Sveitarstjórn Hörgárbyggðar, fundur nr. 130

16.09.2009 20:00

Miðvikudaginn 16. september 2009 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 43. fundar  í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Árna Arnsteinssonar, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra.

Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1. Fyrirkomulag sorphirðu

Á fundinn komu Elías Ólafsson, stjórnarformaður Gámaþjónustu Norðurlands ehf. og Helgi Pálsson rekstrarstjóri Gámaþjónustunnar, til að ræða hugmynd að breyttu fyrirkomulagi á sorphirðu. Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 20. maí 2009 (9. mál) að gerður verði nýr samningur við Gámaþjónustuna um sorphirðu, þar sem gert verði ráð fyrir flokkun úrgangs til endurvinnslu.

Sveitarstjórn fól sveitarstjóra að vinna áfram að nýjum samningi um sorphirðu í samræmi við samþykkt um málið frá 20. maí sl. og umræður á fundinum.

 

2. Flokkun Eyjafjörður ehf., eigendafundur

Lögð fram tvö minnisblöð sem fram komu á eigendafundi Flokkunar ehf. 11. september 2009, um framtíðarfyrirkomulag á förgun úrgangs frá Eyfirðingum og fjármögnun jarðgerðarstöðvar Moltu ehf.

Þar kemur fram að Flokkun ehf. hefur lýst yfir áhuga á samstarfi eða samningi við Norðurá bs. um urðun úrgangs við Sölvabakka í Refasveit sem er í u.þ.b. 150 km fjarlægð frá Akureyri.

Til kynningar

 

3. Fundargerð fjallskilanefndar, 21. ágúst 2009

Fundargerðin er í fimm liðum.

Fundargerðin rædd og afgreidd.

 

4. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 26. ágúst 2009

Fundargerðin er í 21 lið. Liðir 20a, 20b, 20t og 20z varða Hörgárbyggð. Skv. þeim hafa verið endurnýjuð starfsleyfi fyrir gististað og veitingahús að Engimýri, veitingahús að Hálsi, sundlaug og íþróttahús að Laugalandi og sláturhús og kjötvinnslu að Lóni.

Fundargerðin rædd og afgreidd

 

5. Fundargerð byggingarnefndar, 1. september 2009

Fundargerðin er í tíu liðum. Liðir 7, 8 og 9 varða Hörgárbyggð, þ.e. breyting á refahúsi í hesthús í Glæsibæ 2, breytingar og viðbygging við fjós á Hlöðum og breytingar og viðbygging við íbúðarhúsið á Brúnastöðum.

Fundargerðin rædd og afgreidd.

 

6. Yfirlit um rekstur og fjárhag

Lagt fram yfirliti um rekstur og fjárhag Hörgárbyggðar fyrstu 8 mánuði ársins 2009.

Reksturinn er traustur en leyfir þó ekki mikið svigrúm þar sem tekjur Jöfnunarsjóðs eru frekar óljósar.

 

7. Snjómokstur á Lónsbakka 2009-2010

Lögð fram niðurstaða útboðs á snjómokstri á Lónsbakka veturinn 2009-2010. Þrír aðilar lögðu fram tilboð, þ.e. Þórhallur Matthíasson, G.V. Gröfur og Túnþökusala Kristins ehf.

Ákveðið var að ganga til samninga við lægstbjóðanda, þ.e. Túnþökusölu Kristins ehf., á grundvelli tilboðsins.

 

8. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna, styrkbeiðni

Bréf, dags. 9. september 2009, frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna, þar sem óskað er eftir styrk vegna Eldvarnaátaksins 2009.

Samþykkt að veita kr. 10.000 í styrk

 

9. Fundargerð stjórnar Eyþings, 31. ágúst 2009

Fundargerðin er í níu liðum.

Lögð fram til kynningar.

 

10. Húsasmiðjan, samningur um fráveitu

Lögð fram drög að samningi við Húsasmiðjuna um tengingu við fráveitu Lónsbakka.

Sveitarstjórn veitti sveitarstjóra umboð til að ljúka gerð samningsins á grundvelli framlagðra draga.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl: 23:24.