Sveitarstjórn Hörgárbyggðar, fundur nr. 63

10.11.2004 20:00

Miðvikudaginn 10. nóvember 2004 kl. 20,00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 58. fundar  í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson, ásamt sveitarstjóra Helgu A. Erlingsdóttur.  Engir áheyrnarfulltrúar mættu.

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. 

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1. Fundargerðir.

     a. Fundargerð skólanefndar, 12. október 2004.  Sveitarstjórn Hörgárbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum með framgang kjaradeilu kennara við Launanefnd sveitarfélaga. Fundargerðin afgreidd án athugasemda.

     b. Fundargerð framkvæmdanefndar, 21. október 2004. Fundargerðin afgreidd án athugasemda.

     c.    Fundargerðir byggingarnefndar frá 14. september og 19. október 2004.

Í fundargerð bygginganefndar frá 14. september 2004 eru tvö erindi  úr Hörgárbyggð þ.e. Frá Lovísu S. Snorradóttur sem sækir um leyfi til byggingar sumarhúss úr timbri á lóð B á jörðinni Skipalóni og erindi Eiríks Sigfússonar um byggingu tveggja frístundahúsa úr timbri á lóðum nr. 11 og 12 í frístundabyggðinni í Fögruvík. Fundargerðirnar síðan afgreiddar án athugasemda.

    d.     Fundargerð húsnefndar, 28.10.2004.

Þar kemur fram að Guðný Fjóla Árnmarsdóttir var kosin formaður húsnefndar í stað Sverris Haraldssonar. Umræður urðu um framtíðarnýtingu félagsheimilanna og ákveðið að skoðað verði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár hvort hægt sé að áætla eitthvert fjármagn til frekari endurbóta í Hlíðarbæ. Fundargerðin afgreidd að öðru leyti án athugasemda.

e.  Fundargerð leikskólanefndar, 11. október 2004.

Ákveðið að fá leikskólastjórann á næsta fund sveitarstjórnar þegar farið verður yfir fjárhagsáætlun leikskólans. Fundargerðin var afgreidd að öðru leyti án athugasemda.

 

2.  Erindisbréf, samningar

Erindisbréf, samþykktir og reglugerðir, fyrir skipulags- og félagsmála-nefnd. Nokkrar athugasemdir voru gerðar við erindisbréfin sem Helga ætlar að breyta og leggja fyrir næsta fund.

 

3.   Bréf:

a.   Bréf frá UST, dags, 1. nóvember .04. 

Þar er komið á framfæri átaki UST varðandi auglýsingar utan þéttbýlis með vísan í 43. gr. laga nr. 44/1999. Erindinu vísað til skipulagsnefndar og henni falið að móta reglur um auglýsingar fyrir fyrirtæki sem starfa í Hörgárbyggð.

b.    Bréf frá Arnarneshreppi, dags. 22. október 2004. 

Svar við bréfi Hörgárbyggðar dags. 29. september 2004, varðandi rekstrarsamning um Þelamerkurskóla. Hreppsnefnd Arnarneshrepps er sammála erindinu en vill benda á að samningur er í gildi um rekstur skólans sem þarfnist uppfærslu og er oddvita og varaoddvita Arnarneshrepps falið að vinna þá vinnu með fulltrúum Hörgárbyggðar. Jafnframt telur hreppsnefnd Arnarneshrepps að ekki sé rétt að setja tímamörk á slíka vinnu, heldur sé vandlega að málum staðið varðandi slíka samkomulagsgerð.

Oddvita og varaoddvita Hörgárbyggðar falið að vinna þá vinnu með fulltrúum Arnarneshrepps og reyna að ljúka þeirri vinnu sem fyrst.

c.   Bréf frá STS- Samtök tónlistarskólastjóra, dags. 1.nóvember 2004.

Lagt fram til kynningar.

 

4.   Fjármálaráðstefna sveitarfélaga.

Helga sýndi áhugaverðar glærur frá fjármálaráðstefnunni um tekjur sveitarfélaga og skiptingu þeirra eftir stærð sveitarfélaga og hvað stór hluti fer í skóla og uppeldismál.

 

5. Beiðni um framkvæmdaleyfi.

Frá Sigurgeiri Vagnssyni um byggingu einbýlishúss í landi Sólborgarhóls ofan vegar. Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísaði erindinu til skipulagsnefndar.

 

6. Fjárhagsáætlanir.  Þelamerkurskóla, fyrri umræða. Samþykkt að setja kr. 3.500.000 í sérverkefnalista.

 

7.   Styrkbeiðnir.     Eftirfarandi leituðu eftir styrk:  a. Leikfélag Akureyrar. b.  Háskólasetrið Hveragerði, auglýsing á ísl. sundlaugum.

c.  Stígamót, Sjálfsbjörg, MDE - félagið, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðara.  Öllum beiðnunum hafnað.

 

8.  Fasteignir sveitarfélagsins.   Umræður.  Ekkert bókað.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 24:00.