Leikskólanefnd, fundur nr. 3 - 2006

08.11.2006 00:00

Mættir: Guðný Fjóla Ármannsdóttir, Bernharð Arason, Líney Snjólaug Diðriksdóttir og Hugrún Hermannsdóttir leikskólastjóri. Stella Sverrisdóttir sem situr fyrir hönd foreldra var fjarverandi.

 

Efni fundarins:

 

1.      Skýrsla um veikindi og frí starfsmanna

2.      Hádegið og eldhúsið núna

3.      Nýbygging

4.      Umsóknir nýrra barna og þá e.t.v. aukning á fólki e.h.

5.      Viðhald leikskólans

6.      Framtíð eldhúsmála á Álfasteini

7.      Önnur mál

 

1.      Hugrún kynnti samantekt sem hún hafði gert á veikindum og fríum starfsmanna.  Þessi skýrsla hefur þegar verið kynnt sveitarstjórn og í kjölfarið var ráðin kona til afleysingar frá kl. 8:00 – 12:00.  Þessi kona hefur einnig tekið við ræstingu í leikskólanum.

 

2.    Fjallað var um lið tvö og sex saman.  Hugrún talaði um að vegna fjölda barna milli 12:00 og 13:00 væri ekki hægt að sinna eldhússtörfum fyrr en yngstu börnin eru sofnuð.  Sá vandi myndi leysast ef lengja mætti tíma afleysinakonunnar um eina klst. þ.e. til kl 13:00.  Nefndin telur að það sé besta lausnin til að byrja með vegna fjölda barna á hverja konu.  Framhaldið verði svo skoðað í tengslum við notkun á nýju eldhúsi.

Nefndin var sammála Hugrúnu um að ekki væri framtíð í að kaupa mat eins og gert er núna.  Maturinn er almennt ekki hollur og svo gengur illa að fá mat eftir þörfum barnanna.  Rætt var um að endurskoða eldhúsmálin í vor og kanna þá hvort grundvöllur verði fyrir ráðningu í eldhús með tilkomu nýbyggingar og fjölda barna.

 

3.     Nýbygging skoðuð og leist nefndinni mjög vel á.  Guðný Fjóla felur Hugrúnu að boða sveitastjórn, Jón Inga og Þröst til að koma og skoða aðstæður í nýbyggingu því komið sé að mörgum ákvörðunum á málum sem þarf að ganga frá svo ekki verð stopp á verkinu.

 

4.      Hugrún sagði frá umsókn frá barni sem tilheyrir Akureyrarbæ.  Nefndin telur að best sé að skoða það eftir áramót þegar nýtt hús hefur verið tekið í notkun og hver fjölgun barna verður þá.  Í kjölfarið á því verði einnig skoðað hver þörfin er á aukningu starfsfólks eftir hádegi.

 

5.      Hugrún fór yfir það hvað hún telur nauðsynlegt að gera við gamla partinn.  Sagði þörf á að mála, skipta um hurðir til að vera í samræmi við nýja partinn og skipta um ljós.

 

7.     Hugrún kom með þá hugmynd hvort  Sverrir húsvörður eða annar heimamaður myndi geta séð um ýmiskonar smáviðhald í leikskólanum, því dýrt er að kalla út iðnaðarmenn í smærri verk.