Sveitarstjórn Hörgárbyggðar, fundur nr. 23

20.11.2002 20:30

Miðvikudaginn 20. nóvember kl. 20:30 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til fundar í Hlíðarbæ.

Mættir voru Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson og Helga Erlingsdóttir sveitarstjóri. Þrír áheyrnarfulltrúar voru mættir.

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

 

1.  Fundargerðir

sveitarstjórnar frá 16. okt. og 30. okt. staðfestar með áorðnum breytingum, fundargerð byggingarnefndar frá 5. nóv. lögð fram til kynningar, fundargerð framkvæmdanefndar Þelamerkurskóla frá 18. okt. var rædd og afgreidd án athugasemda, fundargerð Tónlistarskóla Eyjarfjarðar lögð fram til kynningar, þar kemur fram að hlutur Hörgárbyggðar í rekstrarkostnaði skólans er kr. 260.717 pr. mán. tímabilið ágúst-des., fundargerð skólanefndar frá 5. nóv. var rædd og er óskað eftir skýringum á því að það virðist vera búið að kaupa fartölvur án þess að búið sé að heimila endanlega kaupin á þeim. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar er aftur á móti hlynnt því að kaupa frekar fartölvur heldur en hefðbundnar borðtölvur. Fundargerðir bókasafnsnefndar frá 1., 18. og 8 nóv. voru ræddar og var samþykkt að greiða fyrir vinnu vegna bókasölunnar eins og um hefðbundna nefndarfundi væri að ræða.

 

2. Hækkun gjaldskrár skólabíls

Lagt var fram til kynningar bréf til Sigurðar Skúlasonar, frá oddvitum Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps þar sem hækkun á gjaldskrá skólabíls er alfarið hafnað en samþykkt að greiða fyrir útlagðan kostnað vegna þess nemanda sem kom í bílinn eftir útboð skólaaksturs.

 

3. Samningur um póstdreifingu

Lagður er fram til kynningar samningur milli Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps um póstdreifingu á laugardögum undirritaður af oddvitum sveitarfélaganna. Þar kemur fram að Hörgárbyggð greiði ¾ og Arnarneshreppur greiðir ¼ af sameiginlegum kostnaði tvisvar á ári.

 

4. Melar, fundargerð, kostnaður, teikning

Rætt var um salernisaðstöðuna á Melum og teikningar skoðaðar. Ákveðið var að ganga til atkvæða um hvort salernisaðstaðan væri tekinn í gegn í þessum áfanga. Fimm sögðu já en tveir seðlar voru auðir. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar leggur áherslu á að leitað verði allra leiða til að halda kostnaði við framkvæmdina í lágmarki. Til að fjármagna þennan hluta framkvæmdarinnar verður tekin kr. 1.000.000 af vöxtum menningarsjóðs til verksins.

 

5. Heimaslóð, tímarit – kostnaðaráætlun – reikningar

Samþykkt að verða við umbeðnum fjárframlagi kr. 163.200 til að gefa út tímaritið Heimaslóð.

 

6. Skipulagsmál, deiliskipulag – framkvæmdir, aðalskipulag

Sveitarstjórinn fór yfir skipulagsmálin. Ákveðið að leggja áherslu á að klára aðalskipulagið og gera ráð fyrir þeim kostnaði við að gerð næstu fjárhagsáætlunar. Helgu falið að koma með á næsta fund helstu atriði sem varða bestu leiðina v/ byggingarreitsins í Skógarhlíð.

 

7. Búfjáreftirlit

Fulltrúar Hörgárbyggðar, Arnarneshrepps, Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðshrepps og Grýtubakkahrepps hittust á fundi 19. nóvember til að ræða nýja skipan í búfjáreftirlitsmálum. Ármann Búason var skipaður í búfjáreftirlitsnefnd fyrir hönd Hörgárbyggðar. Búnaðarsamband Eyjafjarðar býðst til að taka að sér búfjáreftirlitið, sem verktaki. Þeir munu allavega taka að sér að þessu sinni að skrá skýrslurnar sem þegar er búið að senda til bænda.

 

8. Frumvarp frá Alþingi til umsagnar, íbúaþing

Sveitastjóra falið að senda jákvætt svar til Alþingis vegna frumvarps til laga um íbúaþing.

 

9. Jöfnunarsjóðsframlög

Hlutur Hörgárbyggðar úr jöfnunarsjóði sveitafélaga er kr. 7.337.341. Sækja þarf um framlag úr jöfnunarsjóði fyrir 1. des. vegna ráðningar sveitarstjóra.

 

10. Erindisbréf – leikskóli

Uppkast af erindisbréfi fyrir skólanefnd var lagt fram til kynningar, því síðan vísað til næsta fundar. Tillaga í 10 liðum að erindisbréfi fyrir allar nefndir sveitafélagsins var lagt fram til kynningar.

 

Helgu falið að gera könnun á meðal foreldra á þörfum fyrir leikskólapláss í Hörgárbyggð, sambærilega og sveitarstjórn Arnarneshrepps er að gera.

