Leikskólanefnd, fundur nr. 2 - 2008

04.05.2008 00:00

Mættir voru Bernharð Arnarson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Hugrún Ósk Hermannsdóttir, Líney Diðriksdóttir, og Stella Sverrisdóttir.

 

1.      Breytingar á spá um barnafjölda, um tíma leit út fyrir allt að 30 börnum í haust en nú er talan 28 börn í haust. Árgangaskipting 2003 - 4 börn, 2004 - 9 börn, 2005 - 4 börn, 2006 - 6 börn, 2007- 5 börn. Í haust hætta 6 börn og hefja grunnskólanám.

 

2.      Halldóra  leikskólakennari byrjar í 100% starfi 19. maí. Bára fer úr 100% í 75% stöðu eftir sumarlokun  og tekur að sér sérkennslu í stað Dagnýjar sem fer í árs fæðingarorlof. Auglýsa þarf  50-60% stöðu og viðkomandi þarf að geta byrjað strax eftir opnun, 5. ágúst.

 

3.      Þar sem börnum og starfsmönnum fjölgar í mat eykst álag á matráðinn. Akureyrarbær á reiknireglu fyrir starfshlutfall þeirra og samkvæmt því þyrfti staða matráðs að aukast úr 60% í 75%  frá 1. júní næstkomandi. Stöðuhlutfall leikskólastjóra þyrfti líka að auka vegna fjölgunar barna. Það er nú reiknað 60% en Hugrún vinnur núna 15% inni á deild. Stjórnunarhlutfallið ætti að vera 75% frá 1. júní næstkomandi. Leikskólanefnd leggur til að þessar breytingar verði samþykktar.

 

4.      Fleiri börnum fylgir líka meiri búnaður. Búið er að panta tvö borð og fjóra trip-trap  stóla. Líklega þarf fleiri stóla fyrir haustið. Það þarf líka fleiri dýnur fyrir hádegishvíldina og meiri borðbúnað.

 

5.      Útiviðgerðir. Annað niðurfallið er stíflað og það er jarðsig í lóðinni. Einnig þarf að ljúka við girðingu sunnan við hús og bæta möl á lóðina. Það þarf að skipta um sand í sandkassanum og rétta af garðhúsin. Þessi verk þarf að vinna í sumarlokun leikskólans. Hugrún tekur saman verkefnalista fyrir sveitarstjóra.

 

6.      Komið hefur fram ósk um að leikskólinn opni kl. 7:30 í stað 7:45 frá 15. maí – 20 ágúst, nokkra morgna í mánuði.