Sveitarstjórn Hörgárbyggðar, fundur nr. 114

16.04.2008 19:30

Miðvikudaginn 16. apríl 2008 kl. 19:30 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 26. fundar  í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra.

Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1. Skólaakstur 2008-2010, opnun tilboða

Eftirtaldir aðilar gerðu tilboð í neðangreindar leiðir:

 

Leið 1: Búðarnes-Barká-Langahlíð-Þelamerkurskóli 11 sæti 44 km. pr. ferð.

Sigurður Skúlason                          kr. 215 á km

Sportrútan ehf.                               kr. 180 á km

Bílar og fólk ehf.                             kr. 293 á km

Samþykkt var að ganga til samninga við Sigurð Skúlason á leið 1.

 

Leið 2: Skriða-Tréstaðir-Þelamerkurskóli 18 sæti 26 km. pr. ferð

Fjallatrukkar ehf.                           kr. 338 á km

Fjallatrukkar                                  kr. 348 á km

SBA-Norðurleið hf.                         kr. 300 á km

Sportrútan ehf.                              kr. 198 á km

Klængur Stefánsson                       kr. 285 á km

Bílar og fólk                                  kr. 367 á km

Torfi Þórarinsson                           kr. 349 á km

Torfi Þórarinsson                           kr. 340 á km

 

Samþykkt að ganga til samninga við Sportrútuna ehf. á leið 2

 

Leið 3: Auðnir-Þelamerkurskóli (um Þelamerkurveg ) 12 sæti 39 km. pr. ferð

Fjallatrukkar ehf.                           kr. 240 á km

Fjallatrukkar ehf.                           kr. 249 á km

SBA-Norðurleið hf.                         kr. 250 á km

Sigurður B. Gíslason                      kr. 250 á km

Sigurður B. Gíslason                      kr. 200 á km

Sigurður B. Gíslason                      kr. 188 á km

Sigurður B. Gíslason                      kr. 175 á km

Sportrútan ehf.                              kr. 180 á km

Klængur Stefánsson                       kr. 240 á km

Bílar og fólk                                  kr. 293 á km

Torfi Þórarinsson                           kr. 259 á km

Torfi Þórarinsson                           kr. 250 á km

 

Samþykkt að ganga til samninga við Sigurð B. Gíslason á leið 3.

 

Leið 4: Lónsbakki-Bitra-Þelamerkurskóli 30 sæti 26 km. pr. ferð

Fjallatrukkar ehf.                           kr. 338 á km

Fjallatrukkar                                  kr. 348 á km

SBA-Norðurleið hf.                         kr. 325 á km

Sportrútan ehf.                              kr. 280 á km

Klængur Stefánsson                       kr. 318 á km

Bílar og fólk                                  kr. 381 á km

Torfi Þórarinsson                           kr. 349 á km

Torfi Þórarinsson                           kr. 340 á km

 

Samþykkt að ganga til samninga við Klæng Stefánsson á leið 4.

 

Sveitarstjóra og oddvita falið að ganga frá samningum vegna skólaakstur við ÞMS.

 

2. Ársreikningar Hörgárbyggðar, Þelamerkurskóla og Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk fyrir árið 2007, fyrri umræða

Rekstrartekjur Hörgárbyggðar 2007 voru 256,5 millj. og rekstrargjöld 190,0 millj. með afskriftum og fjármagnsliðum. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins var því jákvæð upp á 66,5 millj. og handbært fé í árslok var 56,5 millj., þar af var söluhagnaður eigna kr. 43,6 millj. Rekstrargjöld Þelamerkurskóla umfram tekjur voru 112,8 millj. Rekstrartekjur Íþróttamiðstöðvarinnar námu 18,2 milljónum og rekstrargjöld voru 26,1 millj.

Arnar Árnason endurskoðandi fór yfir ársreikningana með fundarmönnum og svaraði fyrirspurnum. Ársreikningunum var síðan vísað til síðari umræðu. 

 

3. Moldhaugar, landskipti

Bréf, dags. 9. apríl 2008, frá Þresti Þorsteinssyni, þar sem óskað er umsagnar sveitarstjórnar á fyrirhugaðri skiptingu jarðarinnar Moldhauga í tvo hluta. Óskin er komin fram í samræmi við 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Lagður fram uppdráttur sem sýnir mörk fyrirhugaðrar skiptingar, sem felst í því að 32,3 ha eru teknir undan jörðinni.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umbeðna skiptingu á landi Moldhauga.

