Stjórn Íþróttamiðstöðvar á Þelamörk, fundur nr. 1 - 2004

27.01.2004 00:00

Fundur haldinn 27/1 2004 í íþróttahúsinu Þelamörk. Mættir voru Helgi Jóhannsson umsjónarmaður staðarins. Stjórn íþróttahúss og sundlaugar, Hjördís  Sigursteinsdóttir, Helgi Steinsson, Ármann Búason og reikningshaldari Helga Erlingsdóttir.

 

1.   Lagt er til að nefna staðinn Íþróttamiðstöðina á Þelamörk.

2.   Lagt fram yfirlit rekstursins árið 2003. Staðan virðist í góðu jafnvægi.

3.   Umsjónarmaður Helgi Jóhannsson hefur sagt starfi sínu lausu. Lætur af störfum 1. maí.

4.   Helgi Jóhannsson gerði að umræðuefni beiðni skólanefndar til sveitarstjórna, um afnot að íþróttahúsi fyrir árshátíð skólans. Hann telur að ýmsir annmarkar séu á því. Hann telur mikið æskilegra, að skólinn noti Hlíðarbæ fyrir árshátíð skólans. All miklar umræður urðu um þetta mál.

 

         Fleira ekki bókað.

 

                         Fundarritari Ármann Búason