðandi mættur: Arnar Árnason frá KPMG

Skoðunarmaður mættur: Guðmundur Víkingsson

 

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1.         Ársreikningar. Ársreikningar Hörgárbyggðar lagðir fram til fyrri umræðu. Arnar Árnason fór yfir reikningana með fundarmönnum og svaraði fyrirspurnum ásamt sveitarstjóra. Reikningunum síðan vísað til síðari umræðu. Einnig voru kynntir ársreikningar Þelamerkurskóla og Íþróttamiðstöðvarinnar.

 

2.         Fundargerðir. Lagðar fram fundargerðir samstarfsnefndar.

 

3.         Styrkbeiðnir. Beiðni frá Krabbameinsfélaginu á Akureyri og nágr. um styrk. Samþykkt að veita félaginu kr. 25.000 í styrk. Styrk beiðni frá kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls. Samþykkt að veita kirkjukórnum kr. 75.000.

 

4.         Staðardagskrá 21

Helstu mál sem sveitarstjórnarmenn merktu við voru: Málefni barna og unglinga, skógrækt og skipulagsmál, fráveitumál og úrgangur frá heimilum og fyrirtækjum. Einnig neysla og lífsstíll, menningarminjar og umferð og flutningar. Helgu falið að tala við tilnefnda aðila í nefndina.

 

5.         Ýmis mál

a)   Lagt fram bréf frá byggingafulltrúa varðandi stöðuleyfi húss í Mið-Samtúni

b)   Rætt um skólaakstur. Lagt er til að framlengja samningana um skólaaksturinn við núverandi aðila til eins árs.Málinu vísað til framkvæmdanefndar til afgreiðslu.

 

6.         Trúnaðarmál

Mál rædd, ekkert bókað.

 

 

Áætlað er að næsti fundur sveitarstjórnar verði miðvikudaginn 18. maí Áætlað er að halda fund í júní, þann 15. þess mánaðar.

 

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl: 23:35.