Sveitarstjórn Hörgárbyggðar, fundur nr. 118

08.09.2008 20:00

Miðvikudaginn 20. ágúst 2008 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 30. fundar  í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra.

Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1. Fundargerðir fjallskilanefndar, 22. og 28. ágúst 2008

Fundargerðin frá 22. ágúst er í sex liðum og fundargerðin frá 28. ágúst er í sjö liðum.

Fundargerðirnar ræddar og afgreiddar.

 

2. Fundargerð stjórnar Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk, 26. ágúst 2008

Fundargerðin er í þremur liðum.

Samþykkt að endurbæta tröppur og setja snjóbræðslukerfi við rennibrautina. Fundargerðin rædd og afgreidd án athugasemda.

 

3. Fundargerð framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla, 26. ágúst 2008

Fundargerðin er í fjórum liðum.

Fundargerðin rædd og afgreidd án athugasemda.

 

4. Fundargerð byggingarnefndar, 19. ágúst 2008

Fundargerðin er í fjórtán liðum. Liðir 10-14 varða Hörgárbyggð þ.e. sólskáli og geymsla í Birkihlíð 5, aðstöðuhús á lóð nr. 5 við B-götu á Steðja, geymsluskúr í Gloppu, sumarhús í Hallfríðarstaðakoti og viðbyggingar við íbúðarhús á lóð í landi Skriðu.

Fundargerðin afgreidd án athugasemda.

 

5. Hörgárdalsvegur, framkvæmdaleyfi

Bréf, dags. 18. ágúst 2008, frá Vegagerðinni, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna vegaframkvæmda á 3,8 km kafla frá Hólkoti og suður fyrir Skriðu í Hörgárdal. Sveitarstjórn samþykkir að veita Vegagerðinni umbeðið framkvæmdaleyfi með vísan til framlagðra gagna, með þeim tilmælum að gert verði ráð fyrir reiðleið meðfram veginum og að í útboðinu verði ræsi nógu löng fyrir reiðleið.

 

6. Hörgárdalsvegur og Dagverðareyrarvegur, reiðleiðir

Lögð fram greinargerð, dags. 27. ágúst 2008, frá Erni Viðari Birgissyni, þar sem gerð er grein fyrir áætluðum kostnaði við gerð reiðleiða meðfram nýendurbættum köflum á Hörgárdalsvegi og Dagverðareyrarvegi. Í greinargerðinni  er tillaga að skiptingu kostnaðar við hluta verksins.

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar tekur jákvætt í erindið fyrir sitt leyti og samþykkir að gerður verði samningur milli Hrossaræktarfélagið Framfara og Hörgárbyggðar um aðkomu Hörgárbyggðar að málinu. 

Mál þetta var áður á dagskrá sveitarstjórnar 5. des. 2007 og 20. febrúar 2008.

Sveitarstjóra og oddvita falið að ganga til samninga f.h. hönd Hörgárbyggðar.

 

7. Menningarfélagið Hof ses., aðkoma að stofnun

Bréf dags. 3. sept. 2008, frá Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur, verkefnastjóra, þar sem fram kemur ósk um aðkomu að stofnun Menningarfélagsins Hof ses., sem mun gera samning við Akureyrarbæ um rekstur menningarhússins Hofs.

Samþykkt að gerast stofnaðilar að verkefninu og leggja fram kr. 100.000.

 

8. Öxnadalsárbrú, menningarmiðstöð

Lagt fram tölvubréf, dags. 5. sept. 2008, frá Erni Inga, þar sem óskað er eftir leyfi til að reisa litla menningarmiðstöð á gömlu Öxnadalsárbrúnni. Bréfinu fylgir skrifleg yfirlýsing umráðanda brúarinnar og eigenda þeirra jarða, sem brúarendarnir eru í, þar sem þeir fyrir sitt leyti heimila að kannað verði hvort leyfi fæst hjá opinberum aðilum fyrir byggingu menningarmiðstöðvarinnar.

Mál þetta var áður á dagskrá sveitarstjórnar 18. apríl 2007.

Sveitarstjórn samþykkir að erindi bréfritara verði sent Skipulagstofnun til umsagnar.

 

9. Framhaldsskóli við utanverðan Eyjafjörð, samningur

Lögð fram drög að samningi sveitarfélaga í Eyjafirði um framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð, sbr. 3. lið í fundargerð héraðsráðs 3. sept. 2008

Mál þetta var áður á dagskrá sveitarstjórnar 21. nóv. 2007.

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

 

10. Samband íslenskra sveitarfélaga, bókanir stjórnar

Bréf, dags. 27. ágúst 2008, frá Samband íslenskra sveitarfélaga, þar sem gerð er grein fyrir yfirlýsingu stjórnar sambandsins um fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga og bókun um stöðuna í viðræðum ríkis og sveitarfélaga um verkefnaflutning til sveitarfélaga, hvort tveggja gert á fundi 22. ágúst 2008.

Lagt fram til kynningar.

 

11. Samband íslenskra sveitarfélaga, tillögur að stefnumótun í málefnum innflytjenda

Bréf, dags. 28. ágúst 2008, frá Samband íslenskra sveitarfélaga, þar sem gerð er grein fyrir tillögum að stefnumótun sambandsins í málefnum innflytjenda.

Lagt fram til kynningar.

 

12. Alþingi, fundur með fjárlaganefnd

Bréf, dags. 28. ágúst 2008, frá Alþingi, þar sem fulltrúum sveitarfélaga er gefinn kostur á fundi með fjárlaganefnd. Lagt fram til kynningar.

 

13. Söfnun endurvinnanlegs úrgangs

Lagt fram minnisblað um fyrirkomulag á söfnun endurvinnanlegs úrgangs.

 

14. Fundargerð héraðsráðs, 3. sept. 2008

Fundargerðin er í sex liðum.

Fundargerðin afgreidd án athugasemda.

 

15. Fundargerðir stjórnar Minjasafnsins á Akureyri 16., 20. og 30. janúar, 26. mars og 4. sept. 2008

Fundargerðin frá 16. janúar er í sex liðum, aðrar fundargerðir eru hver um sig í fjórum liðum.

Lagðar fram til kynningar

 

16. Trúnaðarmál

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 22:26