Sveitarstjórn Hörgárbyggðar, fundur nr. 7 - 2001

20.06.2001 00:00

Miðvikudagskvöldið 20. júní 2001 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til fundar að Melum. Mættir voru Oddur Gunnarsson, Helgi Steinsson, Ármann Búason, Klængur Stefánsson, Sturla Eiðsson, Jóna Antonsdóttir og G. Björk Pétursdóttir sem varamaður fyrir Aðalheiði Eiríksdóttur. Einnig var fjallskilastjórn Hörgárbyggðar mætt. Enginn áheyrnarfulltrúi.

 

 

1) Helgi Steinsson gerði grein fyrir tillögum að breytingu á fjallskilsamþykkt Eyjafjarðar 12. gr. breytingu á 7. gr. Ný grein kemur inn nr. 18, sem varðar ágangsfjár frá einu sveitarfélagi í annað. Í framhluta Öxnadals er þetta vandamál og einnig á Þverár og Hóladal. 22. gr. verður 23. gr. um smölunarkostnað á fé, sem smala þarf eftir að haustgöngum er lokið. Þar segir: smölunarkostnaður greiðist af fjáreigendum, þó aldrei hærri upphæð en sem nemur hálfu skattmati þess fjár sem finnst. Fjallskilastjórn gerði grein fyrir hugmyndum sem þeir hafa um framkvæmd fjallskila. Að reglur sem hafa gilt við álagningu í hreppunum þrem verði látnar gilda á hausti komandi. Um málið urðu nokkrar umræður. Fjallskilastjórn falið að móta og sjá um framkvæmd fjallskila.

 

2) Tekin var fyrir fundargerð Hörgárbyggðar frá 23.05 2001. Var samþykkt. Fundargerð skólanefndar frá 05.06 2001. Fundargerðin rædd. Sveitarstjórn samþykkti á fundi 23.05 2001 að kennsludagar yrðu ekki fleiri en 172 samkvæmt skilgreiningu Menntamálaráðuneytisins, þar að segja 172 kennsludagar ekki skóladagar. Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits 14.05 og 11.06 kynntar. Fundargerð byggingarnefndar 05.06 2001. Fundargerð byggingarnefndar samþykkt.

 

3) Beiðni um fjárstyrk fyrir verkefnið “Ég er húsið mitt”, sem hefur það markmið í huga að aðstoða foreldra við forvarnir fyrir börn á aldrinum 4 til 11 ára. Beiðni um styrk að kr. 17.500.- Sveitarstjórn samþykkti þessa beiðni.

 

4) Bréf frá Torfa Kristjáni Stefánssyni Hjaltalín. Er að athuga hvort sveitarfélagið vilji veita sér fjárhagslega aðstoð við að halda ráðstefnu nú í haust í Þelamerkurskóla um Bjarna Thorarensen skáld og amtmann á Möðruvöllum. Einnig leitar hann aðstoðar við undirbúning og skipulag þessarar ráðstefnu. Samþykkt var að bjóða Torfa afnot að Þelamerkurskóla og bjóða ráðstefnugestum kaffiveitingar.

 

5) Jarðarsala. Sveitarstjórn afsalaði sér forkaupsrétti af jörðinni Efri-Vindheimum Þelamörk Hörgárbyggð.

 

6) Oddviti kynnit stöðu mála varðandi sorpurðun á Eyjafjarðarsvæðinu.

 

7) Tekið til afgreiðslu bréf frá Ólafi Valssyni héraðsdýralækni, ásamt ósk Helga Þórs Helgasonar Bakka Öxnadal, um leyfi til að flytja hey frá Skarði í Grýtubakkahreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirhugaðan heyflutning.

 

8) Oddviti kynnti samning um brunavarnir, sem tók gildi 01.01 2001. Kostnaður Hörgárbyggðar árið 2001 er 1.192.267.-

 

9) Samningur við Akureyrarbæ um skóla og félagsþjónustu. Kostnaður sveitarfélagsins er 1.881 kr. á íbúa árið 2001.

 

10) Oddviti kynnti stöðu mála í varðandi frágang í Skógarhlíð. Sveitarstjórn samþykkti ósk íbúa í Skógarhlíð að taka þátt í frágang á opnum svæðum á milli lóða í samráði við oddvita.

 

11a) Húsaleiga kennara. Sveitarstjórn samþykkti að Berglind Gunnarsdóttir kennari við Þelamerkurskóla fái 15.000.- á mánuði í húsaleigustyrk vegna búsetu á Akureyri, þar sem engin íbúð er laus í Þelamerkurskóla.

 

b) Sveitarstjórn ræddi stöðu bókhalds, sveitarstjóra? og skrifstofuaðstöðu. Sveitarstjórn lýsir yfir megnri óánægju með að reikningar sveitarfélaganna og Þelamerkurskóla voru ekki til á réttum tíma.

 

 

Fleira ekki bókað, fundargerðin lesin upp og samþykkt, fundi slitið.

 

Fundarritarar Helgi B. Steinsson, Ármann Búason