 

11. Nefndarskipan – skipulagsnefnd, félagsmálanefnd

Í skipulagsnefnd voru kosnir sem aðalmenn þeir Gunnar Haukur Gunnarsson, formaður nefndar, Hermann Harðarson og Árni Arnsteinsson og varamenn voru kosin þau Birna Jóhannesdóttir, Oddur Gunnarsson og Ármann Búason. Í félagsmálanefnd voru kosin þau Guðrún Björk Pétursdóttir, Jóna Kristín Antonsdóttir og Sverrir Haraldsson, formaður nefndarinnar og sem varamenn voru kosin þau Unnar Eiríksson, Hermann Jónsson og Sigurður Gíslason.

 

12. Erindi vegna Möðruvalla, leikhús, fræðasetur

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar lýsir yfir stuðningi við framkomnar hugmyndir um að komið verði á fót fræðasetri  á Möðruvöllum. Á þessu stigi málsins sér sveitarstjórn Hörgárbyggðar sér ekki fært að styrkja verkefni fjárhagslega en er tilbúið til að standa að baki áframhaldandi undirbúningi ef eftir því verði leitað.

 

13. Styrkir

Styrkbeiðni frá styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, Landssambandi fatlaðra og Þroskahjálp var hafnað. Samþykkt að veita Krabbameinsfélagi Akureyrar kr. 20.000 í styrk. Ungmennafélagið Smárinn óskar eftir fjárstuðningi vegna rekstrarársins 2002. Fram kom að UMFS er á fjárhagsáætlun Hörgárbyggðar með kr. 150.000 fjárveitingu.

 

14. Önnur mál, s.s.

 

Jarðasala
Kaupsamningur vegna Auðbrekku 2 b og jarðarinnar Hólkots lagðar fram og var hann samþykktur án athugasemda. Seljendur er Hólmfríður Helgadóttir og Örn Þórsson, kaupendur eru Bernharð Arnarson og Þórdís Þórisdóttir.

 

Heimilishjálp
Óskað er eftir að Hörgárbyggð greiði fyrir heimilishjálp tvo klukkutíma á viku fyrir Inga Guðlaugsson í M-Samtúni. Erindi var samþykkt. Helgu og Helga falið að finna starfsmann. Sveitarsjóður mun greiða í upphafi aukahreingerningu.

 

Fjárhagsáætlun
Sveitarstjóra falið að fara að vinna að undirbúningi fjárhagsáætlunar fyrir 2003.

 

Innheimta
Gunnar Sólnes lögfræðingur hefur tekið að sér lögfræðilega innheimtu fyrir Hörgárbyggð og verður í samvinnu við sveitarstjóra og oddvita.

 

Húsbúnaður á skrifstofu
Búið er að kaupa húsbúnað fyrir u.þ.b. kr. 240.000. Setja þarf upp almennilegan póstkassa fyrir sveitarfélagið í Þelamerkurskóla. Einnig er búið að kaupa sambyggt faxtæki, ljósritunarvél og prentara.

 

VÍS – tryggingar
Sveitarstjóri hefur verið að skoða tryggingar sveitarfélagsins og kom þá í ljós að tryggingar á Leikskólanum Álfasteini voru full lágar og var það lagfært og að sveitarstjóri og stjórnarmenn séu tryggðir við störf sín fyrir sveitarfélagið en trygging oddvita þarfnaðist skoðunar.

 

Heimasíða
Hægt er að kaupa heimasíðu frá fyrirtækinu Nepal fyrir um það bil kr. 180.000-300.000. Ákveðið var að fá frekari kostnaðaráætlun fyrir næsta fund.

 

Eignaskrá vegna Hörgárbyggðar
KPMG býður forrit á kr. 60.000 til að halda utan um eignaskrá fyrir eignir Hörgárbyggðar. Málið verður skoðað.

 

Sorpurðun við Gásir
Fram kom að nokkrir sveitarstjórnarmenn fara til Reykjavíkur í boði Sorpeyðingar Eyjafjarðar til að skoða sorpstöðvar á Suðurlandi og Reykjavík næstkomandi föstudag. Máið ekki rætt að öðru leyti.

 

Annað
Fjallskilastjóri óskar eftir því að það verði leiðrétt að hann hafi veitt leyfi sitt til samanrekstrar í Þórustaðarrétt fyrr í haust. Fjallskilastjóri veitti ekki leyfið heldur undirmaður hans, Stefán L. Karlsson, og er það hér með leiðrétt.

 

Oddvita falið að greiða, að þessu sinni, gjaldfallinn snjómokstursreikning fyrir Guðmund J. Heiðmann þar sem búið hafi verið að lofa því að reikningurinn væri greiddur af sveitarsjóði.

 

Klængi, Birnu og Sturlu falið að vinna að því að móta stefnu fyrir Hörgárbyggð varðandi uppsetningu ljósastaura í sveitarfélaginu.

 

Oddviti Arnarneshrepps vill gera samning við Vegagerð ríkisins um að þeir sjái um snjómoksturinn í Arnarneshreppi og óskar hann eftir því að Hörgárbyggð kom að þessum samningi vegna leiðarinnar fram Torfuna að Melum. Tekið var jákvætt í erindið.

 

Vart hefur verið við fiskidauða í Lónsánni vegna klórmengunar, samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Eyjafjarðar og er óskað eftir úrbótum sem fyrst. Þar sem ekki er talið að um nytjafisk sé að ræða þá verður beðið með úrbætur þar til fráveitumálin eru komin í gegn, en það er eins og allir vita verk sem er í vinnslu.

 

Fleira var ekki rætt og fundið slitið kl. 01:15.

 

Birna Jóhannesdóttir, fundarritari.