Sveitarstjórn Hörgárbyggðar, fundur nr. 13

18.07.2002 20:30

Fimmtudaginn 18. júlí 2002 kl. 20:30 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla.

 

Mættir voru Ármanna Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir og Sturla Eiðsson.

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

Fundargerð  sveitarstjórnar frá 26. júní 2002 var borin upp og staðfest samhljóða. Fundargerð húsnefndar frá 8. júlí 2002 borin upp og staðfest samhljóða.

 

Lagður fram leigusamningur til undirskriftar milli Eriks Jensen og Hörgárbyggðar um að Erik taki á leigu til 20 ára landsspildu 2.605 fm. úr landi Hörgárbyggðar milli Bitrugerðis og Lóns. Oddvita falið að skrifa undir leigusamninginn fyrir hönd Hörgárbyggðar.

 

Erindi frá Sögu Jónsdóttir og Guðmundi Óskari Guðmundssyni þar sem þau lýsa yfir fullum áhuga á að kaupa jörðina Mið-Samtún að hluta eða að öllu leyti eftir nánara samkomulagi. Oddvita falið að svara bréfi bréfritara með þeim hætt að þegar og ef jörðin Mið-Samtún verði seld verði jörðin auglýst til sölu opinberlega. Framkvæmdanefnd falið að skoða leigusamninginn um Mið-Samtún, ræða við leigutaka og láta vinna úttekt a mannvirkjum til samræmis við ákvæði samningsins.

 

Umbeðið lán frá Íbúalánasjóði til byggingar leiguíbúða getur fengist á þessu ári, allt að kr. 20.700.000. Ef Hörgárbyggð ætlar að nýta sé lánsloforðið á þessu ári þarf að staðfesta fyrirliggjandi lánsumsókn fyrir 1. ágúst nk. Sveitarstjórn samþykkti að ekki væri tímabært að fara út í framkvæmdir við leiguíbúðir að sinni.

 

Námskeið fyrir nýkjörna sveitarstjórnarmenn verður haldið á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga veturinn 2002-2003. Ákveðið að nýju sveitarstjórnarmennirnir þær Guðný Sigurbjörg og Birna skrái sig til þátttöku á námskeiðið ásamt oddvita.

 

Oddvita falið að skoða húsaleigumál kennara við Þelamerkurskóla og kanna hvernig önnur sveitarfélög standa að þeim málum.

 

Ákveðið var að sveitarstjórn auglýsi starfs sveitarstjóra laust til umsóknar í Vikudegi og Dagskránni í næstu viku. Helgi og Sigurbjörg taka að sér að veita upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er áætlaður til 15. ágúst. Umsóknir gætu þá legið fyrir til skoðunar á næsta sveitarstjórnarfundi 21. ágúst nk.

 

Komið hefur í ljós að deiliskipulag fyrir Hörgárbyggð sem búið var að vinna var aldrei lagt fram til staðfestingar hjá skipulagsyfirvöldum, eins og haldið var. Ákveðið var að fá Ævar Ármannsson frá VST til að koma á næsta sveitarstjórnarfund til að skýra málið betur. Einnig að óska eftir að því við Ævar að VST leggi fram tilboð í að vinna að því að koma deiliskipulaginu í gegn.

 

Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið kl. 23.30.