 

4. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar, 8. apríl 2008

Fundargerðin er í þremur liðum. Meginefni hennar fjallar um tölvubréf, dags. 27. mars 2008, frá Þór Konráðssyni, þar óskað er eftir leyfi til að opna gamla grjótnámu í landi Moldhauga til að gera prófanir á því bergi sem þar er með tilliti til efnistöku, fyrir afleggjara frá Hringvegi að svæðinu og leyfi fyrir vegi í væntanlegu vegarstæði upp að Litla-Hnjúk. Lögð fram yfirlýsing Skútabergs ehf., sem bréfritari er meðeigandi að, og landeiganda Moldhauga um kaup á landspildu úr landi Moldhauga.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti fyrir sitt leyti fyrstnefnda atriðið, en að frekari gögn þurfi að liggja fyrir áður en afstaða er tekin til síðari atriðanna tveggja.

Undir lið 3 er bréf, dags. 31. mars 2008, um ársfund Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga sem verður 8. maí nk. Þar er lagt til að sveitarstjóri sitji ársfundinn f.h. Hörgárbyggðar.

Sveitarstjórn samþykkti bókun skipulags- og umhverfisnefndar um leyfi til að gera prófanir á bergi í landi Moldhauga með þeim takmörkunum að leyfið gildi ekki lengur en til 1. sept. 2008 og að það efnismagn sem er losað, verði ekki meira en 15 þúsund m3. Varðandi afleggjara frá Hringvegi að svæðinu samþykkti sveitarstjórn að leita eftir samþykki Vegagerðarinnar fyrir bráðabirgðavegtengingu á umbeðnum stað vegna framangreindra prófana á bergi á svæðinu. Vegna umsóknarinnar um þessi atriði, og upplýsinga sem koma fram á uppdrætti sem henni fylgdi, samþykkti sveitarstjórn að á aðalskipulagstillögu sveitarfélagsins verði gert ráð fyrir efnistökusvæði og athafnasvæði á því svæði sem hér um ræðir, sbr. þau drög sem kynnt voru á fundi um aðalskipulagið 2. apríl 2008.

Fundargerðin að öðru leyti afgreidd án athugasemda.

 

5. Aðalskipulag Hörgárbyggðar 2006-2026, auglýsing á tillögu

Tillaga að aðalskipulaginu, bæði skipulagsuppdrátturinn og greinargerðin, var kynnt á almennum fundi 2. apríl 2008 sbr. ákvörðun sveitarstjórnar 19. mars 2008 (1. mál). Með þeim fundi telst lokið kynningu á aðalskipulagstillögunni, sbr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Eftir umræður var málinu frestað til næsta fundar.

 

6. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, 2. apríl 2008

Fundargerðin er í þrettán liðum, enginn þeirra varðar Hörgárbyggð með beinum hætti.

Fundargerðin afgreidd án athugasemda

 

7. Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar, 5. mars 2008

Fundargerðin er í átta liðum, ásamt kostnaðarskipting milli aðildarsveitarfélaga skólans fyrir vorið 2008. Framlag Hörgárbyggðar pr. mánuð verður kr. 483.691 og er það 7,27% hækkun.

Fundargerðin rædd og afgreidd án athugasemda.

 

8. Óbyggðanefnd, þjóðlendumál

Bréf, dags. 26. mars 2008, frá óbyggðanefnd, þar sem gerð er grein fyrir kröfum ríkisins um þjóðlendur í austanverðri Hörgárbyggð og víðar. Málið var áður á dagskrá sveitarstjórnar 16. janúar 2008 (13. mál).

Hörgárbyggð er eigandi eftirtalinna jarða sem þjóðlendukrafa er gerð í: Vaskárdalur (50%), Almenningur og Bakkasel.  Samþykkt var að óska eftir því við Ólaf Björnsson hrl. að hann taki að sér nauðsynlega hagsmunagæslu vegna þessara jarða.

               

9. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

Lögð fram umsókn, dags. 11. apríl 2008, um námsvist næsta skólaár fyrir barn úr Hörgárbyggð í Giljaskóla á Akureyri. Einnig var lagt fram minnisblað, dags. 16. apríl 2008, frá skólastjóra Þelamerkurskóla um umsóknina. Erindið samþykkt fyrir skólaárið 2008-2009.

 

10. Almenningssamgöngur í Eyjafirði

Bréf, dags. 25. mars 2008, frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar, þar sem gerð er grein fyrir vinnu starfshóps um almenningssamgöngur í Eyjafirði. Einnig fylgir eyðublað fyrir umboð til Héraðsnefndarinnar um að sækja, fyrir hönd sveitarfélaganna, um sérleyfi til fólksflutninga á leiðunum Akureyri-Dalvík og Dalvík-Ólafsfjörður. Þetta mál var áður á dagskrá sveitarstjórnar 15. ágúst 2007 (17. mál).

