Sveitarstjórn Hörgárbyggðar, fundur nr. 48

02.10.2003 00:00

Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson, ásamt sveitarstjóra Helgu A. Erlingsdóttur. Engir áheyrnarfulltrúar voru mættir.

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Í byrjun fundar óskaði oddviti eftir leyfi að bæta inn máli varðandi þátttöku í Markaðsskrifstofu Norðurlands og fundargerð bygginganefndar frá 16. september.

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1. Gjaldskrá vegna sérstaks búfjáreftirlits í Hörgárbyggð. 

Tillaga að gjaldskrá vegna sérstaks búfjáreftirlits, lögð fram til fyrri umræðu .

 

2. Sorpeyðing Eyjafjarðar b.s. vegna Skúta.

Tekið var fyrir bréf Sorpeyðingar Eyjafjarðar b.s. vegna Skúta frá 4. september þar sem farið er fram á að sveitarstjórn Hörgárbyggðar veiti leyfi til að athuga dýpt jarðvegs til að meta þar aðstæður til reksturs urðunarstaðar fyrir úrgang.

“Sveitarstjórn Hörgárbyggðar áskilur sér rétt til að taka sér þann tíma sem hún þarf til að skoða hvort hún veiti leyfi til  rannsókna á Skútum, eins og Sorpeyðing Eyjafjarðar hefur farið fram á, en ítrekar jafnframt að skoðað verði í fullri alvöru hvort sorpbrennsla sé ekki hagkvæmasti kosturinn til framtíðar litið fyrir byggðir Eyjafjarðar og þá í samvinnu við önnur byggðalög á Norðurlandi”.

 

3. Deiliskipulag við Skógarhlíð.

Engar athugasemdir bárust um deiliskipulag  við Skógarhlíð en frestur til athuga­semda er  útrunninn.  Um er að ræða 8 byggingarlóðir fyrir íbúðarhús.

Sveitarstjórn samþykkti deiliskipulagið.

 

4. Erindisbréf nefnda – áður send.

Farið var yfir tillögur að erindisbréfum.  Áður hafði sveitarstjórn samþykkt erindisbréf almennt fyrir allar nefndir.  Umræður urðu um hversu ítarleg erindisbréfin skyldu vera.  Samþykkt var að fela Ármanni og Helgu að ganga frá endanlegum tillögum að erindisbréfum, sem yrðu bornar undir sveitarstjórn sem fyrst en færu síðan til kynningar til nefnda þegar þær verða kallaðar saman síðar í haust.

 

5. Leikskólamál og fundargerðir.

Fundargerðir leikskólanefndar frá 18. ágúst og 29. september voru afgreiddar án athugasemda. Sveitarstjórn leggur áherslu á að niðurstaða fáist sem fyrst um leikskólamálin við Arnarneshrepp og að leikskólastjórinn fari ekki í hærra starfs­hlutfall en 50% sem leikskólastjóri, þegar hún kemur aftur til starfa 1. janúar 2004.

Afsláttur á leikskólagjöldum einstæðra foreldra. Sveitarstjórn leggur til að afsláttur vegna leikskólagjalda einstæðra foreldra í námi verði 50%  og vísar því til leikskóla­nefndar til umsagnar.

Í leikskólanum eru nú 20 börn,  13 úr Hörgárbyggð og 7 úr Arnarneshreppi.   Von er á einu barni til viðbótar í leikskólann úr Hörgárbyggð í nóvember og öðru úr Arnarnes­hreppi á næstunni.

 

6. Undirbúningur íbúaþings.

Rætt um fyrirkomulag á íbúaþingi og hvenær það skuli haldið.  Ákveðið að fara í  að vinna að undirbúning þess og að þingið verði haldið um miðjan nóvember. Oddvita og sveitarstjóra falið að vinna að málinu í anda umræðnanna á fundinum og koma með fyrir næsta fund.

 

7. Leigusamningar og kennaraíbúðir.

Málin rædd og vísað til síðari umræðu.

 

8. Fundargerð bygginganefndar frá 16. september.

Afgreidd án athugasemda

 

9. Markaðsskrifstofa Norðurlands.

Lagt fram til kynningar

 

10. Trúnaðarmál.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 23:50