Menningar- og tómstundanefnd, fundur nr. 17

11.03.2014 20:00

Þriðjudaginn 11. mars 2014 kl. 20:00 kom menningar- og tómstundanefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn voru: Árni Arnsteinsson, Bernharð Arnarson, Hanna Rósa Sveinsdóttir og Gústav G. Bollason, nefndarmenn, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Menningarstefna fyrir Hörgársveit, drög

Á fundinn kom Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, menningarfulltrúi Eyþings.

Farið var ítarlega yfir drög að menningarstefnu fyrir Hörgársveit, sem Ragnheiður Jóna hafði gert.

Menningar- og tómstundanefnd óskaði eftir að menningarfulltrúi Eyþing, ásamt sveitarstjóra, gangi frá tillögu að menningarstefnu fyrir sveitarfélagið á grundvelli þeirrar vinnu sem fram fór á fundinum.

 

2. Félagsheimilið Melar, eignarhald

Lagt fram frum-uppkast að samningi milli sveitarfélagsins, Kvenfélags Hörgdæla og Leikfélags Hörgdæla um eignarhald á Félagsheimilinu Melum, sbr. samþykkt nefndarinnar 29. október 2013.

Menningar- og tómstundanefnd samþykkti að viðræður eigi sér stað milli sveitarfélagsins, Leikfélags Hörgdæla og Kvenfélags Hörgdæla um fyrirliggjandi uppkast að samningi um eignarhald á Melum.

 

3. UMSE, framtíðarhlutverk

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 12. desember 2013, frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar (UMSE) um framtíðarhlutverk UMSE og hvernig það geti þjónað hagsmunaaðilum sem best. Gerð var grein fyrir fundi um málið, sem haldinn var janúar-mánuði sl.

 

4. Bjarni E. Guðleifsson, styrkbeiðni

Lagt fram tölvubréf, dags. 10. febrúar 2014, frá Bjarna E. Guðleifssyni, þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna útkomu bókar um Hraun í Öxnadal.

Menningar- og tómstundanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að Bjarna E. Guðleifssyni verði veittur styrkur að fjárhæð kr. 100.000 vegna bókar um Hraun í Öxnadal.

 

5. Leikfélag Hörgdæla, styrkbeiðni

Lagt fram bréf, dags. 26. febrúar 2014, frá Leikfélagi Hörgdæla, þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk vegna leikársins 2013-2014.

Menningar- og tómstundanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að Leikfélag Hörgdæla verði veittur styrkur að fjárhæð kr. 100.000 vegna leikársins 2013-2014.

 

6. Þorgerður Ólafsdóttir, styrkbeiðni

Lagt fram tölvubréf, dags. 3. mars 2014, frá Gústav Geir Bollasyni, þar sem óskað er eftir styrk til Þorgerðar Ólafsdóttur vegna samsýningarinnar „Phishing“ sem verður í Verksmiðjunni í maí-júní nk.

Menningar- og tómstundanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að Þorgerði Ólafsdóttur verði veittur styrkur að fjárhæð kr. 30.000 vegna samsýningarinnar „Phishing“.

 

7. UMFÍ, ályktun sambandsþings

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 15. nóvember 2013, frá Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) þar sem gerð er gren fyrir samþykkt 48. sambandsþings UMFÍ um hvatningu til að ganga, hjóla eða taka strætó til og frá skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.

 

8. UMFÍ, auglýsingar eftir umsóknum um unglingalandsmót 2017 og landsmót 50+ 2016

Lögð fram til kynningar tvö bréf, dags. 28. febrúar 2014, frá Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) þar sem kynntar eru auglýsingar eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um unglingalandsmót árið 2017 og landsmót 50+ árið 2016.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 23:30