Stjórn Íþróttamiðstöðvar á Þelamörk, fundur nr. 1 - 2006

23.11.2006 19:30

Fimmtudaginn 23. nóvember 2006 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í íþróttahúsinu. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Helgi Jóhannsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð.

 

Fundurinn hófst kl. 19:30.

 

Fyrir var tekið:

 

1. Uppsögn forstöðumanns

Helgi Jóhannsson, forstöðumaður, lagði fram bréf þar sem hann segir starfi sínu sem forstöðumaður lausu. Hann óskaði eftir að hætta störfum sem fyrst.

Stjórnin samþykkti uppsögnina og jafnframt starfið verði auglýst. Ákveðið að umsóknarfrestur um starfið verði til og með 11. desember nk.

Helga voru þökkuð mikil og farsæl störf við uppbyggingu og rekstur Íþróttamiðstöðvarinnar sem forstöðumaður hennar frá upphafi fyrir 14 árum. 

 

2. Fjárhagsáætlun 2007

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun Íþróttamiðstöðvarinnar fyrir árið 2007. 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:30.