Sveitarstjóra falið að undirrita umboðið f.h. Hörgárbyggðar.

 

11. Lækjarvellir, samningur um óson-hreinsun seyruvatns

Lögð fram drög að samningi, dags. 11. apríl 2008, milli Hörgárbyggðar og Raf ehf. um óson-hreinsun frá væntanlegri rotþróun við Lækjarvelli. Um er að ræða samskonar samning og afgreiddur var á síðasta fundi sveitarstjórnar vegna rotþróar Lónsbakka (20. mál). Þessi samningur er til kominn vegna þess að ljós hefur komið að mjög grunnt er á klöpp þar sem siturlagnir og síubeð fyrir rotþró Lækjarvalla á að vera og því mjög kostnaðarsamt að koma slíku fyrir.

Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við Raf ehf. á grundvelli framlagðra samningsdraga.

 

12. Landgræðsla ríkisins, samráð um héraðsáætlanir

Bréf, dags. 25. mars 2008, frá Landgræðslu ríkisins um kynningu á héraðsáætlunum Landgræðslunnar og tilnefningu tengiliðs um málið. Sveitarstjóra falið að vinna að málinu.

 

13. Landgræðsla ríkisins, beiðni um styrk

Bréf, dags. 7. apríl 2008, frá Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir styrk vegna samstarfsverkefnisins “Bændur græða landið” (BGL), að fjárhæð kr. 18.000.

Erindið samþykkt.

 

14. Skólahreysti 2008, umsókn um styrk

Meðf. er bréf, dags. í mars 2008, frá Icefitness ehf., þar sem óskað er eftir fjárhagslegum stuðningi að fjárhæð kr. 50.000.

Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með framtak Icefitness ehf. til eflingar á áhuga ungmenna til íþróttaiðkunnar og samþykkir því erindið.

 

15. Bægisárkirkja, beiðni um fjárframlag

Bréf, dags. 11. apríl 2008, frá sóknarnefnd Möðruvallaklausturssóknar um fjárstuðning við endurnýjun girðingar og lagfæringu bílastæðis við Bægisárkirkju. Kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir ennþá.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið en kostnaðaráætlun verður að liggja fyrir áður en endanleg ákvörðun verður tekin um fjárframlag.

 

16. Blómsturvellir, hávaða- og rykmengun vegna efnislosunar

Bréf dags. 8. apríl 2008, frá Kristjáni Stefánssyni um vegaskemmdir, hávaða- og rykmengun frá efnislosun í landi Blómsturvalla.

Sveitarstjóra falið að koma athugasemdum bréfritara áfram til þeirra aðila hjá Akureyrarbæ sem málið varðar.

 

17. Barnavernd, framkvæmdaáætlun

Bréf dags. 10. apríl 2008, frá barnaverndarnefnd Eyjafjarðar, um stefnu og framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar. Bréfinu fylgir slík áætlun fyrir svæði nefndarinnar fyrir tímabilið 2006-2010, til kynningar og staðfestingar. Málið var á dagskrá sveitarstjórnar 19. desember 2007 (11. mál) og 16. janúar 2008 (15. mál).

Sveitarstjórn staðfesti áætlunina fyrir sitt leyti.

 

18. Alþingi, frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna

Bréf dags. 10. apríl 2008, frá Alþingi, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna (529. mál). Frumvarpið gerir ráð m.a. fyrir að brunabótamatsgjald sem húseigendur greiða falli niður, en að sveitarfélög eigi hlut að rekstrarkostnaði “Fasteignaskrár Íslands” sem er nýtt heiti á Fasteignamati ríkisins og tengist breyttu hlutverki þeirrar stofnunar. Lagt fram til kynningar.

 

19. Hörgárdalsvegur, umsögn um mat á umhverfisáhrifum

Bréf, dags. 29. febrúar 2008, frá Skipulagsstofnun, þar sem óskað eftir umsögn um hvort og á hvaða forsendum framkvæmdir við Hörgárdalsveg skuli háð mati á umhverfisáhrifum sbr. lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Eftirfarandi bókun var samþykkt:

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar telur að ekki séu forsendur fyrir því að fyrirhugaðar framkvæmd á Hörgárdalsvegi sumarið 2008 skuli háðar mati á umhverfisáhrifum skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/200 m.s.br.

 

20. Flokkun Eyjafjörður ehf., aðalfundur

Bréf, dags. 16. apríl 2008, frá Flokkun Eyjafjörður ehf., þar sem boðað er til aðalfundar félagsins 30. apríl 2008. Sveitarstjóri fer sem aðalmaður og oddviti til vara.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 23:40.